Náttúran

Hér lifa hættulegustu marglyttur heims

Sjórinn er sneisafullur af marglyttum í öllum stærðum og litum. Margar þeirra eru alveg skaðlausar en einstaka dýr í hópi þessara einföldu, hlaupkenndu dýra fela í sér einhver þau sterkustu eiturefni sem fyrirfinnast í náttúrunni.

BIRT: 09/04/2024

Marglyttur eru hugsanlega ekki áhugaverðustu dýr heims.

 

Þó eru einstaka tegundir ákaflega eitraðar og lífshættulegar. Dýrin eru útbúin örsmáum nálum á fálmurunum sem dýrið getur borað gegnum húðina á okkur og sprautað inn eitri með þeim afleiðingum að það líður yfir okkur af sársauka.

 

Hér er að finna upplýsingar um þrjár marglyttutegundir sem full ástæða er til að taka stóran krók fram hjá í næstu sólarlandaferð.

 

Portúgalska herskipið getur valdið yfirliði sökum sársauka

Ef portúgalska herskipið nær að stinga, roðnar húðin og hún bólgnar upp.

Marglyttu þessa er víða að finna í sjó í hitabeltinu, svo og á heittempruðum svæðum þar sem dýrið lifir uppi við sjávarborðið og er auðþekkjanlegt á bláleitri loftblöðrunni.

 

Portúgalska herskipið er í raun sambú fjögurra tegunda örsmárra sérhæfðra holdýra. Dýrin synda ekki, heldur rekur þau með straumnum sem færir þau stundum ýkja nærri landi.

 

Þetta getur orðið varhugavert á stöðum þar sem strandgestir þekkja dýrin ekki og geta ruglast á þeim og t.d. sakleysislegum plastpoka. Nálafrumur marglyttunnar eru einkar öflugar og stungan er einstaklega sársaukafull. Fálmararnir geta orðið allt að 30 metrar á lengd og eru nánast ósýnilegir.

 

Stunga af völdum portúgalsks herskips getur dregið fórnarlömbin til dauða, því það líður iðulega yfir þá sem fyrir stungunum verða, með þeim afleiðingum að þeir drukkna.

 

Lestu líka um eitruðustu efni veraldar.

Eitraðar marglyttur í Norður-Evrópu

Ekki er um margar eitraðar marglyttur að ræða í Norður-Evrópu en þó getur verið býsna óþægilegt að verða á vegi bláglyttu (Aurelia aurita) eða brennihvelju (Cyanea capillata). Þessar tvær marglyttutegundir þekkjast á litnum og þéttu neti af fálmurum.

 

Brennihveljan er ívið skaðlegri en bláglyttan og getur orðið risastór við réttar aðstæður. Hveljur einstaka dýra geta orðið allt að tveir metrar í þvermál og dýrin vegið hartnær tonn.

 

Brennihveljur verða reyndar ekki ýkja stórar hér á norðurhveli jarðar en þó hafa fundist dýr sem mælast allt að 30 cm í þvermál. Sama máli gegnir um bláglyttur.

 

Griphvelja (gonionemus vertens) er eina framandi hveljutegundin sem fundist hefur við Ísland en dýr þessi verða ekki stærri en 2 cm á lengd. Þau eru engu að síður mjög eitruð.

 

Eitur griphveljunnar er ívið skaðlegra en eitur bláglyttunnar og brennihveljunnar og stunga hennar hefur í för með sér mikinn sársauka. Stunga dýrsins getur jafnframt haft í för með sér vöðvakrampa, öndunarerfiðleika og jafnvel ofnæmislost.

Sævespur krefjast aðhlynningar samstundis

Eitraða marglyttan sævespa hefur í för með sér einstaklega sársaukafulla stungu sem minnir einna helst á bruna.

Stunga sævespunnar er ákaflega kvalafull. Eitrið getur deytt fólk ef það kemst ekki fljótt undir læknishendur. Ekki færri en 65 manns hafa látist af völdum sævespna í Ástralíu.

 

Rannsóknir hafa leitt í ljós að eitur sævespunnar veldur losun mikils magns af kalíumi úr frumum líkamans sem hefur í för með sér blóðkalínhækkun. Í mjög alvarlegum tilfellum getur ástandið leitt af sér hjartsláttaróreglu og hjartastopp innan klukkustundar.

Stunga eftir sævespu skilur eftir sig eldrauða húð sem líkist brunasári.

Sævespur er að finna í sjónum umhverfis norðurhluta Ástralíu, svo og í Suðaustur-Asíu. Ár hvert verða margir fyrir stungum þessarar eitruðu marglyttu, einkum sökum þess að dýrin eru nánast gegnsæ og fyrir vikið erfitt að koma auga á þau í sjónum.

 

Irukandjimarglyttan veldur heilablæðingum

Eitur irukandji-marglyttunnar er svo eitrað að morfín og önnur sterk verkjalyf hrífa ekki alltaf.

Þessi gegnsæja marglytta er afar smágerð, oft ekki nema tveir cm á lengd. Dýr þessi eru afar algeng í hitabeltinu meðfram norðurströnd Ástralíu.

 

Dýrin eru af mörgum talin vera hættulegustu dýr heims en andstætt við aðrar marglyttur eru irukandji-glytturnar einnig útbúnar netlufrumum á utanverðri hveljunni. Stunga dýrsins minnir fyrst í stað á skordýrsbit en skömmu síðar versna einkennin á þann veg að fólk fer að kasta upp, blóðþrýstingur hækkar og óbærilegar kvalir verða í öllum líkamanum, auk þess sem hjartsláttartruflanir geta gert vart við sig.

 

Ekki er um neitt móteitur að ræða en læknar geta meðhöndlað einkennin að einhverju leyti. Ef engin meðhöndlun fæst getur stungan leitt af sér hjartastopp og heilablæðingar.

 

Þessi eitraða marglytta orsakar 50-100 sjúkrahúsinnlagnir á ári

 

Þannig lamar irukandji-glyttan fórnarlömb sín

 

Brennihársfrumur irukandji-glyttunnar lama fórnarlömbin með eitri á einungis tíu millisekúndum.

 

1 – Nemi frumunnar kemst í snertingu við fórnarlamb sitt og fruman virkjast.

 

2 – Op opnast á frumunni.

 

3 – Skutullíkur þráður skýst úr frumunni í átt að húð fórnarlambsins.

 

4 – Eiturþráður losnar og stingst inn í húðina.

 

5 – Eitrið skýst úr þræðinum og inn í líkama fórnarlambsins.

 

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MARTIN BERNTH OG LARS THOMAS

Shutterstock, © Claus Lunau

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Krabbinn er sannkallaður brautryðjandi þegar kemur að því að leggja undir sig ný landsvæði.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is