„Hermenn Napóleons skutu nefið af sfinxinum“

Sfinxinn í Giza er eitt þekktasta mannvirki heims – og er m.a. þekkt fyrir að vera neflaus. Sagan segir að skemmdarverk þetta sé sök Napóleons og hermanna hans. Napóleon dáðist að mannvirkjunum í Egyptalandi og hafði þangað með sér hóp fræðimanna sem grúskuðu í hinum fornu undrum landsins.

BIRT: 18/07/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Hinn 21. júlí urðu Napóleon og 25.000 hermenn hans að staðnæmast á leið þeirra til Kaíró. Einungis fjórum kílómetrum fyrir utan bæinn mætti þeim álíka stór her, mannaður mamlúkum. Leiðtogi þeirra, Murad Bey, var sigurviss:

 

„Menn mínir munu tortíma ykkur og ég mun skera af ykkur hausana líkt og vatnsmelónur“.

 

Reiðmenn mamlúka ollu ótta sakir ofsafenginna árása þeirra en hermenn Napóleons stilltu sér rólega upp í fimm fylkingar og samanstóð hver fylking af sex til tíu röðum hermanna.

„Rán og rupl smána okkur og gera að óvinum það fólk sem okkur fýsir að eiga sem vini“

sagði Napóleon í fyrirmælum til sinna manna í Egyptalandi.

Þegar reiðmenn Murads Beys réðust til atlögu krupu þeir Napóleonshermenn sem fremstir stóðu og skutu úr byssum sínum. Þetta endurtóku raðirnar á bak við síðan. Afleiðingunum má best lýsa sem blóðbaði.

 

Þegar orrustunni lauk lágu um 20.000 mamlúkahermenn í valnum og Murad Bey flúði af hólmi.

 

Napóleon marséraði inn í Kaíró. Nú tilheyrði Egyptaland honum, svo og píramídarnir og sfinxinn í Giza.

 

Sfinxinn er sagður hafa hlotið óvægna meðhöndlun þegar Frakkar skutu í átt að honum. Þannig glataði hann nefbroddinum, segir sagan en voru hermenn Napóleons ribbaldar?

Napóleon dáðist að minnismerkjum Egyptalands og hafði með sér hóp vísindamanna sem rannsakaði af kostgæfni forn undur landsins.

Með og á móti: Ferðamenn heyrðu eftirfarandi frá heimamönnum

Í kringum aldamótin 1900 sögðu Egyptar breskum ferðamönnum í Giza að hermenn Napóleons hefðu skotið nefið af sfinxinum.

 

Bresku gestirnir endurtóku söguna í ferðalýsingum sínum. „Napóleon, sá hagsýni maður, skaut nokkrum fallbyssukúlum í átt að andliti sfinxins“, ritaði höfundurinn Cecil Sommers í bók sinni „Temporary Crusaders“ árið 1919.

 

Forsvarsmaður hinna umdeildu bandarísku samtaka „Þjóð íslams“, Louis Farrakhan, lýsti því yfir árið 1995 að Napóleon hefði „skotið nefið af sfinxinum“.

Ef marka má Farrakhan varð að eyðileggja nefið því það minnti franska hershöfðingjann á yfirburði svarta mannsins.

Leiðsögumenn úr hópi heimamanna í Egyptalandi kunna að hafa sagt ferðamönnum bábiljuna um að Frakkar hefðu skotið á sfinxinn. Þeir hafa sennilega vonað að Bretum, erkióvinum Frakka, þætti sagan skondin og myndu launa fyrir hana með ríkulegu þjórfé.

 

Arabíski sagnfræðingurinn Al Maqrizi ritaði á 15. öld að múslímskur leiðtogi að nafni Muhammad Sa’im al-Dahr hefði fyrirskipað að nefið skyldi fjarlægt árið 1378. Ástæðan átti að vera sú að Egyptar tilbæðu sfinxinn sem eins konar guð.

 

Danskur sjóliðsforingi að nafni Frederik Ludvig Norden fór til Egyptalands árið 1737. Meðan á dvöl hans stóð teiknaði hann mynd af sfinxinum sem sýnir án nokkurs vafa að á hann vantar nefið. Þetta var 61 ári áður en Napóleon réðst inn í landið.

NIÐURSTAÐA: Fornleifafræðingur kollvarpaði kenningunni um aðild Napóleons að nefleysinu

Sönnun þess að sfinxinn var neflaus árið 1737 sýnir að Napóleon og hermenn hans geta engan veginn hafa skotið nefið af þegar þeir gerðu innrás og hernámu landið á árunum 1798-1801.

 

Enginn veit fyrir víst hvernig sfinxinn missti nefið. Bandaríski fornleifafræðingurinn Mark Lehner (fæddur 1950) hefur stundað ítarlegar rannsóknir á andliti sfinxins sem leitt hafa í ljós að hann glataði nefinu einhvern tímann á bilinu milli 3. aldar og 10. aldar e.Kr.

Á teikningu frá árinu 1737 má greinilega sjá að sfinxinn var neflaus.

Ummerki gefa til kynna að nefið hafi verið hoggið af með hamri og meitli.

 

Uppgötvun Lehners gerir að engu sögusögnina um að múslímski leiðtoginn Muhammad Sa’im al-Dahr hafi látið fjarlægja nefið árið 1378. Hvers vegna nefið var fjarlægt er því enn hulin ráðgáta sem bíður skýringa.

BIRT: 18/07/2023

HÖFUNDUR: ANDREAS ABILDGAARD

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Jean-Léon Gérôme. © Shutterstock. © Frederic Louis Norden.

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is