Lifandi Saga

Himmler nýtur sumarsins í Finnlandi

Skömmu áður en SS-foringinn Heinrich Himmler kom í heimsókn til Finnlands sumarið 1942 hafði hann fyrirskipað að láta myrða margar milljónir gyðinga. Í Finnlandi gaf hann sér bæði tíma til að fara í opinbera heimsókn og stunda róðra. Í bréfum til eiginkonu sinnar Margrétar segir hann/„Pabbi“ fréttir af dvöl sinni.

BIRT: 20/01/2024

Sumarið 1942 ferðaðist SS-foringinn Heinrich Himmler til Finnlands. Örfáum mánuðum áður hafði hann fyrirskipað að öllum gyðingum í Evrópu skyldi útrýmt og á meðan gasofnarnir í útrýmingarbúðunum voru kyntir allan sólarhringinn fór nasistaforinginn til Finnlands til að fá Finna til að afhenda nasistum gyðinga landsins þannig að unnt yrði að útrýma þeim.

 

Meðan á heimsókninni stóð vonaðist Himmler jafnframt til að geta talið finnska forsetann, Risto Heikki Ryti, á að láta af hendi rakna meira fé sem aðstoð í baráttunni gegn rauða hernum, einkum í grennd við Leníngrad og í átt að Murmansk-járnbrautakerfinu sem gegndi mikilvægu hlutverki.

 

Í þremur bréfum til eiginkonu sinnar Margrétar og dótturinnar Guðrúnar sem hann kallaði „mömmu“ og „Püppi“, ritaði hann hins vegar ekki um heimsmálin. Þess í stað skrifaði hann um finnskar brúður og það sem hann hafði komist að raun um varðandi þurrmat.

 

Fyrsta bréfið ritaði Himmler örfáum dögum eftir að hann hafði skoðað fangabúðirnar í Auschwitz og fyrirskipað að öllum gyðingum í Póllandi skyldi útrýmt fyrir næstu áramót.

 

Hegewald, 28. júlí 1942

Kæra mamma!

 

Ég hef nýverið talað við ykkur báðar í síma en hér koma nokkrar línur að auki frá mér.

Heinrich Himmler var að læra landbúnaðarvísindi þegar hann skráði sig í nasistaflokkinn árið 1923.

Heinrich Himmler (1900-1945)

Heinrich Luitpold Himmler var valdamesti foringi SS-sveitanna í síðari heimsstyrjöld og einn helsti hugmyndasmiðurinn að baki gyðingaútrýmingunni.

 

Í dagbók sinni og bréfum til eiginkonu sinnar Margrétar og dótturinnar Guðrúnar sem hann kallaði Püppi, skrifaði nasistaforinginn um heimsóknir sínar til víglínunnar og einnig um ferðir sem hann fór í til að fylgjast með fjöldaaftökum gyðinga.

 

Frásagnir Himmlers voru í algerri andstöðu við líf hans sem eins af valdamestu mönnum í Þýskalandi nasismans.

 

Bandamenn tóku Heinrich Himmler til fanga undir lok stríðsins með þeim afleiðingum að hann ákvað að gleypa eiturhylki hinn 23. maí 1945, á meðan hann var í haldi Breta.

Hér í umslaginu er jafnframt einkunnabók hennar Püppi.

 

Það er mikið rétt að einkunnirnar mættu vera betri.

 

Hér í Finnlandi næ ég að slaka svolítið á þegar ég þarf ekki að sinna opinberum skylduverkum. Opinberlega á auðvitað ýmislegt að vera í gangi.

 

Heimsókn til forsetans, utanríkisráðherrans og Mannerheim yfirhershöfðingja.

 

Að því loknu förum við norður á bóginn til að hitta Dietl og fara í eftirlitsferð til herdeildarinnar (20. þýska fjallaherdeildin, undir stjórn Eduard Dietl hershöfðingja, var þá stödd í norðausturhluta Finnlands í því skyni að verjast rauða hernum, ritstj.).

 

Ég set hér í umslagið bækling um finnskar þurrkunaraðferðir sem mér datt í hug að þér gætu þótt fróðlegar.

 

Ég er á kafi í vinnu núna en sendi þér kærleikskveðju og vona að þú farir að hressast.

 

Helsinki, 30. júlí 1942

Kæru mamma og Püppi

 

Finnska ríkisstjórnin tók mér

með opnum örmum og miklum hlýhug. Nú er ég á leiðinni norður og mér líður afskaplega vel.

 

Ég sendi smáræði til mömmu og lillunnar.

 

Með hjartans kveðju, pabbi

LESTU EINNIG

Að lokinni ferð sinni til Finnlands fór Himmler til austurvígstöðvanna þar sem hann varð vitni að hryllingnum sem dauðasveitirnar sem kölluðust Einsatz-sveitirnar, frömdu án þess að það virðist hafa hreyft við honum. Þaðan sendi hann gjafir heim til eiginkonu sinnar og dóttur. Gjafirnar eru til marks um að vöruskortur hafi verið farinn að gera vart við sig, jafnvel hjá æðstu ráðamönnum í Þýskalandi nasismans.

 

Hegewald, 10. ágúst 1942

Góða mamma!

 

Hér kemur bréf frá mér ásamt pakkanum sem inniheldur litla, einkar hagnýta körfu handa þér, gerða úr birkiberki.

 

Ég sendi þér enn fremur alls kyns pappírsvörur sem ykkur vanhagar um: Servíettur, bökunarpappír, salernisrúllur og fleira.

 

Hér eru líka tveir lampar fyrir þig og tveir þvottapokar handa Püppi. Þar að auki eru viðarbakki og viðarskál, óhreinatauspoki fyrir mömmu og tvær finnskar brúður og viðartunna fyrir stelpuna.

 

Ég læt einnig fylgja með örlítið ræstiduft og gamlan tannbursta sem þú getur hugsanlega notað til að pússa með skó eða álíka.

 

Þá er í pakkanum jafnframt að finna tvo litla nammipoka fyrir mömmu og litlu dótturina, svo og bréfsefni handa Parre frænku.

 

Kærar þakkir fyrir fína, litla pakkann frá lyfjafræðingnum, indælu myndirnar og auðvitað líka bréfin þín frá 24.7. og 4.8.!

Bréfin frá Himmler fela einnig í sér áður óbirtar ljósmyndir af fjölskyldulífi hans.

Bréf Himmlers fundust eftir 69 ár

Árið 2014 litu dagsins ljós í einkaskjalasafni í Ísrael hartnær 700 einkabréf og myndir sem tilheyrt höfðu SS-foringjanum fyrrverandi. Auk bréfanna var að finna ljósmyndir, dagbækur, skýrslur yfir heimilishald og mataruppskriftabók sem sennilega hefur verið í eigu Margrétar Himmler. Skjölin hafa verið rannsökuð gaumgæfilega síðan og allt bendir til þess að þau hafi tilheyrt Himmler.

 

Bréfasafnið felur í sér bréfaskriftir frá því að Heinrich og Margrét Himmler fyrst kynntust árið 1927 og allt til loka stríðsins árið 1945. Greina má að tónninn verður alvörugefnari eftir því sem fram líða stundir, þó svo að bæði Margrét og Heinrich reyni að skrifa ekki um stríðið.

 

Katrín Himmler, frænka Himmlers, lét gefa bréfin út árið 2014.

Ég er störfum hlaðinn og þarf að sitja marga fundi en ég mun brátt skrifa til Püppi og ætla einnig að segja þér svolítið frá Finnlandi og ferðinni hingað.

 

Það gleður mig mjög mikið að heyra að frú von Schade og ungfrú Görlitzer heimsæki þig. Viltu skila kærri kveðju til þeirra.

 

Í Berlín bíða þín 30 egg héðan frá svæðinu. Ég verð víst að hætta núna.

 

Reyndu að vera ekki allt of iðin. Mundu líka eftir að slaka stundum á!

 

Með innilegri kveðju og kossum til þín og Püppi, pabbi.

 

Þó svo að bréf Himmlers hafi verið í léttum dúr var opinbera heimsóknin til Finnlands allt annað en skemmtiferð. Þýski herinn hafði gífurlega þörf fyrir aðstoð í baráttunni gegn Sovétríkjunum. Finnarnir létu hins vegar ekki undan óskum Himmlers og neituðu bæði að taka frekari þátt í bardögunum á austurvígstöðvunum og höfnuðu því einnig alfarið að afhenda gyðinga landsins svo þá mætti taka af lífi í gasklefum útrýmingarbúðanna.

Lesið meira um bréf Himmlers

 • Peter Witte: Himmler’s Diary 1945: A Calender of Events Leading to Suicide, Fonthill Media, 2015
 • Kathrin Himmler: The Private Heinrich Himmler: Letters of a Mass Murderer, St. Martins Press, 2016

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: HENRIK ELLING

© Bundesarchiv. © Wikimedia Commons. © Privat foto

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Krabbinn er sannkallaður brautryðjandi þegar kemur að því að leggja undir sig ný landsvæði.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is