Lifandi Saga

Hinsta verkefni Rommels 

Erwin Rommel er ein helsta stríðshetja nasista. Eftir sigurför í Norður-Afríku setur Hitler hann yfir Atlantsmúrinn sem á að koma í veg fyrir innrás Bandamanna. Og nú hefst sannkallað kapphlaup við tímann.

BIRT: 07/06/2022

Stríðshetja heimsækir Danmörku þann 4. desember 1943. Hitler hefur fyrirskipað Erwin Rommel að styrkja Atlantsmúrinn sem er ætlað að halda Bandamönnum úti frá Evrópu og fyrsta könnunarferð markskálksins er norður á bóginn.

 

„Um eftirmiðdaginn sigldum við yfir til Fanö sem stjórnar innsiglingunni til Esbjerg“, skrifaði Friedrich Ruge flotaforingi síðar í minningum sínum.

 

Ruge veit sem er að Esbjerg er eina hafnarborgin á vesturströnd Danmerkur sem er nógu stór til að hýsa innrásarher og gæti því verið mögulegt skotmark væntanlegrar landgöngu Bandamanna.

 

Herforinginn á Fanö hefur sent 1.000 manns út í báta – þeir eiga að leika hlutverk landgönguliða óvinanna. Ströndin sem þeir ráðast á er varin af herflokkum og fjórum fallbyssum sem skjóta púðurskotum til að skapa raunverulegan blæ.

 

Fallbyssuskotin þeytast yfir höfuð landgönguheraflans en hinar dásömuðu varnir ná ekki að stöðva „innrásina“. Innrásarliðið nær skjótt fótfestu á ströndinni. Æfing þessi er ákaflega pínleg fyrir herforingja Fanö en að sama skapi lærdómsrík fyrir Rommel og herráð hans.

„Okkur til mikillar furðu var Atlantsmúrinn í raun aðeins að finna á fáeinum stöðum“.

Friedrich Ruge, flotaforingi og sérfræðingur Rommels í sæhernaði.

„Þessi algjörlega flata og breiða strönd er afar heppileg fyrir innrásarlið og landgöngu með aðstoð flughersins. Það kom berlega í ljós að fjölmargir hermenn og stríðstól geta safnast saman á stöðum eins og þessum á stuttum tíma“, skráði Ruge hjá sér.

 

En uggvænlegur grunur hafði fest rætur meðal herliðs Rommels. Ef varnir á öðrum ströndum voru jafn bágar og hér þá er hið mikla virki Hitlers, Atlantsmúrinn, eins og hreinasta sjónhverfing. Rommel hefst því strax handa við að betrumbæta varnir Hitlers gegn innrás og allt er það gert í kapphlaupi við tímann.

 

Brjóstvörn Evrópu var klúður

Frá Danmörku hélt Rommel ásamt félögum sínum til Frakklands. Meðfram allri ströndinni þar sáu þeir aðeins dreifð varnarvirki og mörg þeirra nutu ekki einu sinni verndar steypuvirkja. Hnitmiðuð skotárás frá óvininum myndi auðveldlega eyðileggja fallsbyssur Þjóðverja.

 

„Okkur til mikillar furðu var Atlantsmúrinn í raun aðeins að finna á fáeinum stöðum. Myndir í vikuritum af múrnum sem þýskur almenningur fékk að sjá voru nær einvörðungu frá svæðinu í kringum Calais-Bologne“, kvartaði Ruge.

Hitler múraði Evrópu inni

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Nokkrum stórum fallbyssum var komið fyrir til þess að styðja við fyrirhugaða innrás í Stóra-Bretland en eftir að orrustan um Bretland tapaðist árið 1940 lagði Hitler slíkar áætlanir á hilluna. Eftir þetta sinnti hann í engu Atlantsmúrnum. Það sama má segja um hershöfðingjann Gert von Rundstedt sem árið 1942 var skipaður æðsti yfirmaður heraflans í vestri.

 

Áhugaleysi von Rundstedts og takmarkað bolmagn fól í sér að vinna að strandvörnum lá nánast niðri í þrjú ár en undir lok ársins 1943 þurftu Þjóðverjar nauðsynlega á skilvirkri brjóstvörn að halda, enda voru bandamenn þá farnir að plana D-dag.

 

Rommel skilaði skýrslu sinni um veikleika Atlantsmúrsins og Hitler setti hann því næst undir von Rundstedt. Hetjan frá stríðinu í Norður-Afríku fékk nú að bera ábyrgðina á vörnum stranda milli Hollands og Bretagne – vesturodda Frakklands.

 

Rommel marskálkur vissi vel hvernig bæri að haga vörnum. Hugmynd hans var komin frá eyðimerkurstríði hans:

 

„Í baráttu okkar við Bretana lærðum við að stór jarðsprengjusvæði með varnarvirkjum geta verið ákaflega skilvirk vörn. Auk þess geta minni jarðsprengjusvæði auðveldað skilvirkni varaliðsafla og komið þannig að góðum notum“, sagði Rommel við einn kollega sinn.

Rommel var dáður meðal hermanna. Í N-Afríku framkallaði hann kraftaverk með hersveitum sínum og herkænsku.

Bretar gáfu „Eyðimerkurrefnum“ nafn

Frá 1941 til 1943 leiddi Erwin Rommel þýskar og ítalskar hersveitir í Norður-Afríku með undraverðum árangri. Heima fyrir var eiginlega litið á hann sem kjölturakka Hitlers og að hann hafði einungis fengið starfið því hann var nátengdur foringjanum. En hver sigurinn á fætur öðrum sýndi að Rommel var snillingur í leifturstríði.

 

Skriðdrekar hans gerðu árásir þar sem andstæðingurinn átti síst von á og breskir stríðsfréttaritarar tóku að tala um hann sem „Eyðimerkurrefinn“. Hitler launaði frammistöðu Rommels með því að hækka hann í tign og hann varð yngsti marskálkur Þýskalands, einungis 50 ára gamall.

 

Þessi ungi marskálkur hrakti Breta alla leið aftur til El Alamein í Egyptalandi sem var einungis í 120 km fjarlægð frá hinni mikilvægu hafnarborg Alexandríu. Þar hindruðu jarðsprengjusvæði og bágbornir birgðaflutningar Rommel í að halda sókn sinni áfram og ekki bætti úr skák að hann fékk lifrarsýkingu.

 

Rommel var heima í Þýskalandi til meðferðar þegar Bretar gerðu gagnárás og síðar fylgdi meira en 2.500 km langt undanhald herafla Þjóðverja. Árið 1943 höfðu hinar þýsku Afrikakorps engar flugsamgöngur lengur og gáfust upp í Túnis en Rommel var ekki meðal fanganna. Hitler hafði kallað hann heim fyrir þetta niðurlægjandi tap.

Mitt á jarðsprengjusvæðinu höfðu Bretarnir komið fyrir varnarvirkjum með skriðdrekafallbyssum og stundum jafnvel skriðdrekum. Rommel hugðist nú breyta hlutverkunum þannig að ótal dauðagildrur og stórkostleg skothríð biði Bandamanna ef þeir réðust inn.

 

„Þetta krefst þess að við setjum niður ótal jarðsprengjur og varnarvirki meðfram ströndum og allt að 8 til 10 km inn í land og komum síðar fyrir herdeildum þar nærri“, skrifaði Rommel.

 

Þýskar herdeildir meðfram ströndum áttu að duga til að verjast árásum á bak við víglínu þeirra því fallhlífarhermönnum Bandamanna myndi örugglega vera varpað niður að baki þeim.

 

Þetta dauðasvæði átti þannig ekki að geta stoppað innrásarher, heldur miklu fremur að seinka framrás óvinanna þannig að þýskar varaherdeildir gætu náð í tæka tíð á átakasvæðin.

 

Hershöfðingjar vanmátu óvininn

Rommel var nú reiðubúinn með sína áætlun en hersöfnuður B gat ekki unnið að henni án frekari stuðnings. Við þetta bættist að herdeildirnar voru dreifðar yfir of stórt svæði og því þurfti að koma brynvörðum herdeildum Þjóðverja svo nærri ströndinni að þær gætu á fáeinum tímum ráðið úrslitum um orrustuna á ströndinni, taldi Rommel.

 

Myndband: Steinsteypuflóð verður að Atlantshafsmúrnum

Yfir 600.000 menn byggðu Atlantshafsmúrinn samkvæmt fyrirmælum Hitlers og Rommels. Margir þeirra í nauðungarvinnu.

Geyr von Schweppenburg, bryndeildahershöfðingi von Rundstedt, var þó algjörlega ósammála þessari taktík. Hann lagði þess í stað til að leyfa Bandamönnum að ganga á land, veita þeim færi á að nálgast París og að þá skyldu Þjóðverjar þurrka þá út í mikilli gagnárás. Með þeim þætti myndi óvinurinn þola gríðarlegt tap og jafnvel gefast upp í styrjöldinni.

 

En slík hernaðaráætlun byggði á alltof mikilli óvissu að mati Rommels. Frá árinu 1941 hafði von Schweppenburg, eins og margir aðrir hershöfðingjar, einungis barist á austurvígstöðvunum og hugmyndir þeirra um Breta og Bandaríkjamenn voru úreltar.

 

„Vinir okkar úr austri hafa ekki hugmynd um hvað bíður þeirra. Hér er ekki um að ræða fanatíska herflokka sem eru knúnir áfram í endalausum bylgjum án þess að skeyta hið minnsta um mannfall“, sagði Rommel.

 

Bretar höfðu lært af mistökum sínum árið 1940 og 41. Auk þess réðu þeir og Bandaríkjamenn yfir miklum fjölda af fallbyssum, skriðdrekum og einkum flugvélum sem gætu eyðilagt hernaðaraðgerðir Þjóðverja á landi.

 

„Þeim kafla er lokið að við ráðumst beint á óvininn með skriðdrekum“, lýsti Rommel yfir. Hann var einn af meisturum leifturstríðsins meðal Þjóðverja en í Norður-Afríku hafði hann reynt á eigin skinni hvernig loftárásir gátu njörvað niður herdeildir hans.

 

Hugvitsamlegar varnir voru nú eina tækifæri Þýskalands, að mati hans.

Myndaband: Sjáðu ræðu Rommels við Atlantshafsmúrinn

Heimsókn Rommels að Atlantshafsmúrnum fékk mikla umfjöllun í dagblöðum heima fyrir. Hér var marskálknum skipað að segja: "Ég held að Englendingar snúi ekki aftur ef þeir reyna innrás hér".

Hvorki Rommel, von Schweppenburg né von Rundstedt gátu komið sér saman um bestu hernaðaráætlunina. Það gerði Hitler hins vegar. Hann skipti sér af öllum smáatriðum og herforingjar í vestri gátu ekki flutt til eina einustu herdeild án þess að foringinn hefði samþykkt það.

 

Hitler elskaði víggirtar varnarlínur og stór mannvirki en hann kunni einnig að meta þegar von Schweppenburg talaði um að þurrka út liðsafla Bandamanna í vestri. Þess vegna gat foringinnn ekki ennþá valið úr þessum möguleikum.

 

Frakklandi umbreytt í gildru

Rommel fékk aldrei varaherdeildir sínar staðsettar á þeim stöðum sem hann vildi. En hann hafði fullan stuðning Hitlers við að efla Atlantsmúrinn eins skjótt og mögulegt væri. Yfirverkfræðingur hans, Maise, reiknaði út hve margar jarðsprengjur þyrfti til fyrir áætlun Rommels:

 

„Í fyrsta fasa sem er 1.000 metra breitt belti meðfram ströndum og samsvarandi belti inn í land, þarf tíu jarðsprengjur á hvern metra sem gerir 20 milljón jarðsprengjur í öllu Frakklandi. Gjörvalt Frakkland þarf þannig um 300 milljón jarðsprengjur í allt“.

Í þýskum jarðsprengjum voru 5,5 kg af TNT sprengiefni. Sprengingin eyðilagði létt brynvarið farartæki og sprengdi sundur keðjur þungra skriðdreka.

Við komu Rommels voru einungis 1,7 milljónir jarðsprengja grafnar niður í jörðinni og mánaðarleg framleiðsla var einungis um 40.000 slíkar sem var alltof lítið. Framleiðslan á jarðsprengjum í Þýskalandi fór þó vaxandi en ekki nóg til að anna þörfinni. Þjóðverjar höfðu á þessum tíma náð miklu magni af frönsku sprengiefni þannig að hersöfnuður B framleiddi sjálfur 11 milljón jarðsprengjur.

 

Rommel þurfti þó að forgangsraða bolmagni sínu og hann var á stöðugum þönum upp og niður eftir norðurfrönskum ströndum til að stýra verkinu.

 

Strendur við Calais voru lang líklegasti staðurinn fyrir innrás Bandamanna, að mati Rommels:

 

„Hér munu þeir njóta stuðnings frá langdrægu stórskotaliði, stystu sjóleiðinni fyrir árásina og birgðaflutninga, ásamt bestu aðstæðum til að nýta styrk sinn í lofthernaði“, var mat Rommels.

 

Normandy var fyrirtaks skotmark

Bretónski skaginn lengst í vestur var ekki heppilegur fyrir innrás óvina því að mikið var þar um þverhnípt berg sem skagaði út í haf. En á Normandy var að finna breiðar strandir og þar var heldur ekki að finna þær stóru fallbyssur sem lágu í röðum í steypubyrgjum við Calais. Þessi staður var því freistandi fyrir Bandamenn.

Gerd von Rundstedt og Erwin Rommel í samræðum. Herforingjarnir tveir tilheyrðu elítu þýskra nasista - Hitler skipaði alls 26 herforingja (á þýsku: Generalfeldmarschall).

Rommel heimsótti Normandy undir lok janúar 1944 og var hreint ekki sáttur við það sem hann sá. Vissulega var búið að byggja varnarvígi en þau voru alltof dreifð. Á sumum stöðum voru 3,5 kílómetrar á milli þeirra og enginn virtist ætla að ráða bót á þessum veikleika í vörnum Þjóðverja.

 

„Hermennirnir ná bara einfaldlega ekki að vinna svona mikið. Tímaþröngin hefur verið stórkostlega vanmetin“, skrifaði Rommel verulega pirraður.

 

Fjórar þýskar herdeildir voru á ströndum Normandy. En tvær þeirra gegndu hlutverki varaliðs og það fól í sér að herdeildirnar tvær nærri ströndum þurftu að sinna annars vegar 90 km og hins vegar 200 km strandlengju. Auk þess þurfti að eyða miklum tíma í þjálfun, því að reyndir hermenn voru í sífellu fluttir yfir til austurvígstöðvanna og nýliðar komu í stað þeirra.

Indverskir sjálfboðaliðar áttu á tímabili að verja Atlantshafsmúrinn í Hollandi. Þessir u.þ.b. 4.500 menn höfðu flestir verið teknir til fanga í bardögum í Norður-Afríku.

Innar í landinu beið 21. brynherdeild Þjóðverja og skriðdrekar þeirra voru einu farartækin í þessum hluta Normandy. Ef óvinurinn gengi á land var herdeildin varla nógu öflug til þess að stöðva þá upp á eigin spýtur.

 

Tímakapphlaup Þjóðverja

Stríðsfangar og þýskir hermenn strituðu við Atlantsmúrinn meðan voraði árið 1944. Stórskotaliðsvirki voru steypt, jarðsprengjur grafnar niður og strendurnar fylltar með alls konar tálmum.

 

„Dag eftir dag og viku eftir viku verðum við öflugari. Árás óvinarins hefur líkast til verið seinkað. Fyrir hvern og einn okkar er einn einasti dagur ómetanlegur“, skrifaði Rommel heim til konu sinnar. Hann taldi ennþá að innrásin myndi verða við Calais og þar höfðu Þjóðverjar nánast lokið mestum hluta vinnunnar við varnir.

 

Í bréfaskriftum heim til sín og í samtölum við herráðsforingja gætti nú vaxandi bjartsýni hjá honum. Og Hitler var nú sáttari við hann en hann hafði verið árinu áður þegar Rommel vogaði sér að mæla með friðarsamningum við Bandamenn. Í samtali við áróðursmálaráðherrann Göbbels sagði Hitler:

 

„Rommel er fullur af reiði og hatri og hann hefur helgað öllum sínum kröftum og allri sinni getu til að fullkomna varnirnar við Calais. Hann er á ný orðin sú stríðshetja sem hann var einu sinni“.

Rommel og Hitler bundu báðir miklar vonir við mikið undravopn sem myndi verða beitt gegn Stóra-Bretlandi í júní. V-1 sem var knúin með þotuhreyflum, var með 850 kg sprengiefni og gat dregið til Lundúna og margra annarra skotmarka á sunnanverðu Englandi.

 

Ef innrás Bandamanna misheppnaðist myndi sprengjuregn Þjóðverja með tímanum knésetja Breta. Hitler var þó grunlaus um að Rommel íhugaði annars konar lausn á stríðinu. Í gegnum herráðsforingja sinn, Hans Speidel, hafði hann komist í samband við hóp þýskra liðsforingja sem vildu ryðja Hitler úr vegi.

 

Stormur róaði Þjóðverja

Undir lok maí 1944 höfðu Bandamenn ekki ennþá ráðist inn í Evrópu. Rommel heimsótti Caen í Normandy og varaði hermennina við fölsku öryggi.

 

„Herramenn mínir, ég þekki Englendinga frá bæði Afríku og Ítalíu og ég get sagt yður að þeir munu velja landgöngustað þar sem þeir reikna með að við séum óundirbúnir. Það mun vera hér, á þessum stað“.

Risafallbyssur áttu að stöðva innrásina

Við mikilvægustu staði Atlantsmúrsins byggðu Þjóðverjar gríðarmikil mannvirki. Fallbyssuvígin við strendurnar höfðu að geyma, auk ægilegra vopna, bæði svefnsali og baðherbergi fyrir hermenn.

Fallbyssutröll lágu í leynum

Öflugustu fallbyssur nasista voru staðsettar við Atlantsmúrinn. Sumar þeirra gátu snúist 180 gráður og voru faldar með dulargervisnetum. Aðrar voru múraðar inn í hnausþykk steypuvígi. Hnitmiðað skot frá fallbyssunum gat jafnvel sökkt stærstu herskipum Bandamanna.

Strandvígin voru byggð úr stöðluðum einingum

Smá og stór skotbyrgi Atlantsmúrsins voru byggð úr stöðluðum einingum sem nefndust Regelbau. Óháð því hvort reisa ætti slík í Noregi eða Frakklandi fylgdi byggingin alltaf sömu áætlun þar sem verklag var fyrirskipað, allt frá því hversu þykkir veggirnir ættu að vera til fyrirkomulags loftræstingar.

Meira en 3 m þykkir veggir

Stærstu vígi Atlantsmúrsins voru steypt úr 17.000 rúmmetrum af járnbundinni steypu. Þessir 3,5 metra þykku veggir og loft áttu að verja hermennina fyrir loftárásum. Veggirnir gátu m.a.s. þolað beint skot frá öflugustu 380 mm fallbyssum breska flotans.

Skotfæri til reiðu

Á neðstu hæð varnarvirkisins geymdu Þjóðverjar skotfæri sín. Magasínin voru með sprengjur sem vógu allt að 600 kg hvert með kveikjubúnaði. Brautarteinar sáu um flutning sprengjanna til lyftu sem flutti skotfærin til stórskotaliðsins sem sá um að skjóta af fallbyssunni.

72 hermenn bjuggu í djúpinu

Í strandvirkjunum voru mörg herbergi með röðum af kojum. Þar gátu 68 skotliðar gist ef þeirra hluti af Atlantsmúrnum var á hæsta viðbúnaðarástandi. Fjórir yfirmenn virkisins voru í sérherbergjum. Í neðanjarðarbyrginu var einnig að finna salerni og baðherbergi.

Ljósavélar tryggðu rafmagn

Hvert varnarvirki hafði yfir að ráða ljósavél sem knúði rafala vígisins. Rafbúnaður sá m.a. um að snúa fallbyssustæðinu, viðhalda lýsingu og loftræstingu.

Risafallbyssur áttu að stöðva innrásina

Við mikilvægustu staði Atlantsmúrsins byggðu Þjóðverjar gríðarmikil mannvirki. Fallbyssuvígin við strendurnar höfðu að geyma, auk ægilegra vopna, bæði svefnsali og baðherbergi fyrir hermenn.

Fallbyssutröll lágu í leynum

Öflugustu fallbyssur nasista voru staðsettar við Atlantsmúrinn. Sumar þeirra gátu snúist 180 gráður og voru faldar með dulargervisnetum. Aðrar voru múraðar inn í hnausþykk steypuvígi. Hnitmiðað skot frá fallbyssunum gat jafnvel sökkt stærstu herskipum Bandamanna.

Strandvígin voru byggð úr stöðluðum einingum

Smá og stór skotbyrgi Atlantsmúrsins voru byggð úr stöðluðum einingum sem nefndust Regelbau. Óháð því hvort reisa ætti slík í Noregi eða Frakklandi fylgdi byggingin alltaf sömu áætlun þar sem verklag var fyrirskipað, allt frá því hversu þykkir veggirnir ættu að vera til fyrirkomulags loftræstingar.

Meira en 3 m þykkir veggir

Stærstu vígi Atlantsmúrsins voru steypt úr 17.000 rúmmetrum af járnbundinni steypu. Þessir 3,5 metra þykku veggir og loft áttu að verja hermennina fyrir loftárásum. Veggirnir gátu m.a.s. þolað beint skot frá öflugustu 380 mm fallbyssum breska flotans.

Meira en 3 m þykkir veggir

Stærstu vígi Atlantsmúrsins voru steypt úr 17.000 rúmmetrum af járnbundinni steypu. Þessir 3,5 metra þykku veggir og loft áttu að verja hermennina fyrir loftárásum. Veggirnir gátu m.a.s. þolað beint skot frá öflugustu 380 mm fallbyssum breska flotans.

72 hermenn bjuggu í djúpinu

Í strandvirkjunum voru mörg herbergi með röðum af kojum. Þar gátu 68 skotliðar gist ef þeirra hluti af Atlantsmúrnum var á hæsta viðbúnaðarástandi. Fjórir yfirmenn virkisins voru í sérherbergjum. Í neðanjarðarbyrginu var einnig að finna salerni og baðherbergi.

Ljósavélar tryggðu rafmagn

Hvert varnarvirki hafði yfir að ráða ljósavél sem knúði rafala vígisins. Rafbúnaður sá m.a. um að snúa fallbyssustæðinu, viðhalda lýsingu og loftræstingu.

Fram til þessa hafði Rommel jafnan talið Calais ákjósanlegasta stað fyrir innrás Bandamanna en kannski var hann nú farinn að efast eða hann vildi bara stappa stálinu í hermenn sína sem enn áttu ýmislegt ógert á þessum hluta strandlengjunnar.

 

Allir vissu þó að innrásin hlyti að vera í vændum, því að flugvélar óvinanna létu sprengjum rigna niður í Norður-Frakklandi og á næstu dögum myndi fullt tungl og hagstæð sjávarföll gera landgöngu ákjósanlega. En Rommel róaðist nokkuð þegar hann sá veðurspána þann 4. júní.

 

Viðvarandi stormur næstu tvo daga útilokaði hvers konar hernaðaraðgerðir og þannig myndi óvinurinn fyrst fá tækifæri til innrásar undir lok mánaðar. Hann settist því sáttur inn í herráðsbíl sinn sem keyrði hann til Suður-Þýskalands, þar sem hann hugðist fagna 50 ára afmæli eiginkonu sinnar.

Floti bandamanna birtist óvænt undan ströndum Normandí 6. júní 1944.

Rommel var ekki einn um að slaka svona á. Í Normandy voru þýsku aðalstöðvarnar tæmdar. Háttsettir liðsforingjar stefndu til Bretagne til að taka þátt í æfingum, nú þegar hættan á innrás vofði ekki lengur yfir.

 

Hitler stöðvaði skriðdrekana

Síminn hringdi á heimili Rommel um klukkan 10.15 þann 6. júní. Herráðsforinginn Hans Speidel var í miklu uppnámi og tilkynnti að Bandamenn væru nú að ganga á land. Speidel hafði þegar beðið yfirstjórnina að kalla til varalið skriðdreka.

 

Hann hafði meira að segja skipað 12. SS-skriðdrekasveitinni að keyra til strandar þrátt fyrir að hún væri ekki undir stjórn hersafnaðar B. Aðrar skipanir frá æðstu stöðum höfðu hins vegar stöðvað för skriðdrekanna.

 

Enginn mátti færa sig úr stað án leyfis Hitlers og að hann færi fyrst á fætur um hádegið. Um það bil á sama tíma settist Rommel upp í bíl sinn og flýtti för sinni til Frakklands.

Varnarvirki þöktu strandirnar

Meðfram ströndum Atlantshafsins voru þýsku varnarvirkin svo þétt að fallbyssurnar gátu skotið á innrásarflotann óháð því hvar Bandamenn hyggðust hefja landgönguna.

 

Stærstu fallbyssur Þjóðverja gátu fundið skotmark í 40 km radíus en meðalstórar fallbyssur náðu yfir öllu minna hafsvæði. Það var einungis á þverhníptum björgum þar sem Bandamenn gátu ómögulega gengið á land sem engin varnarvirki voru til staðar.

„Það er vafasamt hvort Rommel gæti hafa breytt aðstæðum, þótt hann hefði verið staddur í aðalstöðvum sínum“, útskýrði Ruge flotaforingi síðar.

 

Hersöfnuður B sem gætti strandarinnar við Calais hafði engu hlutverki að gegna á þessum örlagaríku tímum, þegar allt réðst af þýskum herforingjum í Normandy og ekki síst ákvörðunum Hitlers.

 

Foringinn hikaði hvað eftir annað því hann hélt að landgangan í Normandy væri aðeins herkænskublekking sem væri ætlað að draga þýskt herlið burt frá Calais, áður en meginher Bandamanna réðist þar inn. Rundstedt og Rommel voru sama sinnis en báðu engu að síður um meiri herafla til að verja Normandy.

 

Það var ekki fyrr en síðar um eftirmiðdaginn sem Hitler veitti fyrstu herdeildunum leyfi til að færa sig úr stað en fjarlægðin til strandarinnar var löng og engin þeirra náði þangað þennan sama dag.

 

Rommel hélt að hann gæti í minnsta falli nýtt sína eigin 21. skriðdrekadeild í fyrsta bardaga dagsins. En jafnvel hersveit hans var of langt í burtu.

Fallbyssur flotans gengu á land

Fram að síðari heimsstyrjöldinni þróaði þýski flotinn margar öflugar fallbyssur fyrir herskip sín. Sumar fallbyssurnar enduðu í Atlantsmúr Hitlers. Þær gátu skotið afar langt en áttu erfitt með að hitta fjarlæg skotmörk. Hins vegar neyddu þau óvinaskip til að halda sig fjarri því þær voru þrátt fyrir allt markvissari á landi heldur en á herskipum í öldurótinu úti á sjó.

Þyngsta þýska byssan

Hlaupvídd: 40,6 cm


Drægni: 42 km


Uppsetning: Noregur og Frakkland


Verkefni: Frá Calais létu Þjóðverjar sprengjum rigna yfir sunnanvert England. Í Noregi vernduðu þrjár fallbyssur innsiglinguna til Narvíkur.

Sama gerð eins og á orrustuskipinu Bismarck

Hlaupvídd: 38 cm


Drægni: 36 km


Uppsetning: Noregur, Danmörk og Frakkland


Verkefni: Batteri Vara við Kristiansand í Noregi og Batteri Handsholm í Danmörku lokuðu ásamt tundurduflum Skagerak fyrir öllum skipaferðum Bandamanna.

Fallbyssuturnar úr orrustuskipinu Gneisenau

Hlaupvídd: 28 cm


Drægni: 40 km


Uppsetning: Noregur og Holland


Verkefni: Sem dæmi hindraði Austrot Fort í Noregi skipaferðir óvina í Þrándheimsfirði.

Staðalvopn þýska flotans

Hlaupvídd: 15 cm


Drægni: 23 km


Uppsetning: Noregur, Danmörk, Holland, Belgía og Frakkland.


Verkefni: Varði jarðsprengjusvæði, hafnir og fjarðarmynni.

Hún var auk þess á leiðinni til að berjast við aragrúa breskra fallhlífarhermanna áður en höfuðstöðvarnar gátu beint þeim aftur til strandar. Dýrmætur tími tapaðist. Undir kvöldið héldu fylkingar seint og um síðir til gagnárásar og þeim tókst næstum að brjóta sér leið til strandar en þá gekk sólin til viðar. Bandamenn voru komnir á land.

 

Aðalstöðvar sprengdar í loft upp

Næstu klukkustundirnar eftir landgöngu Bandamanna skiptu sköpum. Það hafði Rommel líka sagt, allt frá því að hann tók við stjórn hersöfnuðar B en óvininum haði tekist að komast á land á öllum fimm innrásarstöðunum.

 

Það var einungis á hinni blóði drifnu Omaha Beach sem Þjóðverjar veittu verulega mótspyrnu.

 

Bretar álitu Rommel afar snjallan ref en á þessum D-degi brást herkænska hans.

 

Jafnvel þó að strandlengjan í Normandy hefði verið varin samkvæmt áformum Rommels, hefði það ekki dugað til að hindra innrásina. Allan tímann hafði staðið til að skotbyrgi og jarðsprengjusvæði ættu einungis að tefja óvininn nógu lengi til að þýskir skriðdrekar næðu til víglínunnar, meðan óvinurinn stóð sem höllustum fæti. En skriðdrekasveitirnar náðu ekki tímanlega fram.

,,Aspargus Rommels” kölluðu hermenn bandamanna uppfinningu Eyðimerkurrefsins.

Uppfinning Rommels átti að vernda bak Atlantsmúrsins.

Áður en innrás Bandamanna hófst áttu fallhlífarhermenn að sækja fram að baki Atlantsmúrsins, nokkuð sem Rommel gerði sér fyllilega grein fyrir. Fyrsta bylgjan myndi samanstanda af fallhlífarhermönnum, á eftir þeim myndu koma stórar svifflaugar með fallbyssur, farartæki og fleiri hermenn.

 

Rommel hugðist bjóða þá velkomna með nokkuð harkalegum hætti.

 

Mótleikur hans gekk út á að koma fyrir staurum alls staðar þar sem vænta mátti lendingar flugvéla. Á hverjum ferkílómetra af opnu mögulegu lendingarsvæði voru 1.000 staurar eða stálbitar sem voru allt að fjögurra metra langir, barðir niður í jörðina – og köngulóarvefur af gaddavír tengdi þá saman.

 

Á þriðja hverjum staur var komið fyrir sprengjuhleðslu. Ef sviffluga reyndi að lenda myndu staurarnir og gaddavírinn tæta í sundur viðkvæman skrokk vélarinnar sem var með byrðing úr þunnum spónaviði og segldúkum.

 

Meðal Bandamanna fékk þetta framtak viðurnefnið „Aspargus Rommels“. Margir staurarnir voru þó settir á kolranga staði því lendingarsvæðin voru yfirleitt nær ströndum en Rommel hafði reiknað með. Á innrásardaginn olli Aspargus Rommels því einungis lítilvægum skaða.

Geyr von Schweppenburg og skriðdrekar hans voru seint og um síðir færðir undir stjórn Rommels þann 7. júní. En gagnárásin var endanlega blásin af. Jafnvel nálægustu skriðdrekasveitir voru í meira en 100 km fjarlægð frá ströndinni og flugvélar Bandamanna vörpuðu miskunnarlaust sprengjum á bryndrekana.

 

Nokkrar veikburða herdeildir náðu loksins fram þann 9. júní en þar mætti þeim mikil mótspyrna sem stöðvaði för þeirra. Daginn eftir jöfnuðu óvinaflugvélar meira að segja aðalstöðvar von Schweppenburgs við jörðu.

 

„Það var kaldhæðni örlaganna að einmitt hann skyldi verða svona illa úti vegna yfirburða Bandamanna í lofti. Hefðbundnar skriðdrekaaðgerðir sem höfðu verið ákaflega skilvirkar í Rússlandi en reyndust haldlausar í Frakklandi, var lexía sem lærðist of seint“, skrifaði Ruge.

 

Rétt eins og Atlantsmúrinn hafði brugðist þá voru áætlanir Geyr von Schweppenburgs einnig í molum.

 

Myndband: Miskunnarlausar árásir úr lofti á Þjóðverja.

Bandamenn höfðu yfirburði í lofti yfir Frakklandi. Þýskar lestir, vörubílar og skriðdrekar voru auðveld bráð.

Eftir því sem fleiri skriðdrekar hans náðu fram þurfti að dreifa þeim til að loka götum sem sífellt opnuðust á vígstöðvunum. Frumkvæðið var hjá Bandamönnum sem á hverjum degi komu fleiri hermönnum í land.

 

Keppt um hylli Hitlers

Hersöfnuður B hjá Rommel lokaði nokkurn veginn brúarsporð Bandamanna af dagana eftir landgönguna. En bardagar í Normandy kostuðu Þjóðverjana alltof mikið mannfall.

 

Óvinaflugvélar köstuðu sér yfir allt sem hreyfðist í dagsljósinu og herskip undan ströndum létu sprengjum rigna niður yfir Þjóðverja. Rommel skrifaði um þetta í skýrslu þann 10. júní.

 

„Allt að 640 fallbyssur eru notaðar gegn okkur. Áhrifin eru svo skelfileg að enga aðgerð er hægt að framkvæma til fullnustu vegna þess hve stórskotaliðið skýtur hratt og dregur langt“.

 

Viku síðar kom Hitler til höfuðstöðva Rommels svo að þeir tveir og von Rundstedt gætu mótað nýja hernaðaráætlun.

Hitler jós gjöfum yfir herforingja sína til þess að kaupa tryggð þeirra.

Rommel vildi losna við Hitler

Árið 1944 var Rommel reiðubúinn að steypa Hitler af stóli en sagnfræðilegar heimildir eru ekki á einu máli um hve langt hann var tilbúinn að ganga.

 

1. Hitler skildi vera drepinn

Þýski hershöfðinginn Heinrich Eberbach var tekinn til fanga af Bandamönnum í ágúst 1944. Þar hleruðu Bretar á trúnaðarsamtöl hans við aðra þýska liðsforingja sem voru í haldi. Þar sagði Eberbach:

„Rommel sagði að það þyrfti að drepa foringjann. Það væri ekkert annað mögulegt. Maðurinn þyrfti að fara“.

 

2. Misráðið tilræði

Sonur Rommels, Manfred sem þá var 15 ára greindi síðar frá því hvað faðir hans hafði sagt um þetta misheppnaða tilræði:

„Tilræðið við Hitler var heimskulegt“.

Þess í stað vildi Rommel ljúka stríðinu með því að gefast upp með allar hersveitir í vestri en sú áætlun varð að engu þegar hann særðist í loftárás.

 

3. Rommel samþykkti tilræðið

Þýskur sagnfræðingur rannsakaði árið 2018 skjöl sem voru skrifuð af Rudolph Hartnam en hann var einn tilræðismanna gegn Hitler. Enginn hafði tekið eftir að í skjölunum er oft talað um fundi með Rommel árið 1944. Síðast í maí skráði Hartnam hjá sér að marskálkurinn hefði lýst yfir fullnum stuðningi við tilræðið.

Hershöfðingjarnir tveir óskuðu eftir því að þýski herinn myndi draga sig til baka og báðu foringjann að heimsækja vígstöðvarnar svo hann gæti fengið betra yfirlit yfir þessar hörmulegu aðstæður.

 

Það þurfti að lokka óvininn lengra inn í landið meðan þýskar herdeildir endurskipulögðu sig, sögðu hershöfðingjarnir. Síðan gætu skriðdrekasveitirnar gert gagnárás – nokkurn veginn það sama og Geyr von Schweppenburg hafði lagt til fyrr á árinu.

 

Rommel sagði síðar við fjölskyldu sína að hann teldi líkurnar á farsælli niðurstöðu hverfandi. En allt væri betra en að halda áfram núverandi kyrrstöðuhernaði.

 

Næsta morgun féll villuráfandi V-1 sprengja nærri höfuðstöðvum Þjóðverja og Hitler flýtti sér þá heim til Þýskalands án þess að gefa nýjar skipanir til herforingja sinna.

 

Síðast í júní gerðu Rommel og Rundstedt nýja tilraun til að útskýra aðstæður fyrir Hitler en foringinn var staðráðinn í því að þýskar herdeildir ættu að verja stöðu sína og varpa óvininum aftur á haf út.

 

Samtalið varð sífellt heiftúðugra og þegar hershöfðingjarnir héldu þaðan burt áttu báðir von á því að missa stöðu sína.

Víða földu Þjóðverjar fallbyssur sínar á bak við tjöld sem áttu að líta út eins og bæir, veiðikofar og hlöður.

Það var þó einungis Von Rundstedt sem var rekinn. Við stöðu hans sem yfirmanns í vestri kom Gunther von Kluge sem sá skjótt að áætlanir Hitlers voru helberir loftkastalar. Þjóðverja í Frakklandi biðu nú miklar skelfingar en Rommel kom ekki til með að upplifa þær hörmungar.

 

Flugvélar Bandamanna skutu Rommel

Á degi hverjum réðust Bandamenn úr lofti á farartæki Þjóðverja og voru stöðugt í leit að vænlegum skotmörkum. Þess vegna lagði til þýskur hershöfðingi sem Rommel heimsótti þann 17. júlí 1944 að hann ætti að skipta á hinum áberandi svarta Horch-herráðsbifreið fyrir öllu hversdagslegra farartæki.

 

Rommel hafnaði þessu – ákvörðun sem átti eftir að hafa miklar afleiðingar í för með sér. Klukkan 16 hélt hann í áttina að höfuðstöðvum sínum.

 

Bílstjórinn keyrði eftir fáförnum sveitavegum með trjám á báðar hliðar og hann þurfti að sveigja frá fjölmörgum brenndum þýskum farartækjum. Eftir nokkurn tíma neyddist hann þó til að fara út á þjóðveginn og bílstjórinn gaf bensínið í botn til að komast sem skjótast í skjól í næsta skógi.

 

En breskir flugmenn höfðu komið auga á bílinn og tvær Spitfire-flugvélar steyptu sér niður og þegar þær voru komnar nærri létu þær skothríðina dynja á bifreiðinni.

Breskar orrustuflugvélar réðust á Rommel í Normandy. Atriðið er í sjónvarpsmyndinni "Rommel" frá 2012.

20 mm skot götuðu bílinn og bílstjórinn varð fyrir einu slíku. Hann féll fram yfir stýrið og bíllinn rakst á tré þannig að Rommel hentist út.

 

„Marskálkurinn lá meðvitundarlaus á jörðinni. Blóð rann úr fjölmörgum sárum í andliti, einkum við augu og munn“, útskýrði einn herráðsforinginn síðar.

 

Rommel hafði brotið höfuðkúpuna. Kjálkinn var einnig brotinn og fjölmörg sár voru í andliti hans eftir sprungna rúðuna. Franskur læknir sem sá áverkana efaðist um að Rommel myndi lifa þetta af.

 

En marskálkurinn barðist fyrir lífi sínu meðan Bandaríkjamenn hófu nú árás sem varð á endanum til þess að vígstöðvar Þjóðverja í Normandy hrundu og brautin til Þýskalands varð greið fyrir Bandamenn.

 

Hefnd Hitlers gegn Rommel

Haustið 1944, meðan Rommel var enn að jafna sig á heimili sínu nærri Bodensee, komu hershöfðingjar frá aðalstöðvum Hitlers óvænt í heimsókn.

Þeir upplýstu Rommel um að nafn hans hefði tengst tilraun Steuffenbergs til að ráða foringjann af dögum í Úlfabælinu nokkrum mánuðum áður.

 

Myndband: Sjáðu Atlantshafsmúrinn sigraðan

Í Normandí var mörgum af virkjum Atlantshafsmúrsins breytt í rjúkandi rústir með skotárásum bandamanna.

Þrátt fyrir að hann hafði samkvæmt rannsókn ekki tekið beinan þátt í ráðabrugginu, hafði Rommel vissulega haft hugmynd um hvað til stóð. Og þar sem hann hafði ekki varað menn við þurfti hann nú að bæta fyrir trúnaðarbrestinn.

 

Handlangarar Hitlers gáfu Rommel þrjá valkosti:

 

Hann gæti reynt að útskýra mál sitt fyrir Hitler eða falið örlög sín dómstóli sem væri mannaður heitustu fylgismönnum Hitlers. Í báðum tilvikum væri dauðadómur óhjákvæmileg niðurstaða. Hefndin myndi auk þess koma niður á öllum nærri Rommel: Herráðinu sem hafði þjónað honum og fjölskyldu hans sem myndi missa allar eignir sínar.

 

Þriðji möguleikinn var að Rommel myndi fremja sjálfsmorð. Kringumstæður varðandi andlát hans yrðu ekki opinberaðar því Hitler vildi ekki láta alla vita að ein helsta stríðshetja nasista hafði sýnt valdaræningjum samúð.

 

Rommel vissi vel hvað hann varð að gera. Hann klæddi sig í einkennisbúning sinn og fylgdi þessum tveimur hershöfðingjum út í bíl þeirra.

Nákvæmlega eins og lofað var, lugu nasistar til um sjálfsmorð Rommels og veittu honum heiðursútför.

Eftir stutta ökuferð þann 14. október 1944 stöðvaði bíllinn á eyðilegum vegi. Rommel fékk blásýruhylki og bílstjórinn yfirgaf bílinn ásamt hershöfðingjunum. Þegar þeir sneru aftur skömmu síðar lá farþegi þeirra lífvana í sæti sínu.

 

Samkvæmt áróðri nasista lést Rommel af þeim meiðslum sem hann hlaut í loftárásinni og fjórum dögum síðar fór útför hans fram með viðhöfn á vegum ríkisins. Þá hafði Atlantsmúrinn fyrir löngu hætt að skipta nokkru máli í stríðinu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Esben Mønster-Kjær

© SEWilco/Public domain,© Bundesarchiv, Bild 101I-718-0149-18A / Jesse / CC-BY-SA 3.0,© Bundesarchiv, Bild 101I-263-1580-06 / Wette / CC-BY-SA 3.0,© Shutterstock,© Frihedsmuseet,© Bundesarchiv, Bild 101I-719-0243-33 / Jesse / CC-BY-SA 3.0,© Claus Lunau/Historie,© United States Coast Guard,© akg-images/Sammlung Foedrowitz,© Bjoertvedt,© Lars Erik Brattås,© Mads Winther/Ritzau Scanpix,© Occupation Archive,© Bundesarchiv, Bild 183-J30702 / Hoffmann / CC-BY-SA 3.0

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

5

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

6

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Í spænsku borgarastyrjöldinni lifði hermaður nokkur það af, líkt og fyrir kraftaverk, að fá byssukúlu gegnum heilann. Eftir þetta gat hermaðurinn lesið dagblöðin á hvolfi. Atburðurinn veitti vísindamönnum nýja innsýn í starfsemi heilans.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is