Náttúran

Hitastig hækkar hratt í Evrópu

Á síðustu þremur áratugum hefur hitastig í Evrópu hækkað tvöfalt hraðar en í nokkrum öðrum heimshluta.

BIRT: 31/05/2023

Ný skýrsla frá alþjóðaveðurstofnuninni WMO og evrópsku loftslagsstofnuninni Copernicus Climate Change Service sýnir að hitastig í Evrópu hefur hækkað tvöfalt á við heimsmeðaltalið á síðustu 30 árum.

 

 

„Í Evrópu sjáum við skýrt hvernig heimurinn hlýnar og þetta minnir okkur á að jafnvel vel undirbúin samfélög eru ekki örugg fyrir öfgum í veðurfari,“ segir aðalritari WMO, Petteri Taalas.

 

Bitnar á hálfri milljón

Samkvæmt skýrslunni hefur hitastig í Evrópu hækkað afar greinilega í Evrópu og að meðaltali um hálfa gráður á áratug á árabilinu 1991-2021.

 

Til samanburðar hækkar meðalhiti á hnettinum um 0,2 gráður á áratug samkvæmt skýrslum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Í júlí 2022 gáfu breskir veðurfræðingar út svokallaða rauða viðvörun þar sem varað var við allt að 40 gráðu hita. Á sama tíma var Hammersmith brú í London vafin inn í filmu til að forðast bráðnun og flugbrautum var lokað vegna yfirborðsskemmda.

Þótt Evrópuríkin ráði yfir betri tækni en flest önnur ríki, eru afleiðingarnar verulegar, t.d. að því er varðar kerfi til að vara íbúa við flóðum með góðum fyrirvara.

 

Vísindamennir sem unnu skýrsluna, segja öfgakennd veðurfyrirbrigði einungis á árinu 2021 hafa bitnað á meira en hálfri milljón manna í Evrópu og valdið hundruðum dauðsfalla. Um 84% veðuröfganna fólust í flóðum og stormveðrum.

 

Ekki bara slæmar fréttir

Í skýrslunni er þó fleira að finna en ótíðindi. Allnokkrum Evrópuríkjum hefur tekist að draga úr losun gróðuhúsalofttegunda. Sérstaklega innan ESB, þar sem losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað um 31% milli áranna 1990 og 2020 og markmið um að minnsta kosti 55% minnkun fyrir árið 2030.

 

Að auki eru Evrópulöndin leiðandi í viðvörunarkerfum sem ná til 75% íbúa landanna. En áskoranirnar eru gríðarlegar, að sögn vísindamannanna.

 

“Hin góða þróun við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á svæðinu verður að halda áfram og bæta enn frekar við. Evrópa getur gegnt lykilhlutverki í því að ná kolefnishlutlausu samfélagi fyrir miðja öldina til að uppfylla skilyrði Parísarsamkomulagsins,” segir frá Petteri Taalas.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is