Hjartslátturinn hamlar viðbragðshraða

Það getur verið slæm hugmynd að setjast við stýrið strax eftir æfingu eða ef þú ert í uppnámi. Þetta eru niðurstöður nýlegrar rannsóknar þar sem vísindamenn mældu hjartslátt tilraunaþátttakenda í ökuhermi.

BIRT: 23/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Ökumenn eiga meira á hættu ef hjartað slær á sama augnabliki og þeir greina óvæntar aðstæður.

 

Þetta sýna nýjar niðurstöður frá Sussexháskóla í Englandi. Vísindamennirnir létu tilraunaþátttakendur fara í sýndarökuferð og mældu hjartsláttinn á meðan.

 

Tilraunaþátttakendur fipuðust oftar

Í herminum birtust óvæntar hindranir, nákvæmlega tímasettar, stundum þannig að hið ófyrirséða birtist um leið og hjartað sló en stundum mitt á milli slaga.

Hjartaslagið

Hjartaslagið dregur hjartavöðvann saman um 60 sinnum á mínútu þegar við erum ekki undir álagi.

Viðbragðshæfnin reyndist minnka mikið þegar hjartað sló og þátttakendum fipaðist oftar.

 

Hjartaslagið er þegar hjartavöðvinn dregst saman og dælir út blóði og þetta hefur greinilega áhrif á margvíslega heilastarfsemi.

Ófyrirséðar aðstæður í umferðinni verða enn hættulegri ef hjarta bílstjórans slær á sama tíma. Hjartaslagið dregur úr viðbragðsflýtinum.

Tilraunir sömu vísindamanna hafa áður sýnt að við finnum minna fyrir sársauka á hjartsláttaraugnablikinu og við eigum líka erfiðara með að muna orð sem lögð eru fyrir okkur á sama augnabliki og hjartað slær.

 

Hár púls getur skapað hættu

Vísindamennirnir eru ekki vissir um ástæðuna en sérstakir viðtakar í stóru æðunum liggja undir grun.

 

Þessir viðtakar virkjast við samdrátt hjartans og senda heilanum boð um blóðþrýstinginn og það gæti virkað truflandi á önnur boð.

 

Þessi rannsókn sýnir kannski að rétt sé að fara varlega á bílnum eftir líkamsrækt eða þegar hjartsláttur er ör af einhverjum ástæðum.

BIRT: 23/04/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.