Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

Einn af hverjum þremur á í basli með að greina í sundur hægri og vinstri og í rauninni er það ekki undarlegt. Þökk sé áttavita getum við ratað með hliðsjón af umhverfinu og höfuðáttunum í landslaginu en hins vegar stríðir það gegn eðli okkar að nota hugtökin hægri og vinstri.

BIRT: 28/02/2023

Við mannfólkið erum oft sjálfhverf. Ekki bara þegar við þurfum að taka ákvarðanir í lífinu, heldur einnig þegar við þurfum að rata í umhverfinu. Þannig er því að minnsta kosti farið í okkar vestrænu menningu þar sem við styðjumst við hugtök á borð við vinstri og hægri til að staðsetja okkur og segja til vegar.

 

Í þeim tilvikum miðum við ætíð við okkur sjálf og þetta getur auðveldlega alið af sér misskilning, t.d. ef við biðjum um kökuna í hægra horni í afgreiðsluborðinu í bakaríi. Hvaða hægra horn eigum við þá við, okkar eða afgreiðslustúlkunnar?

 

Margir foreldrar lenda að sama skapi í basli þegar þeir reyna að kenna börnum sínum muninn á hægri og vinstri og þetta getur reynst börnum erfitt að skilja. Margar svokallaðar frumstæðar þjóðir upplifa hins vegar aldrei þennan vanda. Þeir taka mið af óhagganlegum höfuðáttunum og segja sem dæmi: „Hnífurinn er austan megin við bálið“ eða „Gakktu stuttan spöl í norður“. Þannig eru hlutirnir ávallt skiljanlegir, óháð því hvar viðkomandi er staddur.

Börn, fullorðnir og apar undir smásjánni

Þessi aðferð við að gefa til kynna staðsetningu hefur verið nefnd umhverfismiðuð og segja má að hún einkennist af upprunalegri aðferð mannsins við að rata í umhverfinu, þó svo að nútímamanninum kunni að þykja aðferðin sérkennileg, segir þýski vísindamaðurinn Daniel Haun við Max-Planck mannfræðistofnunina í Leipzig.

 

Daniel Haun hefur rannsakað hvaða aðferðum ýmsar apategundir (górillur, simpansar, bonobo-simpansar og órangútanar) nota til að rata og hefur jafnframt rannsakað aðferðir fjögurra og átta ára gamalla þýskra barna og fullorðinna Hollendinga, svo og fullorðinna meðlima haillom-ættbálksins en um er að ræða veiðimanna- og safnarasamfélag í Namibíu.

 

Daniel Haun innti af hendi margvíslegar tilraunir og reyndist ein þeirra vera fremur einföld en þó einkar gagnleg:

 

Stjórnandi tilraunarinnar setti viðarbút undir nokkra bolla á borði á meðan þátttakendurnir fylgdust með. Þegar tilraunin var gerð með öpum voru reyndar sett vínber undir bollana en þau kunnu aparnir vel að meta.

 

Síðan var þátttakendunum snúið í 180 gráður og þeir leiddir að öðru borði þar sem bollunum var raðað á nákvæmlega sama hátt.

 

Þeir sem horft höfðu í vestur við fyrra borðið litu nú í austur. Spurningin var: Hvaða bolla velja þátttakendurnir á seinna borðinu til að finna viðarbútinn eða vínberið?

Þriðji hver á í erfiðleikum með að greina mun á hægri og vinstri.

Ef reynt er að rata með sjálfhverfum hætti, skiptir snúningurinn engu máli. Þá þarf hluturinn einvörðungu að vera staðsettur með sömu afstöðu til líkama viðkomandi þátttakanda.

 

Dæmi: Ef hluturinn var undir bollanum lengst til vinstri í fremri röð áður en einstaklingurinn sneri sér, þá ber honum að velja bollann lengst til vinstri í fremri röð eftir að hafa snúið sér.

 

Sé hins vegar beitt umhverfismiðaðri aðferð er ekki tekið tillit til staðsetningar líkamans í rýminu. Í þessu tilviki er aðeins um að ræða staðsetningu hlutarins með hliðsjón af umhverfinu, þ.e. höfuðáttunum.

 

Hafi hlutinn því verið að finna lengst til vinstri í fremri röð, þá ættu þeir umhverfismiðuðu að ákveða að velja bollann lengst til hægri í aftari röð eftir að hafa snúið sér. Sá bolli er staðsettur í suðvestur.

Menningarlegt kerfi

Margar af niðurstöðunum komu Daniel Haun alls ekki á óvart.

 

Átta ára gömlu þátttakendurnir og fullorðnu Hollendingarnir hugsuðu út frá sjálfum sér. Fólk af haillom-ættflokknum valdi bollann með hliðsjón af umhverfinu. Aparnir völdu einnig þá aðferð sem tók hliðsjón af höfuðáttunum.

 

Hins vegar kom það Haun og starfsbræðrum hans á óvart að fjögurra ára gömlu þýsku börnin staðsettu sig að sama skapi út frá umhverfinu.

 

Niðurstöðurnar benda til þess að „vinstri-hægri-aðferðin við að rata byggi á menningarkerfi sem foreldrar okkar hafi kennt okkur snemma á lífsleiðinni“, líkt og Haun segir.

 

Þróunarfræðilega hefur maðurinn fyrst staðsett sig og ratað með hliðsjón af umhverfinu og höfuðáttunum og það er einmitt ástæða þess hversu erfitt við eigum með að læra að aðgreina hægri og vinstri.

Við skynjum stefnurnar ólíkt

Sumir spjara sig vel án hægri og vinstri

 

Sjálfhverf rötun:  Í okkar vestrænu menningu beitum við líkamanum sem viðmiði til að staðsetja okkur og rata. Hægri og vinstri færast fyrir bragðið til þegar við snúum okkur. Þessa aðferð við að staðsetja sig nefna vísindamenn sjálfhverfa.

 

Umhverfismiðuð rötun: Margar frumstæðar þjóðir rata ekki með hliðsjón af eigin líkama, heldur miðað við umhverfið og höfuðáttirnar og segja sem dæmi að „hnífurinn sé austan við bálið“. Staðsetningin verður ætíð óbreytt óháð því hvernig líkaminn snýr. Þessa tegund af staðsetningar- og stefnuákvörðun nefna vísindamenn umhverfismiðaða.

Greinin kom fyrst út árið 2022

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: KLAUS WILHELM

Jeremy Yap, Shutterstock

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.