Náttúran

Hvað ef … gos verður í Yellowstone?

Hvers konar eldgoss mætti vænta ef ofureldstöðin undir Yellowstone-þjóðgarðinum tæki að gjósa? Hvaða áhrif hefði það á Bandaríkin og aðra hluta hnattarins?

BIRT: 22/01/2023

Þrisvar sinnum á síðustu 2,1 milljón árum hefur orðið gos í ofureldstöðinni undir bandaríska þjóðgarðinum Yellowstone og í hvert sinn hefur það skilið eftir sig mikil spor.

 

Ef þarna verður aftur gos á næstunni, hefur það áhrif á allan heiminn.

 

Glóandi hraun, aska og eitraðar gastegundir myndu streyma um Montana, Idaho og Wyoming en vikri og ösku rigna yfir afganginn af Bandaríkjunum.

 

Myrkur og kuldi á jörðinni

Dagana eftir ofurgos breiðist hraun út um stór svæði. Jafnframt berast aska og brennisteinn með vindum um háloftin og lækka hitastig á öllum hnettinum.

1. Hraun gæti eytt ríkjum

Á svokölluðu dauðasvæði mun hraun og glóandi gas og aska eyðileggja stór landsvæði. Greiningar á fyrri gosum sýna að hraunið eitt og sér þakti um 340 ferkílómetra svæði.

2. Ösku rignir yfir Bandaríkin

Í nærliggjandi borgum, t.d. Salt Lake City myndar askan metraþykkt lag. Jafnvel New York-ríki á austurströndinni verður fyrir öskufalli sem eyðileggur uppskeru og kemst í lungu fólks.

3. Hnötturinn verður dimmur og kaldur

Út í gufuhvolfið streyma 1.000 rúmmetrar af ösku sem breyta loftslaginu. Geislar sólar eiga erfiðara með að ná í gegn og hitastig lækkar því á heimsvísu.

Askan veldur miklum skaða á húsum og matjurtum ásamt sköddun á lungum þeirra sem anda henni að sér.

 

3.000 km breitt öskuský myrkvar himinninn

Ofureldstöðvar geta losað meira en 1.000 rúmkílómetra af gosefnum og öskukornin berast upp í 30-50 km hæð, tvisvar til fimm sinnum upp yfir flughæð háfleygra farþegaþotna. Þarna upp myndast gríðarlegt öskuský, a.m.k. 3.000 kílómetrar í þvermál.

 

Greiningar á fyrri ofureldgosum sýna að askan dreifist yfir tugi þúsunda ferkílómetra.

LESTU EINNIG

Hið mikla öskuský myrkvar himininn um allan hnöttinn. Jafnframt hefur brennisteinssýra frá gosinu kælandi áhrif með því að endurkasta sólargeislum. Skortur á sólskini leiðir af sér uppskerubrest og hungursneyð í stórum heimshlutum.

 

Hætta á slíku gosi er afar lítil

Til allrar lukku gýs trúlega ekki í Yellowstone á næstunni. Að einungis skuli hafa orðið þar þrjú gos á 2,1 milljón ára sýnir að slíkur atburður er afar sjaldgæfur.

 

Síðasta gos var fyrir 640.000 árum og það tæmdi kvikuhólfin sem nú er hægt og sígandi að bætast í aftur.

 

Vísindamenn meta ástandið þannig að ekki séu nema 0,1% líkur til að ofurgos verði í Yellowstone á 21. öldinni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JONAS MELDAL

© Shutterstock, © Shutterstock & Lotte Fredslund, © Shutterstock & Lotte Fredslund, © Shutterstock & Lotte Fredslund

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is