Hvað er cýtókínastormur?

Mér skilst að ónæmiskerfið geti orðið hættulegra en sjúkdómurinn, þegar það leysir úr læðingi svonefndan cýtókínastorm – en hvað er það og hver er ástæðan?

BIRT: 05/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Ónæmiskerfið getur stundum brugðist svo harkalega við að sjúklingnum stafi meiri ógn af því en sjúkdómnum sem ónæmiskerfið þarf að berjast gegn.

 

Eitt hættulegasta dæmið um ofvirkni ónæmiskerfisins er einmitt cýtókínastormur.

 

Cýtókín eru boðprótín sem líkaminn losar og eru hluti af ónæmiskerfinu. Cýtókínin virkja m.a. mismunandi gerðir hvítra blóðkorna og þau valda þannig sumum sjúkdómseinkennunum, t.d. hita.

 

Cýtókínastormur losnar úr læðingi þegar ónæmiskerfið bregst of harkalega við en of harkaleg viðbrögð verða sjálfstyrkjandi og fara þess vegna úr böndunum. Sumar þeirra frumna sem cýtókínin virkja framleiða nefnilega sjálfar cýtókín.

 

Svo mikið af cýtókínum getur valdið svo miklum bólgum að líkaminn fái lost eða þá að líffæri gefist upp; t.d. geta nýrun eða jafnvel lifrin hætt að starfa og á endanum kostar það sjúklinginn lífið.

Ofvirkt ónæmiskerfi banvænt

Sjálfstyrkjandi offramleiðsla cýtókín-boðefna getur verið banvæn.

Kerfið greinir veiru

Átfrumur og stórkirningar kallast þær frumur sem mynda fremstu varnarlínuna. Þær finna veiruna og hefja baráttuna, m.a. með því að losa cýtókín.

Frumur efla viðbrögðin

Cýtókínin gera ónæmiskerfinu viðvart um að árás sé hafin. Fleiri ónæmisfrumur virkjast og framleiða fleiri cýtókín. Heilbrigður líkami hefur stjórn á magninu.

Cýtókín valda bólgu

Í sumum sjúklingum verður þróunin stjórnlaus og endar í cýtókínastormi. Cýtókínin geta valdið svo ofsafengnum bólgum að sjúklingurinn deyi.

Cýtókínastormur er einkum algengur í tengslum við lungnabólgu sem orsakast af kórónuveirum svo sem Covid-19 eða inflúensu.

 

Reyndar var inflúensufaraldurinn sem kallaðist spænska veikin og herjaði 1918-1920, fyrsti þekkti sjúkdómurinn þar sem cýtókínastormur átti hlut að hárri dánartíðni.

 

Verst varð ástandið í þeirri bylgju sem reis hæst haustið 1918 en þá dó einn af hverjum 40 sem smituðust.

 

Árið 2005 gerðu vísindamenn tilraun til að athuga hvort cýtókínastormur gæti verið meðal ástæðnanna. Þeir smituðu þá hóp makakapa af spænsku veikinni.

 

Niðurstöðurnar voru ótvíræðar: Ónæmiskerfi apanna varð alveg stjórnlaust og aparnir drápust eftir fáeina daga.

BIRT: 05/06/2022

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Eye of Science,© Shutterstock & Lotte Fredslund

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is