Hvað hefur CIA tekið þátt í mörgum valdaránum? 

Eftir síðari heimsstyrjöld fékk CIA það verkefni að efla völd og áhrif Bandaríkjamanna í heiminum – og leyniþjónustan fékk nóg að gera við að velta ríkisstjórnum um koll víðs vegar í heiminum.

BIRT: 18/09/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Í kjölfar síðari heimsstyrjaldar braust Kalda stríðið út – hugmyndafræðilegt stríð milli tveggja af stærstu hernaðarveldum heims, BNA og Sovétríkjunum. Til þess að undirbúa sig fyrir þessa nýju ógn úr austri kom BNA á fót leyniþjónustunni CIA (Central Intelligence Agency) þann 18. september árið 1947.

 

Verkefni CIA fólst í að samhæfa þáverandi leyniþjónustur Bandaríkjamanna til þess að safna saman upplýsingum um erlendar ríkisstjórnir en þó fyrst og fremst Sovétríkin.

 

Auk þess hafði CIA það verkefni að efla völd Bandaríkjamanna erlendis. Það fól í sér að CIA átti að stuðla að því að sem flest lönd myndu halla sér að BNA – á kostnað hinna kommúnísku Sovétríkja.

 

Ein helsta aðferð þeirra til að tryggja að löndum yrði stýrt af valdhöfum sem voru hliðhollir BNA fólst í að hjálpa andkommúnískum flokkum og hjálpa þeim að ná völdum í hinum og þessum löndum.

Nýi keisarinn, Muhammad Reza Pahlavi kom til Írans fáeinum dögum eftir að CIA hafði komið fyrri ríkisstjórn frá völdum í ágúst 1953.

Ekki er ljóst hversu mörgum valdaránum CIA hefur tekið þátt í, enda fer öll starfsemi leyniþjónustunnar fram með mikilli leynd.

 

Upplýst ágiskun er að leyniþjónustan hafi gert milli 80 og 100 tilraunir til að fella valdhafa í mismunandi löndum frá árinu 1947. Samkvæmt bandaríska dagblaðinu Washington Post tók CIA þátt í 72 slíkum í Kalda stríðinu einu saman.

 

Eitt umfangsmesta CIA valdarán átti sér stað í Íran 1953. Þá var lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra, Muhammad Mossadeq velt úr sessi því að hann hafði þjóðnýtt olíuiðnaðinn og þótti horfa of mikið til Sovétríkjanna.

 

Ári síðar fjarlægði CIA forseta Guatemala og síðar hafa Bandaríkjamenn verið að verki í m.a. Sýrlandi, Kongó, Dómíníkanska lýðveldinu, Suður-Víetnam, Brasilíu, Afganistan, Póllandi og fjölmörgum öðrum löndum.

BIRT: 18/09/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © The Guardian

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is