Hvað stóð í fyrsta SMS-inu?

Desemberdag einn árið 1992 sendi forritari nokkur fyrsta SMS sögunnar. Skilaboðin voru ansi stutt en mörkuðu upphaf sögulegrar þróunar.

BIRT: 07/08/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Fyrsta SMS sögunnar var sent þann 3. desember 1992. Innihald skilaboðanna var stutt og laggott: „Merry Christmas“.

 

Sendandinn var 22 ára gamall forritari, Neil Papworth sem var að vinna að þróun þjónustu fyrir stutt skilaboð hjá breska símafyrirtækinu Vodafone – nefnt Short Message System (SMS). 

 

Móttakandinn var forstjóri Vodafone, Richard Jarvis sem gat lesið SMS-skilaboðin á Orbitel 901 farsíma sínum sem vóg meira en tvö kíló.

SMS-ið veitti einkum ungu fólki kost á skjótum, auðveldum og ódýrum samskiptum sín á milli.

SMS-skilaboð voru fyrir yfirmenn

Strax ári seinna setti Nokia farsíma á markað sem gerði eigendum kleift að senda SMS sín á milli en vinsældir smáskilaboðanna sprungu út árið 1999. Það ár var hægt að senda skilaboðin milli símafyrirtækja og á skömmum tíma breiddust þau út eins og eldur um sinu. 

 

Þremur árum síðar var búið að senda meira en 250 milljarða af skilaboðum vítt og breitt um heiminn og SMS hafði þróast í ódýrt og einfalt samskiptakerfi sem einkum ungir nýttu sér.

 

„Árið 1992 var það aðallega hugsað til að senda forstjórum á faraldsfæti skilaboð. Engan grunaði að SMS yrði svona ofboðslega vinsælt fyrirbæri“, sagði Neil Pepworth árið 2012.

BIRT: 07/08/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is