Search

Hvað verður um líkamann eftir jarðarförina?

Hversu hratt fer niðurbrot líkamans af stað eftir dauðann? Hvaða líkamshlutar breytast fyrst og hve langt líður þar til ekkert er eftir nema beinin?

BIRT: 10/09/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Strax hálftíma eftir andlát birtast fyrstu sjáanlegu einkennin, svokallaðir líkblettir sem eru fjólubláleitir flekkir á húðinni.

 

Blettirnir stafa af því að blóðrásin hefur stöðvast og blóðið sígur til þeirra hluta líksins sem snúa niður og litarefni blóðsins, hemóglóbínið, þrengir sér þar út í vefi.

 

Vöðvar stífna og slakna svo aftur

Þremur til fjórum tímum eftir andlátið taka vöðvarnir að stífna. Þetta kallast stirðnun og stafar af því að vöðvunum berst ekki lengur orka. Stirðnunin hverfur eftir fáeina sólarhringa, þegar rotnun hefst fyrir alvöru.

Aðeins beinin verða eftir

Mjúkir líkamsvefir hverfa fljótt fyrir tilverknað örvera eftir að líkið er komið í gröfina. Beinin geta hins vegar haldið sér í mjög langan tíma.

1. Húðliturinn breytist

Saur baktería litar húðina grænleita. Á örfáum dögum verður húðin líka gljúpari og lausari í sér.

2. Kviðurinn þenst út

Bakteríur brjóta niður mjúka vefi og við það losnar gas á borð við metan og ammoníak. Fyrir bragðið þenst kviðarholið.

3. Lirfur éta af líkinu

Eftir 2-3 vikur vegur líkið aðeins 10-20% af upphaflegri vigt – bæði vegna uppgufunar vatns og af því að lirfur og bakteríur nærast á vefjunum.

4. Beinin verða eftir

Bein er erfitt að brjóta niður og í kalkríkum jarðvegi getur tekið hundruð eða jafnvel mörg þúsund ár að leysa þau upp.

Aðeins beinin verða eftir

Mjúkir líkamsvefir hverfa fljótt fyrir tilverknað örvera eftir að líkið er komið í gröfina. Beinin geta hins vegar haldið sér í mjög langan tíma.

1. Húðliturinn breytist

Saur baktería litar húðina grænleita. Á örfáum dögum verður húðin líka gljúpari og lausari í sér.

2. Kviðurinn þenst út

Bakteríur brjóta niður mjúka vefi og við það losnar gas á borð við metan og ammoníak. Fyrir bragðið þenst kviðarholið.

3. Lirfur éta af líkinu

Eftir 2-3 vikur vegur líkið aðeins 10-20% af upphaflegri vigt – bæði vegna uppgufunar vatns og af því að lirfur og bakteríur nærast á vefjunum.

4. Beinin verða eftir

Bein er erfitt að brjóta niður og í kalkríkum jarðvegi getur tekið hundruð eða jafnvel mörg þúsund ár að leysa þau upp.

Þegar líkið hefur verið jarðsett og er ekki lengur í kæli, rotnar það á mun meiri hraða. Bakteríur taka nú að éta líkið innan frá. Við bætast ormar og lirfur og sem líka nærast á líkinu.

 

Líkaminn léttist

Jafnframt gufar vatn upp úr líkinu og það léttist þess vegna. Eftir tvær til þrjár vikur eru innyfli og vöðvar að mestu horfin og á þessu stigi vegur líkið ekki nema 10-20% af upphaflegri þyngd.

 

Eftir þrjá til fjóra mánuði er rotnuninni lokið og ekkert eftir nema beinin. Það fer svo eftir jarðvegi en oft líða margar aldir þar til beinin eru uppleyst að fullu.

 

Kalk í jarðvegi skiptir hér höfuðmáli: Sé jörðin kalksnauð brotna beinin tiltölulega hratt niður en í kalkríkum jarðvegi geta þau varðveist árþúsundum saman.

Tollundmaðurinn er mýrarlík sem ekki hefur rotnað vegna þess að það hefur legið í mjög súrum jarðvegi.

Niðurbrot líkamans er líka háð öðrum umhverfisþáttum. Sé umhverfið mjög þurrt getur líkið þornað og orðið að náttúrulegri múmíu og í mjög súrum jarðvegi getur það varðveist eins og hin vel þekktu mýralík.

BIRT: 10/09/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, Claus Lunau

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is