Hvað verður um mann í lofttómu rúmi?

Hvað myndi gerast með líkamann í lofttæmdu rými?

BIRT: 03/03/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Lofttómt rými er eitthvert mannfjandsamlegasta umhverfi sem hægt er að ímynda sér og það væri svo sannarlega ekki notaleg upplifun að lenda í lofttómu rými.

 

Áhrifin væru þó ekki jafn ógnvænleg og stundum sést í bíómyndum. Maður yrði þrátt fyrir allt við meðvitund í kringum tíu sekúndur og á lífi í allt að eina og hálfa mínútu.

 

Geimfari sem fleygt væri úr geimfari myndi sem sagt ekki springa en gæti hins vegar tútnað dálítið út og vökvi streyma úr líkamsopum og sárum á líkamanum.

 

Sá loftþrýstingur sem við erum vön kallast ein loftþyngd og samsvarar þunganum af einu kílói á hvern fersentimetra á yfirborði líkamans.

 

Þegar djúphafsfiskar lenda í trolli og eru svo hífðir um borð í togara verða áhrifin oft áberandi og fiskurinn getur rifnað í sundur, enda er hann aðlagaður að þrýstingi sem nemur nokkur hundruð loftþyngdum en ofan við yfirborð sjávar er þrýstingurinn aðeins ein loftþyngd.

 

Að því er þrýstinginn varðar er það þess vegna ekki nándar nærri því jafn óhugnanlegt að færa mann eða dýr úr einni loftþyngd niður í núll.

BIRT: 03/03/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.