Nasistar notuðu mótorhjólasveitir á öllum vígstöðvum í síðari heimsstyrjöldinni og þar voru þessar hraðskreiðu sveitir einkum notaðar til að kanna liðsstyrk andstæðingsins.
Mótorhjólin voru sjaldnast ein í förum heldur í fjögurra til fimm manna hópum með vélbyssuskyttu í hliðarvagni. Strax á eftir fylgdu léttir brynvarðir vagnar sem gátu ráðist á óvininn.
SS-hermenn notuðu einnig mótorhjólaeiningar.
Ef mikil mótspyrna mætti þeim mátti senda mótorhjólin án hliðarvagnanna eftir liðsstyrk í formi skriðdreka.
Mótorhjólasveitirnar afgreiddu þó oft málin sjálf eins og t.d. í apríl 1941 þegar SS-liðsforinginn Fritz Klingenberg hertók Belgrad, höfuðborg Serbíu, með sveit mótorhjóla. Hann reisti stóran fána með hakakrossinum við hún, barði niður mannmarga mótspyrnu og hélt borginni þar til liðsstyrkur barst næsta dag.