Hvað vitið þið um mótorhjólasveitir Þjóðverja? 

Alls staðar þar sem nasistar æða fram eru mótorhjólasveitir í fararbroddi. Hlutverk þeirra var að njósna fyrir sveitir skriðdrekanna – en það var alls ekki eina hlutverk þeirra.

BIRT: 20/12/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Nasistar notuðu mótorhjólasveitir á öllum vígstöðvum í síðari heimsstyrjöldinni og þar voru þessar hraðskreiðu sveitir einkum notaðar til að kanna liðsstyrk andstæðingsins.

 

Mótorhjólin voru sjaldnast ein í förum heldur í fjögurra til fimm manna hópum með vélbyssuskyttu í hliðarvagni. Strax á eftir fylgdu léttir brynvarðir vagnar sem gátu ráðist á óvininn. 

SS-hermenn notuðu einnig mótorhjólaeiningar.

Ef mikil mótspyrna mætti þeim mátti senda mótorhjólin án hliðarvagnanna eftir liðsstyrk í formi skriðdreka.

 

Mótorhjólasveitirnar afgreiddu þó oft málin sjálf eins og t.d. í apríl 1941 þegar SS-liðsforinginn Fritz Klingenberg hertók Belgrad, höfuðborg Serbíu, með sveit mótorhjóla. Hann reisti stóran fána með hakakrossinum við hún, barði niður mannmarga mótspyrnu og hélt borginni þar til liðsstyrkur barst næsta dag.

Þýska herlögreglan notaði einnig mótorhjólin í bardaga flokksmanna.

BMW R75 með hliðarvagni

Hámarkshraði: 92 km/klst. á vegum, 42 km/klst. í torfæru

Drægi: 150 km á fullum bensíntanki

Vopn: 7,92/mm vélbyssa með 500 skotum

Fjöldi: Um 18.000 voru framleidd

BIRT: 20/12/2022

HÖFUNDUR: Jannik Petersen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Wikimedia/Cassowary Colorizations. © Bundesarchiv 101I-007-2477-06/Wikimedia. © BPK/Scala archives

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is