Hvaða dýr er hættulegast allra?

Mörg dýr geta verið hættuleg okkur mönnunum, en hvaða dýr deyðir flesta?

BIRT: 09/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Í langflestum dauðsföllum sem stafa af dýrum gegna þau aðeins óbeinu hlutverki.

 

Sem dæmi má geta þess að malaríumýflugan er ábyrg fyrir dauða um það bil 2,5 milljóna manna á ári, sökum þess að sjúkdómurinn smitast með henni.

 

Ef við hins vegar einblínum á dýr sem eru sjálf hættuleg er raunin allt önnur. Mörg dýr sem talin eru vera hættuleg mönnum hafa í raun afskaplega fá dauðsföll á samviskunni.

 

Dæmi um þetta eru hákarlar, sem verða um 30 manns að fjörtjóni á ári hverju á meðan tígrisdýr og önnur stór kattardýr deyða mörg hundruð manns.

 

Hins vegar verma húsdýr annað sæti listans og þar eiga einkum hestar og hundar hlut að máli. Hestar hafa þann leiða ávana að sparka í fólk og traðka á því, þegar þeir verða æstir, og þetta atferli dregur fólk ósjaldan til dauða. Í Bandaríkjunum hafa hestar fleiri dauðsföll á samviskunni en öll önnur dýr samanlagt.

 

Í langefsta sætinu eru þó slöngur.

 

Mottusnákurinn (Echis carinatus) sem lifir víða í Miðausturlöndum og annars staðar í Asíu er talinn draga um 10.000 manns til dauða ár hvert.

BIRT: 09/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is