Hvaða núlifandi dýr hefur breyst minnst?

Vitað er að framþróunin breytir dýrunum, en hvaða dýr hefur breyst minnst?

BIRT: 24/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hugsum okkur dýrategund sem lifir í stöðugu umhverfi og hefur þróað tiltekna æxlun og lifnaðarhætti þar sem breyting á dýrinu fæli ekki í sér aukna möguleika á að fjölga sér eða að komast af, þá getur sú tegund í raun réttri haldist óbreytt í milljónir ára.

 

Það dýr sem þróunarlíffræðingar meta að hafi breyst hvað minnst með tímanum er halakörturækjan, sem er ferskvatnskrabbadýr sem lifir í pyttum um mestallan heim.

 

 

Halakörturækjur eru með þriggja til fimm sentímetra langan skjöld og u.þ.b. 50 fótapör á liðskiptum búknum. Fundist hafa steingerð dýr þessarar tegundar sem eru um 200 milljón ára gömul og líta út nákvæmlega eins og dýrin sem lifa í dag. Líffræðingar kalla halakörturækjur þess vegna dæmi um lifandi steingervinga. Þó svo að þessi umræddu dýr líti út nákvæmlega eins og steingervingarnir þá þykir ósennilegt að engar breytingar hafi orðið á dýrunum. Það eru nefnilega einungis harðir hlutar dýrsins sem varðveitast sem steingervingar, ekki innri líffæri þess og atferlið.

 

Skeifukrabbinn er önnur dýrategund sem virðist hafa yfir að ráða mjög lífvænlegri líkamsbyggingu, því núlifandi skeifukröbbum svipar mjög til 450 milljón ára gamalla steingervinga. Meðal örfárra breytinga á dýrinu má nefna fækkun liða á afturbúknum. Þá hafa skjaldbökur einnig þróast mjög hægt, en skjöldurinn og önnur einkenni dýrsins hafa sést í steingervingum sem eru meira en 200 milljón ára gamlir.

 

BIRT: 24/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is