Hvaða þjóðhöfðingi hefur ríkt skemmst?

Sumarið 1830 hótuðu uppreisnargjarnir Parísarbúar að ráðast á konungshöllina. Karl 10. afsalaði sér völdum og lét syni sínum eftir krúnuna. Sonurinn hafði hins vegar ekki hugsað sér að vera konungur lengur en brýna nauðsyn bæri til.

BIRT: 28/08/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Aðeins 20 mínútur. Þetta var sá tími sem Loðvík 19. réði ríkjum í Frakklandi þegar hann erfði krúnuna eftir föður sinn Karl 10. þann 2. ágúst 1830.

 

Franska konungdæmið var í molum eftir frönsku byltinguna en konungurinn Loðvík 16. hafði verið tekinn af lífi árið 1793.

 

Eftir fall Napóleons endurreistu nokkrir af ættingjum Loðvíks raunar konungdæmið og Karl 10. var krýndur sem konungur Frakklands árið 1824.

 

Stjórnartíð nýja ríkisarfans einkenndist af miklum átökum milli konungsvaldsins annars vegar og máttlítilla lýðveldissinna hins vegar en þeir síðarnefndu vildu velta konunginum úr sessi.

 

Árið 1830 sá Karl 10. sér fært að samþykkja ýmis lög sem m.a. takmörkuðu prentfrelsi og uppleysti þann hluta þingsins sem var honum andsnúinn.

Loðvík 19. ríkti aðeins í 20 mínútur áður en hann afsalaði sér krúnunni.

Eiginkonan vildi verða drottning

Þessar aðgerðir konungsins kölluðu fram mótmæli, þar sem íbúar Parísarborgar reistu götuvirki og réðust til atlögu við herinn.

 

Í lok júlímánaðar árið 1830 höfðu borgararnir tekið völdin í París og ógnuðu með að ráðast til atlögu við höllina þar sem konungurinn dvaldi.

 

Karl 10. sá enga aðra leið út úr ógöngunum en að afsala sér krúnunni og láta syni sínum Loðvíki 19. eftir völdin.

 

Innan við 20 mínútum eftir þetta lýsti Loðvík því hins vegar yfir að hann óskaði ekki eftir að taka við krúnunni.

 

Sagnir herma að Loðvík hafi varið þessum 20 mínútur á að hlýða á röksemdir eiginkonu sinnar sem grátbað hann um að afsala sér ekki konungdæminu.

BIRT: 28/08/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Safari

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is