Hvaðan kemur segulsvið jarðar?

Jörðin er umlukin segulsviði sem verndar okkur fyrir skaðlegri geislun utan úr geimnum, en hvernig myndast það?

BIRT: 19/08/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Jörðin er umlukin segulsviðslínum, hið svokallaða segulsvið, sem verndar okkur gegn hlöðnum ögnum utan úr geimnum. Segulsvið myndast í samspili milli þess fasta og þess fljótandi hluta af kjarna jarðar, þegar fljótandi hlutinn, sem samanstendur af járni og nikkeli, hreyfist.

 

Snúningur jarðar felur í sér fljótandi málmar hreyfast um í iðuköstum sem renna meðfram snúningsöxli jarðar. Meðfram iðuköstunum skapast segulsviðslínur, sem eru nánast lóðréttar nærri pólunum, meðan þeir verða sífellt sveigðari þess lengra frá pólunum sem þær eru.

 

Segulsvið jarðar breytist

Það má segja að segulsvið jarðar minni þannig á segulsviðið sem er í og í kringum venjulega segulstöng – svokallað tvípólasvið.

 

Segulsvið jarðar er langtum óreglulegra heldur en segulsvið slíkrar stangar og það breytist með tímanum.

Fljótandi járn verndar jörðina

Segulsvið jarðar myndast vegna fljótandi járns í kjarna plánetunnar sem skapar segulsviðslínur milli norðurs og suðurs.

1: Málmur rís og fellur

Málmur frá fljótandi ytri kjarna jarðar storknar á yfirborði þess. Ferlið losar orku sem myndar upp- og niðurstreymi í fljótandi málminum.

2: Snúningur skapar iðuköst

Snúningur jarðar verður þess valdandi að upp- og niðurstreymi fljótandi málmsins breytist í iðuköst meðfram lóðréttum öxli jarðar.

3: Segulsvið verndar

Iðuköstin skapa segulsviðslínur, sem stöðva orkuríkar agnir utan úr geimnum. Við pólana þar sem línurnar eru nær lóðréttar rekast agnir í lofthjúpnum á segulsviðslínurnar og mynda norður- og suðurljós.

Segulpóllinn í norðri og segulpóllinn í suðri færast stöðugt til, því fljótandi járnið í kjarnanum finnur nýja farvegi. Frá árinu 1845 hefur segulsviðið auk þess orðið tíu prósentum veikara.

 

Samkvæmt nýjustu tölvulíkönum af iðrum jarðar færist segulsviðið í vesturátt vegna vestlægra strauma í ysta hluta af fljótandi kjarna jarðar.

 

Hins vegar sýna útreikningar að fasti innri kjarninn snýst í austurátt aðeins hraðar en jörðin sjálf.

 

Segulsviðið er holótt

Mælingar sýna að segulsviðslínurnar eru umtalsvert veikari á svæði sem er á stærð við BNA og nær yfir hluta Suður-Ameríku og sunnanvert Atlantshaf.

 

Okkur stafar engin hætta af þessu gati hér niðri á jörðinni, en gervihnettir á sporbrautum sem fara yfir þetta eru óvarðir og verða fyrir geislun frá geimnum, sem getur truflað rafbúnað þeirra.

BIRT: 19/08/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © Claus Lunau

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is