Search

Hvar enduðu frönsku hermennirnir eftir Dunkirk?

Í ,,kraftaverkinu" við Dunkerque var 123.000 frönskum hermönnum bjargað yfir til Bretlands. En hvað varð um þá?

BIRT: 27/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Í maí árið 1940 umkringdu þýskir herir fransk-breska herinn við Dunkirk við strönd Frakklands.

 

53.000 franskir hermenn voru drepnir eða fangelsaðir í orrustunni en í umfangsmestu björgunaraðgerð sögunnar var 340.000 hermönnum, þar af 123.000 Frökkum, bjargað á bátum yfir til Bretlands.

 

Um 100.000 Frakkar voru fluttir til vesturhluta Frakklands þegar í byrjun júní til að styrkja varnir gegn Þjóðverjum.

 

Innan nokkurra daga voru þeir aftur mættir í fremstu víglínu en baráttan varð til einskis og margir þeirra enduðu sem stríðsfangar.

 

Á meðan urðu nýjar björgunaraðgerðir til þess að tala Frakka í Bretlandi náði 80.000, þegar Frakkland gafst upp í lok júlí.

 

Einn frönsku flóttamannanna var Charles de Gaulle herforingi sem ákvað að halda baráttunni áfram.

 

Ásamt 3.000 löndum sínum skipulagði hann Frjálsa franska herinn sem neitaði að viðurkenna uppgjöf Vichi-stjórnarinnar í Frakklandi. Frá Bretlandi héldu þeir áfram að berjast.

 

 Langstærstur hluti frönsku hermananna hafði engan áhuga á boði Gaulles, þar sem Þjóðverjar lofuðu að þeir gætu snúið aftur til baka án þess að verða fangelsaðir.

 

Bretar þurftu að flytja þá til Lissabon en þaðan sneru þeir heim til hins hersetna Frakklands. Einungis fáeinir franskir hermenn óskuðu eftir að berjast áfram eftir ósigurinn 1940.

BIRT: 27/01/2023

HÖFUNDUR: Af Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Photo 12/Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is