Search

Hvar er ,,napalm-stúlkan í dag?

Líf hennar breyttist á örskotsstundu einn júnídag árið 1972 þegar Phan Thi Kim Phuc varð eitt frægasta fórnarlamb Víetnamstríðsins. Í dag helgar hún líf sitt stríðshrjáðum börun.

BIRT: 17/08/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Phan Thi Kim Phuc var aðeins níu ára gömul þegar veikburða líkami hennar og skelfingu lostið andlit urðu tákn fyrir grimmd Víetnamstríðsins. Þann 8. júní 1972 var Kim Phuc með fjölskyldu sinni í litlu þorpi þegar suður-víetnamskar flugvélar vörpuðu napalmsprengjum á bæinn.

 

Svæðið hafði áður verið hernumið af norður-víetnömskum hersveitum og virðist suður-víetnamski flugherinn hafa talið óbreytta borgara vera óvinahermenn og hóf árás.

 

Napalm sprengjurnar drápu fjölda almennra borgara en Kim Phuc hlaut þriðja stigs brunasár á líkama sínum.

 

Hún lifir ekki af

Þetta skelfilega augnablik var fangað af ljósmyndaranum Nick Ut og sett á forsíðu New York Times daginn eftir. Eftir að hafa tekið þessa frægu mynd aðstoðaði Ut við að koma slösuðu börnin á sjúkrahús í Saigon, þar sem læknar töldu að Kim Phuc myndi ekki lifa áverka sína.

 

Eftir 17 aðgerðir og 14 mánuði á sjúkrahúsi gat Kim Phuc, þvert á spár læknana, og snúið aftur heim – að vísu við svo mikinn sársauka að hún íhugaði sjálfsvíg nokkrum sinnum.

Kim Phuc var aðeins níu ára þegar hún upplifði hrylling Víetnamstríðsins á eigin skinni.

Hefur helgað líf sitt stríðshrjáðum börnum

Í millilendingu á leið sinni til Moskvu árið 1991 sótti Kim Phuc um hæli í Kanada – þar sem hún fékk dvalarleyfi. Alla tíð síðan hefur hún búið í Kanada þar sem hún stofnaði samtök sem m.a. bjóða börnum frá átakasvæðum læknis- og sálfræðiaðstoð.

 

Hún hefur hlotið fjölda verðlauna, verið útnefnd velvildarsendiherra UNESCO og hlotið hin virtu Dresden-friðarverðlaun fyrir störf sín í þágu stríðshrjáðra barna.

 

Í júní 2022 – 50 árum eftir napalmárásina – fékk Kim Phuc síðustu leysermeðferðina sína frá sérfræðilækni sínum.

BIRT: 17/08/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Nick Ut/AP

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is