Lifandi Saga

Hve lengi hefur íþróttafólk tekið inn ólögleg efni? 

Sveppir, jurtir og dýraeistu – frá fornu fari hefur íþróttafólk reynt margvísleg efni til að bæta frammistöðu sína og ná þannig forskoti á keppinautana.

BIRT: 13/07/2023

Menn hafa notað örvandi efni alveg frá því að þeir tóku að stunda íþróttir. Þegar á ólympíuleikunum í fornöld fyrir um 2.700 árum neyttu íþróttamenn mismunandi fæðu og tóku inn mixtúrur sem áttu að gefa þeim forskot gagnvart keppinautum.

 

Meðal vinsælustu efnanna voru eistu nauta. Að sögn áttu nautseistun að auka karlmennsku íþróttamannanna, styrkja þá og gera sérhvern mann „hugrakkan og sterkan eins og villta skepnu“, eins og gríski læknirinn Aretaios ritaði.

 

Sveppir og mismunandi „töfrablöndur“ úr jurtum voru einnig notaðar til að auka þol og hækka sársaukaþröskuldinn. Samkvæmt gríska rithöfundinum Fílóstratosi frá Lemmos hjálpuðu læknar þess tíma gjarnan við að búa til slík meðöl.

Thomas Hitts (nr. 20) vann maraþonhlaupið á ÓL árið 1904 á blöndu af brennivíni og strykníni.

Efnin bönnuð árið 1968

Á síðari tímum var notkun slíkra efna nokkur á 19. öld þegar miklir íþróttaleikar tóku að festa sig í sessi.

 

Ein vinsælasta greinin var kappganga þar sem þátttakendur áttu að leggja að baki mörg hundruð kílómetra á nokkrum dögum. Að sögn tók Abraham Wood inn mixtúru af ópíum til að halda sér vakandi árið 1807 í von um að koma í mark á undan keppinautnum.

 

Fyrsta sex daga keppnin á reiðhjólum krafðist mikils þols og hjólakapparnir tóku m.a. inn nítróglyserin til þess að auka styrk sinn og úthald. Önnur vinsæl efni voru alkóhól og taugaeitrið stryknín.

 

Hættan við þetta var fyrir alvöru sýnileg þegar fyrsti keppandinn lést árið 1892. Þá dó hinn 27 ára gamli hjólreiðamaður Arthur Linton skyndilega nokkrum mánuðum eftir að hafa unnið reiðhjólakeppnina Paris-Bordeaux. Orsökin var of mikill skammtur af efninu efedríni.

 

Þrátt fyrir fleiri dauðsföll var notkun slíkra efna fyrst bönnuð af Alþjóðlegu ólympíunefndinni árið 1968.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Missouri History Museum

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is