Tækni

Hvenær fengum við fyrst rafmagn frá kjarnorkuveri?

Í seinni heimsstyrjöld kepptust vísindamenn við að þróa kjarnorku fyrir gjöreyðingarvopn. Að stríðinu loknu fóru þeir að beina augum að friðsamlegri tilgangi kjarnorkunnar.

BIRT: 01/07/2023

Fjórar rafmagnsperur. Svo mikil var raforkan sem tókst að framleiða í bandaríska kjarnakljúfinum, EBR, hinn 20. desember 1951.

 

Fyrst í stað reyndist rafmagnsframleiðslan vera af afar skornum skammti en brátt urðu vísindamenn færir um að framleiða svo mikla raforku að þeir gátu lýst upp allt kjarnorkuverið í eyðimörkinni í Idaho í Bandaríkjunum.

 

Hugmyndin að því að framleiða rafmagn með kjarnorku nær allt aftur til ársins 1932 þegar eðlisfræðingurinn Ernest Rutherford komst að raun um að gífurlegt magn orku losnar úr læðingi þegar liþíum-atóm sundrast.

 

Virtir eðlisfræðingar á borð við Albert Einstein og Niels Bohr höfðu þó efasemdir um að hægt yrði að beisla svo mikla orku og nota í t.d. rafmagnsframleiðslu. Engu að síður var heill her eðlisfræðinga að störfum við það að beisla kjarnorku á árunum upp úr 1930.

 

Einn þessara manna var Þjóðverjinn Otto Hahn sem uppgötvaði árið 1938 að sundrun úrans leysir úr læðingi svo mikla orku að hún er milljónfalt meiri en gerist við hefðbundinn bruna. Í Bandaríkjunum leiddi þessi nýja uppgötvun til þess að reistir voru nokkrir kjarnaofnar sem framleiddu fyrst og fremst plútón fyrir kjarnavopnaframleiðslu landsins.

Fjögur verstu kjarnorkuslysin

Örfá alvarleg kjarnorkuslys hafa haft skelfileg áhrif á mannslíf og efnahag. Umfang kjarnorkuslysa er mælt á svokölluðum INES-kvarða sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin ákvarðar. Kvarðanum er skipt í átta þrep á bilinu 0 til 7 og telst 7 vera alvarlegasta slysið.

4. Windscale-slysið

Árið: 1957

 

Land: Stóra-Bretland

 

INES: 5

 

Hinn 10. október árið 1957 kom upp eldur sem logaði í þrjá sólarhringa í kjarnorkuveri í borginni Windscale í Norður-Englandi, þar sem framleitt var plúton fyrir bresk kjarnorkuvopn. Slysið hafði í för með sér geislavirk ský sem bárust yfir meginland Evrópu og geta hafa orsakað mörg hundruð krabbameinstilfelli. Það var ekki fyrr en 30 árum síðar að yfirvöld viðurkenndu að öryggismál hafi verið í ólestri.

3. Kysjtym-slysið

Árið: 1957

 

Land: Sovétríkin

 

INES: 6

 

Eitt versta kjarnorkuslysið átti sér stað í Mayak-verinu í grennd við borgina Kysjtym, þar sem Sovétmenn framleiddu plúton fyrir kjarnavopn. Ástæðuna mátti rekja til leka í kælikerfinu en ekki hafði verið gert við hann í heilt ár. Afleiðingin var gífurleg sprenging sem olli því að geislavirkt efni þeyttist í allar áttir í 300 km radíus. Þeir 10.000 íbúar sem bjuggu á svæðinu voru ekki fluttir á brott fyrr en heilli viku síðar.

2. Fukushima I-slysin

Árið: 2011

 

Land: Japan

 

INES: 7

 

Hinn 11. mars 2011 olli einkar snarpur jarðskjálfti í Japan því að 15 m há flóðbylgja myndaðist með þeim afleiðingum að straumrof varð. Sprengingar urðu í þremur kjarnaofnum í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu og þeir bráðnuðu að mestu leyti. Ekki er vitað hve margir létust en flytja þurfti allt að 200.000 Japana í neyðarbúðir.

1. Tjernóbyl-slysið

Árið: 1986

 

Land: Sovétríkin

 

INES: 7

 

Kjarnorkuslysið í Tjernóbyl er hræðilegasta kjarnorkuslys sögunnar en það átti sér stað hinn 26. apríl 1986 þegar sprenging varð í einum kjarnaofninum. Þar sem ofninn var hvorki umlukinn steinsteypu eða stáli myndaðist ský geislavirkra efna sem dreifðist yfir Evrópu. Skelfileg mengun varð í Úkraínu, Rússlandi og Hvíta Rússlandi (Belarús) og flytja þurfti alls 336.000 íbúa á brott.

Að heimsstyrjöldinni lokinni fóru vísindamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Sovétríkjunum í auknum mæli að einblína á notkun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi.

 

Forseti Bandaríkjanna, Dwight D. Eisenhower, vakti í þekktri ræðu athygli á þörfinni fyrir notkun kjarnorku á friðsamlegan hátt, m.a. í framleiðslu á rafmagni.

 

Kjarnakljúfurinn EBR var hinn fyrsti sinnar tegundar þegar hann var tekinn í notkun árið 1951 en Rússar áttu þó heiðurinn af því að hafa opnað fyrsta kjarnorkuverið sem sá fyrir eiginlegri raforku. Þetta var árið 1954 þegar hafist var handa við framleiðslu rafmagns í Obninsk kjarnorkuverinu sem sá borginni Obninsk fyrir raforku.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

United States Department of Energy. U.S Environmental Protection Agency. Steven Duhig. Ecodefense. Digital Globe. Joker345

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is