Hvenær var kveikjarinn fundinn upp?

Fyrstu kveikjararnir slógu í gegn en þurftu svo að gefa eftir fyrir eldspýtunum.

BIRT: 04/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

 

Þegar um árið 1770 var tinnugikks-skammbyssum breytt í einfalda kveikjara.

 

Þeir virkuðu í stórum dráttum eins og mekanísk útgáfa af eldfæri þar sem tinnusteinum var slegið saman til þess að mynda neista sem kveikti í eldfima efninu.

 

Það var síðan fyrst árið 1823 sem Johann Döbereiner fann upp fyrsta almenna kveikjarann sem virkaði með efnaferlum – hinn svonefnda Döbereinersches Feuerzeug.

 

Þýski efnafræðingurinn nýtti sér að það kviknar í vetni þegar það kemst í samband við platínu. Með þessum hætti var mögulegt að skapa eiginlega loga og ekki bara neista.

 

Þess vegna var nýja uppfinningin mun betri en t.d. eldfæri þess tíma og á fáeinum árum höfðu 20.000 kveikjarar selst í Þýskalandi og Englandi.

 

Döbereiner tryggði sér aldrei einkaleyfi á þessari snjöllu uppfinningu sinni en þýski athafnamaðurinn Heinrich Gottfried Piegler sá stórkostlega möguleika í gripnum.

 

Hann lét verksmiðjur sínar fjöldaframleiða kveikjara og er sagður hafa selt um milljón slíka á þriðja tug nítjándu aldar einum saman.

 

Kveikjarar sem byggðu á hönnun Döbereiners voru framleiddir til 1880 þar sem minni og snjallari gerðir komu á markað.

 

Á þessum tíma hafði kveikjarinn þó glatað markaðshlutdeild sinni til öryggiseldspýtna sem urðu ótrúlega vinsælar frá því upp úr 1850.

 

docc88bereiner-illustration

Svona virkaði kveikjari Döbereiner

1. Ysta hólfið inniheldur brennisteinssýru. 

 

2. Brennisteinssýran hvarfast við sínkið í innsta botnlausa hólfinu og myndar þannig vetni.

 

3. Botnlausa hólfið safnar saman vetninu sem þrýstist í átt að ventlinum.

 

4. Þegar ventillinn opnast streymir vetni yfir platínu. Efnin tvö hvarfast og það kviknar í vetninu.

 

BIRT: 04/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is