Lifandi Saga

Hve margir vísindamenn nasista fluttu til Bandaríkjanna?

Bæði Bandaríkjamenn og Sovétmenn fluttu mörg þúsund vísindamenn frá hinu stríðshrjáða Þýskalandi. Wernher von Braun var trúlega þekktastur og lék stórt hlutverk í upphafi bandarískra geimferða.

BIRT: 21/12/2022

Í lok seinni heimsstyrjaldar kepptust Sovétmenn og Bandaríkjamenn um skörpustu vísindamenn nasista Þýskalands. Báðir aðilar vildu umfram allt ná til sín þeim vísindamönnum sem höfðu þróað eldflaugatækni Þjóðverja og skaffað þýska hernum háþróuð vopn.

 

Bandaríkjamenn fóru afar leynt með vísindamannaveiðar sínar en þeir náðu um 1.600 vísindamönnum til Bandaríkjanna. Meðal þeirra voru margir sem síðar komu að þróun bandarískra geimferða.

 

Eitt allra stærsta nafnið var Wernher von Braun. Hann var meðlimur SS-sveitanna og hafði þróað hinar ógnvekjandi V2-eldflaugar fyrir Hitler. Upp úr 1960 varð hann einn af heilunum á bak við Apollo-verkefnið sem kom bandarískum geimförum til tunglsins.

 

Sjáðu Von Braun í miðju valdahringsins:

Í september 1962 sýndi von Braun Kennedy Bandaríkjaforseta geimferðarannsóknamiðstöðina þar sem hann hafði verið gerður að forstjóra.

Wernher von Braun var meðlimur í nasistaflokknum og SS og var einn helsti vísindamaðurinn að baki þróunar þýsku eldflauganna. Eftir stríðið varð hann einn af frumkvöðlum Bandaríkjanna á sviði eldflaugaþróunar. Hann var forstjóri undirdeildar NASA, Marshall Space Flight Center, þar sem hann þróaði Saturn V-eldflaugina sem skaut Apollo 11. til tunglsins.

Von Braun (til hægri) fékk heillaóskaskeyti frá Hitler vegna framlags síns til stríðsins.

Bandaríkjaforsetinn John F. Kennedy dáðist mjög að verkum von Braun og átti vinsamlegt samband við þennan þýska vísindamann.

Varaforsetinn, Lyndon B. Johnson, hafði mikla trú á von Braun og nýtti hann sem náinn ráðgjafa í geimkapphlaupinu eftir að Johnson varð forseti. Strax 1961, átta árum áður en menn stigu fæti á tunglið, stakk von Braun upp á því í bréfi að Bandaríkjamenn sendu menn til tunglsins.

Í september 1962 sýndi von Braun Kennedy Bandaríkjaforseta geimferðarannsóknamiðstöðina þar sem hann hafði verið gerður að forstjóra.

Wernher von Braun var meðlimur í nasistaflokknum og SS og var einn helsti vísindamaðurinn að baki þróunar þýsku eldflauganna. Eftir stríðið varð hann einn af frumkvöðlum Bandaríkjanna á sviði eldflaugaþróunar. Hann var forstjóri undirdeildar NASA, Marshall Space Flight Center, þar sem hann þróaði Saturn V-eldflaugina sem skaut Apollo 11. til tunglsins.

Von Braun (til hægri) fékk heillaóskaskeyti frá Hitler vegna framlags síns til stríðsins.

Bandaríkjaforsetinn John F. Kennedy dáðist mjög að verkum von Braun og átti vinsamlegt samband við þennan þýska vísindamann.

Varaforsetinn, Lyndon B. Johnson, hafði mikla trú á von Braun og nýtti hann sem náinn ráðgjafa í geimkapphlaupinu eftir að Johnson varð forseti. Strax 1961, átta árum áður en menn stigu fæti á tunglið, stakk von Braun upp á því í bréfi að Bandaríkjamenn sendu menn til tunglsins.

Bandaríski herinn gerði sitt besta til að hvítþvo fortíð fanganna, m.a. með því að halda því fram að „nokkrir framúrskarandi vísindamenn og tæknisérfræðingar“ hefðu að eigin frumkvæði komið til Bandaríkjanna til að starfa fyrir hófleg laun.

Í seinni heimsstyrjöld var V2-eldflaugunum beitt gegn óbreyttum borgurum, m.a. í Englandi.

V2-eldflaugar Hitlers komu fyrstu mönnunum til tunglsins

Eitt af tilkomumestu vopnum Hitlers í seinni heimsstyrjöld var V2-eldflaugin sem var fyrsta sprengjueldflaug sögunnar. Eftir stríðið létu Bandaríkjamenn sér ekki nægja að taka vísindamennina sem sköpuðu þetta vopn og flytja þá til Bandaríkjanna, heldur tókst þeim líka að komast yfir mikið af byggingarhlutum eldflaugarinnar.

 

Alls voru 300 lestarvagnar með hreyflum, flaugarhlutum, eldsneyti o.fl. sendir til Bandaríkjanna, þar sem bandarískir vísindamenn biðu ákafir eftir að geta rannsakað nýju tæknina. Það starf ruddi brautina fyrir þá tækni sem síðar kom geimhylkjum á braut og mönnum alla leið til tunglsins.

Staðreyndin var þó sú að margir þýsku vísindamannanna tengdust nasistum náið; t.d. þekkti Wernher von Braun vel til útrýmingarbúðanna og handvaldi þaðan þræla til að vinna við eldflaugaframleiðslu sína.

 

Sovétmönnum var líka vel ágengt. Þeir sendu um 2.200 þýska vísindamenn til Moskvu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

NASA, Imageselect/Shutterstock,© Pictorial Press Ltd/Imageselect,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is