Hitinn í gufubaði er yfirleitt hafður um 90 gráður en vanir gufudýrkendur þola allt upp í 110-120 gráður. En þá eru menn líka komnir að þeim mörkum sem mannslíkaminn þolir.
Heimsmeistaramót í saunasetu var síðast haldið í ágúst 2004 í Finnlandi – hvar annars staðar? Og þá var hitinn einmitt stilltur á 110 gráður.
Sigurvegari í karlaflokki náði að sitja inni í klefanum í 11 mínútur og 45 sekúndur. Hinn mikli hiti í gufubaðinu veldur því að háræðarnar í húðinni víkka og hjartað þarf að dæla af meiri krafti til að koma blóði út í húðina. Þess vegna krefjast gufusetur mikillar orku. Orkunotkunin samsvarar nánar tiltekið nokkuð rösklegri göngu.