Heimshitametið slegið þrisvar í röð

Mánudaginn 3. júlí mældist meðalhiti á hnettinum í fyrsta sinn yfir 17 gráður. Metið var þó slegið strax daginn eftir, jafnað á miðvikudegi og svo slegið aftur á fimmtudegi. Eldra metið var frá 2016.

BIRT: 09/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Þótt fyrstu dagarnir í júlí hafi verið ágætir, auðvitað misgóðir eftir landshlutum, þá hafa hérlendis ekki fallið nein hitamet á þessu sumri.

 

En á heimsvísu féll meðalhitametið hvað eftir annað.

 

Fréttastofan Reuters greindi frá því að samkvæmt útreikningum bandarísku loftslagsspástofnunarinnar hefði meðalhiti á hnettinum mælst 17,01 gráða mánudaginn 3. júlí.

 

Eldra met var frá því í ágúst 2016 þegar mesti meðalhiti á jörðinni mældist 16,92 gráður.

 

Sænska blaðið Dagens Nyheter greindi svo frá því að strax þann 4. júlí hefði meðalhitinn reiknast 17,18 og þann 6. júlí var metið slegið aftur og reiknaðist þá 17,23.

 

Það er meira en heilli gráðu heitara en meðaltalið á árabilinu 1979 til 2000.

 

Loftslagsbreytingar stjórnlausar

Michael Tjernström prófessor í veðurfræði við Stokkhólmsháskóla segir í viðtali við Dagens Nyheter:

 

„Það er áhugavert að þetta skuli vera met á heimsvísu og það er verra en mjög háar hitamælingar nokkra daga í röð á einstökum svæðum, þar eð hitabylgja á einum stað fellur yfirleitt saman við kaldara veður á einhverju öðru svæði.

 

Þegar meðalhitinn á öllum hnettinum, þar með talið suðurhvelinu þar sem nú er vetur, þá segir það okkur miklu meira.“

 

Breska blaðið The Guardian hefur eftir aðalframkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres að loftslagbreytingar séu nú orðnar stjórnlausar („out of control“). Þetta sagði hann reyndar áður en nýjasta metið kom til sögunnar og byggði á því að síðustu sjö dagarnir fram til 5. júlí hefðu verið heitasta vika sögunnar.

 

Reuters skýrir frá því að á mörgum meginlöndum ríki nú óvenju miklir hitar.

 

Langvinn hitabylgja í Kína

Í Kína hefur staðið yfir langvinn hitabylgja og hitinn farið yfir 35 gráður og mörgum löndum í Norður-Afríku hefur hitinn nálgast 50 stig.

 

Friederike Otto sem rannsakar loftslags- og umhverfisbreytingar hjá Imperial College í London segir nýju hitametin valda áhyggjum.

 

„Þetta eru ekki tímamót sem við tökum fagnandi. Þetta er dauðadómur yfir fólki og vistkerfum,“ segir hún við Reuters-fréttastofuna.

 

El Ninjo

Sama fréttastofa greinir frá því áliti vísindamannanna að ástæður hitamatsins séu loftslagsbreytingar ásamt áhrifum veðurfyrirbrigðisins El Ninjo, en El Ninjo hefur einmitt áhrif til hækkunar hitastigs.

 

El Ninjo á sér náttúrulegar orsakir og birtist með óreglulegu millibili þegar yfirborðsvatn sumsstaðar í Kyrrahafi er óvenju heitt.

 

Loftslagssérfræðingurinn Zeke Hausfather hjá Berkeley Earth í Kaliforníu er þeirrar skoðunar nýju hitametin séu aðeins þau fyrstu af mörgum.

 

„Því miður virðist þetta aðeins vera byrjunin á röð nýrra hitameta. Vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda samhliða El Ninjo þrýstir hitanum upp í nýjar hæðir,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir honum

BIRT: 09/07/2023

HÖFUNDUR: /RITZAU/

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is