7.000 ára gamall jökull í Sviss hefur bráðnað eftir hitabylgjur sumarsins og nokkrir aðrir jöklar hafa bráðnað allverulega. Þetta hefur orðið til þess að vísindamenn hafa lokið störfum fyrr en áætlað var vegna þess að þeir hafa engan ís að vinna með.
„Það sem við höfum orðið vitni að er öflugra en nokkuð sem við töldum vera mögulegt,“ segir Matthias Huss, sem er yfirmaður Glamos stofnunarinnar sem rannsakar jökla með aðsetur við tækniháskólann ETH Zurich.
„Rannsóknaráætluninni við Corvatsch-jökulinn verður hætt þar sem enginn ís er eftir til að rannsaka,“ segir Huss.
Gífurlega breyting á landslagi
„Þess vegna getum við ekki gert annað en að pakka saman og fara,“ segir hann.
Vísindamenn við Glamos- áætlunina hafa mælt jökla í Ölpunum í áratugi. Þrjár áætlanir um smærri jökla voru stöðvaðar árið 2019 í Pizolgletscheren, Vadret dal Corvatsch og Schwarzbachfirn.
Huss segir bráðnun íss hafa leitt til gjörbreytts landslags.
“Ísinn, sem þegar var þunnur, er að hverfa víða. Þetta sumar hefur verið mjög erfitt,” segir hann.
Prófessor í loftslagsbreytingum og yfirmaður SDU Climate Cluster Sebastian Mernild er ekki hissa.
“Þetta er þróun sem við höfum séð undanfarna áratugi. Þessir fjallajöklar hörfa vegna hlýrra loftslags, líka á háfjallasvæðum,” segir hann.
LESTU EINNIG
Til lengri tíma litið mun þetta hafa áhrif á vatnsmagn í þeim ám og lækjum sem eru háðir bráðnum ís.
„Þetta mun þýða auknar efnahagslegar afleiðingar fyrir samfélagið,“ segir Sebastian Mernild.
Svipaðar fréttir hafa borist frá Austurríki.
Matthias Huss segir að jökull sem hefur verið þar í þúsundir ára sé nánast alveg horfinn.
„Aðeins smá leifar sjást enn,“ segir hann.