Search

Hvenær fórum við fyrst í stríð? 

Fyrir um 13.500 árum braust út bardagi milli þjóðflokka þar sem nú er Súdan. Bardaginn um takmarkaðar auðlindir þróaðist út í blóðbað þar sem hvorki mönnum, konum né börnum var hlíft.

BIRT: 18/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Manneskjan hefur líklega ævinlega verið afar herská vera en elstu fornleifamenjar um stór og skipuleg átök eru um 13.500 ára gömul.

 

Á sjöunda áratugnum fundu fornleifafræðingar grafreit með jarðneskum leifum 60 manna, kvenna og barna við bakka Nílar í norðurhluta Súdan. Greiningar sem voru gerðar árið 2014 sýndu að 41 af þessu fólki hafði verið drepið með spjóti eða örvum. Sum fórnarlambanna báru ummerki eftir návígi – meðal annars höggáverka á brotnum handleggjum og fótum.

 

Nýjar greiningar frá 2021 sýna enn fremur að vopnin sem voru notuð til að drepa fórnarlömbin voru hönnuð til að valda sem mestum skaða og blóðmissi eins og kostur var.

Blýantarnir sýna hvar örvar hafa lent í beinagrindunum tveimur.

Stríðið stóð yfir í mörg ár

Samkvæmt vísindamönnum hefur þetta ævaforna stríð líkast til staðið milli tveggja þjóðflokka sem börðust um takmarkaðar auðlindir á svæðinu eftir tímabil loftslagsbreytinga og þurrka.

 

Greiningar á beinagrindum sýna augljósan mun á líkamlegum leifum hinna látnu sem hefur fengið vísindamenn til að ætla að sumar beinagrindurnar tilheyri afrískum íbúum staðarins meðan aðrar óþekktum þjóðflokki – líkast til frá Miðausturlöndum.

 

Margt bendir til að átökin hafi staðið yfir í mörg ár þar sem hóparnir tveir réðust hvor á annan mörgum sinnum. Sem dæmi hafa vísindamenn fundið merki um bæði nýleg og gróin sár eftir bardaga á sumum beinagrindum sem getur vísað til þess að ráðist hafi verið á hinn látna mörgum sinnum.

 

„Ofbeldið virðist því miður hafa verið viðvarandi staðreynd og hluti hversdagsins hjá þessu fólki“, segir fornleifafræðingurinn Daniel Antoine við British Museum þar sem beinagrindurnar eru núna varðveittar.

BIRT: 18/01/2023

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Wendorf Archives/British Museum

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is