Hvenær var farið að banna líkamlegar refsingar barna?

Í þúsundir ára var talið eðlilegt að slá börn utan undir – allt til ársins 1979 þegar eitt land tók sig til og bannaði allar líkamlegar refsingar á börnum. Síðan þá hafa 64 önnur lönd fylgt í kjölfarið.

BIRT: 04/03/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

„Börn eiga rétt á umönnun, öryggi og góðu uppeldi. Koma skal fram við hvert barn af virðingu og má ekki beita börn líkamlegri refsingu eða annarri illri meðferð.“

 

Svona var þetta nokkurn vegin orðað árið 1979 þegar Svíþjóð varð fyrsta land heims til að banna hvers kyns líkamlegar refsingar á börnum.

 

Lagabreytingunum var almennt vel tekið en sumir voru ekki hrifnir. Einhverjir stjórnmálamenn bentu á að stór hluti sænskra foreldra yrði nú stimplaður sem glæpamenn. Og trúarhópar vildu meina að nýju lögin væru andstæð kristinni trú.

 

Árið 1982 fór hópur foreldra með kvörtun sína alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir bentu á að bannið væri brot á rétti þeirra til fjölskyldulífs og trúfrelsis. Kærunni var hins vegar vísað frá.

Rassskellingar eru enn leyfðar sem hluti barnauppeldis í flestum löndum heims.

Börn njóta nú verndar í 65 löndum

Þrátt fyrir mótmælin voru lögin samþykkt og yfirvöld hófu mikla herferð til að upplýsa foreldra um nýja tíma – m.a. með bæklingum fyrir barnafjölskyldur og auglýsingum á mjólkurfernum.

 

Í dag eru börn lögvernduð gegn líkamlegum refsingum í 65 löndum. Ísland samþykkti bann árið 2003.

BIRT: 04/03/2023

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Library of Congress

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

FÁÐU AÐGANG AÐ VÍSINDI.IS

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is