„Börn eiga rétt á umönnun, öryggi og góðu uppeldi. Koma skal fram við hvert barn af virðingu og má ekki beita börn líkamlegri refsingu eða annarri illri meðferð.“
Svona var þetta nokkurn vegin orðað árið 1979 þegar Svíþjóð varð fyrsta land heims til að banna hvers kyns líkamlegar refsingar á börnum.
Lagabreytingunum var almennt vel tekið en sumir voru ekki hrifnir. Einhverjir stjórnmálamenn bentu á að stór hluti sænskra foreldra yrði nú stimplaður sem glæpamenn. Og trúarhópar vildu meina að nýju lögin væru andstæð kristinni trú.
Árið 1982 fór hópur foreldra með kvörtun sína alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir bentu á að bannið væri brot á rétti þeirra til fjölskyldulífs og trúfrelsis. Kærunni var hins vegar vísað frá.

Rassskellingar eru enn leyfðar sem hluti barnauppeldis í flestum löndum heims.
Börn njóta nú verndar í 65 löndum
Þrátt fyrir mótmælin voru lögin samþykkt og yfirvöld hófu mikla herferð til að upplýsa foreldra um nýja tíma – m.a. með bæklingum fyrir barnafjölskyldur og auglýsingum á mjólkurfernum.
Í dag eru börn lögvernduð gegn líkamlegum refsingum í 65 löndum. Ísland samþykkti bann árið 2003.