Hvenær byrjuðu menn að reykja?

Sem betur fer eru reykingar á undanhaldi í heiminum en hvenær tók maðurinn upp þennan ósið?

BIRT: 19/07/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Uppruni reykinga liggur einhvers staðar langt að baki í sögunni. Þannig telja vísindamennirnir að menn hafi á forsögulegum tíma andað að sér reyk til að komast í einhvers konar ofskynjunarvímu t.d. í sambandi við trúarathafnir.

 

Það er óvíst hvenær menn tóku að reykja tóbak, en hitt er þó ljóst að indíánar urðu fyrstir til þess, því áður en Kólumbus kom til Ameríku óx tóbaksplantan hvergi nema þar.

 

Elstu fornminjar um tóbaksreykingar eru um 4.700 ára gamlar.

 

Fornleifafræðingar fundu í Kanada reykjarpípu úr steini frá því í kringum 2700 f.Kr. við uppgröft nálægt borginni Alberta.

 

Að vísu eru vísindamennirnir ekki sammála um að hve miklu leyti pípan hafi verið notuð til reykinga. Mun yngri fornleifar fundust á brasilísku eyjunni Marjaó.

 

Hér fundu fornleifafræðingarnir allmargar rörlaga pípur frá því um 1000 f.Kr. og í þessu tilviki eru vísindamennirnir þess fullvissir að pípurnar hafi verið notaðar til tóbaksreykinga.

 

Maya-indíánar í Mexíkó reyktu líka tóbak fyrir meira en 2.000 árum.

 

Tóbaksreykingar bárust til Evrópu eftir að Kólumbus uppgötvaði Ameríku árið 1492. Hann sá indíána reykja tóbak og tók tóbaksplöntuna með sér heim til Evrópu.

 

BIRT: 19/07/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is