Keðjureykjandi amma snéri á lögmann 

Lögmaðurinn Raffrey vonaðist til að krækja sér í íbúð Jeanne Calments á slikk – hann varð fyrir miklum vonbrigðum.

BIRT: 21/06/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þegar lögmaðurinn André-Francois Raffrey fékk árið 1965 hina 90 ára gömlu Jeanne Calmet til að rita undir sölusamning íbúðar hennar virtust þetta vera frábær kaup.

 

Samkvæmt samningnum átti þessi 47 ára gamli lögmaður að borga gömlu konunni 2.500 franka á hverjum mánuði. Á móti átti hann að eignast dýra íbúð hennar í bænum Arles að henni látinni.

 

Þar sem Calment var 90 ára og stórreykingakona að auki, reiknaði Raffrey ekki með að þurfa að bíða lengi. En þar skjátlaðist honum hrapalega.

 

Jeanne Calment lifði áfram í 32 ár áður en hún lést árið 1997 – þá 122 ára gömul. Á þeim tíma hafði Raffrey verið dáinn í tvö ár og fékk hann því aldrei þessa íbúð sem hann hafði um 30 ára skeið borgað fúlgur fjár fyrir.

 

Calment hætti fyrst að reykja sígarettur þegar hún var 117 ára – ekki heilsunnar vegna, heldur vegna þess að hún gat ekki lengur kveikt sjálf á kveikjaranum.

BIRT: 21/06/2023

HÖFUNDUR: AF NIELS-PETER GRANZOW BUSCH

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is