Hvenær var skaðsemi reykinga upgötvað?

Læknar undruðust mjög gríðarlega aukningu á lungnakarabbameini í upphafi 20. aldar. En við nánari rannsókn vísindamanna small allt saman.

BIRT: 04/07/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Í dag deyr yfir ein milljón reykingamanna úr lungnakrabba á hverju ári. En fram á 20. öld var sjúkdómurinn svo sjaldgæfur að fæstir læknar vissu af honum.

 

Sjúklingum fjölgaði hins vegar mjög á fyrstu áratugum 20. aldar eftir því sem reykingamönnum fjölgaði og árið 1912 varð Bretinn Isaac Adler fyrsti læknirinn til að gefa út bók um lungnakrabbamein.

 

Að sögn Adler voru veikindin líklega vegna „tóbaksmisnotkunar“ en hann var óviss og „ekki enn tilbúinn að kveða upp endanlegan dóm“.

 

Þýskur læknir tók af skarið

Dómurinn var kveðinn upp árið 1929 af Þjóðverjanum Fritz Lickint. Hann gaf út ritgerð sem tengdi reykingar tölfræðilega við krabbamein og á þriðja áratugnum gaf hann út nokkrar bækur sem drógu saman allar rannsóknir á tóbaki og komst að þeirri niðurstöðu að reykingar væru án efa orsök krabbameins.

 

Rannsóknir Lickints fengu ekki mikinn hljómgrunn utan Þýskalands og drukknuðu að mestu í valdatöku nasista og seinni heimsstyrjöldinni.

 

Á fimmta áratugnum var Lickints tóku breskir og bandarískir vísindamenn við keflinu og rannsóknir þeirra staðfestu kenningu þýska læknisins.

Vinsælir leikarar sáust oft sígarettuauglýsingum fjórða áratugarins – hér leikkonan Claudette Colbert.

Stjórnmálamenn bætast í baráttuna

Náðarhöggið var svo veitt árið 1964, þegar bandarísk heilbrigðisyfirvöld birtu skýrslu sem hafði greint 7.000 rannsóknir á áhrifum tóbaks á líkamann. Niðurstaðan var skýr: Reykingar leiða til lungnakrabbameins.

 

Þegar öllum vafa var eytt fóru bandarískir stjórnmálamenn að láta til sín taka. Árið 1965 voru sígarettupakkar útbúnir með viðvörunum og fljótlega hófust einnig upplýsingaherferðir, bann við tóbaksauglýsingum í sjónvarpi og takmarkanir á reykingum t.d. í veitingahúsum og flugi.

BIRT: 04/07/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Ladies' Home Journal

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is