Lizzie Magie þróaði árið 1903 fyrirrennara Matadors, spil sem nefnist The Landlords Game – “Leigusalaspilið”.
Hún aðhylltist kenningar hagfræðingsins Henry George, sem ásakaði fasteignaeigendur um að níðast á leigjendum sína. Spilið átti að sanna kenningu hans.
Spilafyrirtækið Parker Brothers afþakkaði tilboð um að gefa út “Leigusalaspilið” og Magie hóf sjálf litla framleiðslu á spilinu í New York.
Myndin sýnir spilaborðið í The Landlords Game - sem Lizzie Magie þróaði sjálf – eins og það leit út árið 1904.
Spilið Monopoly verður til
Orðrómur um hvað “Leigusalaspilið” væri skemmtilegt barst frá háskólunum til annarra bæja. En þá hikaði fólk til ekki við að betrumbæta spilið og fann upp nýjar reglur.
Sölumaðurinn Charles Darrow bjó til afbrigði sem hann kallaði Monopoly um árið 1930.
Parker Brothers voru tilbúnir að framleiða hans spil og fyrirtækið gerði spilið þekkt um heim allan.