Lægsti loftþrýstingur við sjávarmál mældist í auga hitabeltisfellibyls austur af Filippseyjum 12. október 1979.
Loftþrýstingurinn reyndist þá vera aðein 870 hektópasköl (hPa) í auga fellibylsins Tip sem skapaði vindhraða upp á 85 metra á sekúndu.
Til samanburðar eru hitabeltislægðir skilgreindar sem fellibyljir þegar vindhraðinn fer í um 33 m/sek.
Meðalloftþrýstingur við sjávarmál er 1.013 hektópasköl en hæsti loftþrýstingur sem mælst hefur var 1.083 hPa og mældist í Agata í Síberíu 31. desember 1968.
Í Síberíu myndast einmitt best skilyrði fyrir hæðir og þar með háan loftþrýsting.
Hæðum fylgir gjarnan heiðskírt veður og logn eða afar lítill vindur.
Hár loftþrýstingur mælist á veturna og langt frá sjó. Þá nær jörðin að kæla varmageislun frá sólinni og loftið þjappast saman.
Ofar í gufuhvolfinu streymir loft að þegar rúmmál lofts í hæðinni minnkar og þar með verður heildarloftmassinn þyngri og loftþrýstingur um leið hærri.