Allt fram undir lok 17. aldar álitu menn að ljós bærist “samstundis”, en árið 1675 uppgötvaði danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer “bið ljóssins” eins og hann nefndi fyrirbærið.
Rømer komst að því að eftir því sem meiri fjarlægð var milli jarðar og Júpíters, því lengur tók það ljósið frá Io, tungli Júpíters, að ná hingað.
Hann reiknaði út að það tæki ljósið um 22 mínútur að berast um vegalengd sem svaraði til þvermálsins á braut jarðar umhverfis sólina og á grundvelli þessara niðurstaðna mætti áætla hraða ljóssins um 220.000 km á sekúndu.
Nú vitum við að ljósið kemst þessa vegalengd á minna en 17 mínútum og niðurstaða Rømers varðandi ljóshraðann var líka heldur í lægri kantinum. Ljós fer um tómarúm á nákvæmlega 299.792.458 km hraða á sekúndu.