Hver var fyrsti stútur undir stýri?

Aðfaranótt hinn 10. september 1897 vöknuðu Lundúnabúar upp við háværan skell. Bíl hafði verið ekið út af veginum og ökumaðurinn átti eftir að komast á spjöld sögunnar.

BIRT: 30/06/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Leigubílstjórinn George Smith hlaut þann vafasama heiður að vera fyrstur allra tekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Þetta gerðist 10. september árið 1897 þegar George missti stjórn á bifreið sinni og keyrði á hús í London með þeim afleiðingum að vatnsrör sprakk.

 

Þegar hinn 25 ára gamli George Smith steig út úr bílnum sást að hann var greinilega ölvaður. Maðurinn var handtekinn og færður til næstu lögreglustöðvar.

 

Samkvæmt breskum lögum frá árinu 1872 var bannað að stjórna nokkrum „vagni eða gufuvél“ undir áhrifum áfengis. Þegar þarna var komið sögu var enn ekki búið að finna upp áfengismælinn og fyrir vikið gat lögreglan ekki úrskurðað um áfengismagn í blóði Georges.

 

Maðurinn viðurkenndi hins vegar skömmu síðar að hann hefði fengið sér „tvo eða þrjá bjóra“ og lögreglan sleppti honum lausum gegn því að greiða sekt sem nam 25 skildingum sem samsvarar rúmlega sex þúsund krónum á núvirði.

Áreiðanlegur og hentugur áfengismælir leit dagsins ljós á 6. áratug 20. aldar og eftir það gat lögreglan slegið því föstu hvort ökumenn væru undir áhrifum áfengis eður ei.

New York bannaði fyrst ölvunarakstur

Árið 1910 voru samþykkt lög í New York sem bönnuðu ökumönnum að setjast undir stýri væru þeir ölvaðir. Lögregluþjónar borgarinnar áttu hins vegar í mesta basli með að framfylgja lögunum en árið 1936 reyndi vísindamaður nokkur að koma vörðum laganna til aðstoðar. Prófessorinn Rolla Harger fékk einkaleyfi fyrir svokölluðum „Drunkometer“ þetta ár en um var að ræða búnað sem leitt gat í ljós hvort fólk hefði bragðað áfengi.

 

Vélin var hins vegar bæði óhentug og ónákvæm og það var ekki fyrr en 18 árum síðar, þ.e. árið 1954 sem Bandaríkjamaðurinn Robert Borkenstein fann upp fyrsta áfengismælinn sem svipar til þeirra sem notaðir eru í dag.

 

Með mælitæki Borkensteins var unnt að mæla af allnokkurri nákvæmni áfengismagn í loftinu sem við öndum frá okkur. Með þessu litla tæki var lögreglan loks fær um að ákvarða hve mikið áfengi ökumenn hefðu innbyrt.

BIRT: 30/06/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Library of Congress

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is