Fyrstu efnahagsþvingununum var beitt árið 432 f. Kr. þegar leiðtogi Grikklands, Perikles, átti sér þá ósk heitasta að sjá borgríkið Megara þjást.
Megara var staðsett miðja vegu milli Aþenu og Pelópsskagans og gegndi mikilvægu hlutverki fyrir verslun og viðskipti í Grikklandi til forna en íbúar borgarinnar höfðu svikið Aþenubúa með því að gera bandalag við Kórintu og Spörtu sem ógnuðu stöðu Aþenu sem grísks stórveldis.
Perikles hugðist hefna svikanna með grimmilegum hætti en í stað þess að senda á vettvang hermenn og vopn gegn íbúunum datt honum snjallræði í hug.
Óvinir og bandamenn urðu fyrir fjárhagslegu tjóni
Efnahagsþvingunum af ýmsum toga hefur alla tíð verið beitt sem vopni í utanríkismálefnum í því skyni að þvinga einræðisherra og óvinveitt ríki.
Mótmælendur innleiddu viðskiptabann
Árið 1531 bönnuðu einstaka fylki í Sviss sem lutu stjórn mótmælenda, sölu matvæla á borð við hveiti, salt og vín til kaþólskra fylkja, með það fyrir augum að þvinga kaþólikkana til að virða friðarsáttmála frá árinu 1529 sem fól í sér að mótmælendur og kaþólikkar skyldu lifa hverjir innan um aðra, í sátt og samlyndi.
Stöðva skyldi stjórn sem aðhylltist kynþáttahatur
Árið 1986 samþykkti alþjóðasamfélagið víðtækar efnahagsþvinganir gegn Suður-Afríku til að þvinga aðskilnaðarstjórnina að samningaborðinu og flýta fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar en þess má geta að ESB bannaði allan innflutning á járni, stáli og gullmynt frá Suður-Afríku.
Vesturlönd refsa harðstjórn Pútíns
Nú fyrr á árinu 2022 innleiddu Bandaríkin og Evrópusambandið efnahagsþvinganir gegn Rússlandi með það í huga að stöðva innrás Rússa í Úkraínu. Þvinganir þessar bönnuðu m.a. evrópskum fyrirtækjum að eiga í viðskiptum við tiltekna rússneska banka, fyrirtæki og einstaklinga.
Kæfði efnahag óvinarins
Hann fékk samþykki þjóðþingsins fyrir því að innleiða tilskipun, hina svonefndu Megara-tilskipun sem bannaði kaupmönnum frá Megara að sækja markaði í Aþenu og útilokaði þá jafnframt frá öllum höfnum sem lutu stjórn Aþenu.
Slíkri refsingu hafði aldrei verið beitt áður en tilskipunin átti eftir að hafa nákvæmlega þau áhrif sem Perikles hafði vonast eftir: Ört vaxandi efnahagur borgríkisins var kæfður og engum duldist að sérhver önnur borg sem myndi ganga samkeppnisaðilum Aþenu á hönd hlyti sömu örlög.
Pelópsskagastríðið braust út ári eftir að Megara-tilskipunin var samþykkt en það stóð yfir til ársins 404 f. Kr. og gerði það að verkum að Aþena glataði stöðu sinni sem heimsveldi.
Perikles (495–429. f. Kr.) var helsti stjórnmálaskörungur Aþenu og átti stærstan þátt í að breyta Aþenu úr borgríki í heimsveldi.