Lifandi Saga

Hverjir beittu efnahagsþvingunum fyrstir allra?

Efnahagsþvinganir hafa leikið einræðisherra grátt, svo og heilu ríkin og ríkisstjórnirnar, í þúsundir ára en sagan hófst þó með bardaga í Grikklandi til forna.

BIRT: 30/09/2022

Fyrstu efnahagsþvingununum var beitt árið 432 f. Kr. þegar leiðtogi Grikklands, Perikles, átti sér þá ósk heitasta að sjá borgríkið Megara þjást.

 

Megara var staðsett miðja vegu milli Aþenu og Pelópsskagans og gegndi mikilvægu hlutverki fyrir verslun og viðskipti í Grikklandi til forna en íbúar borgarinnar höfðu svikið Aþenubúa með því að gera bandalag við Kórintu og Spörtu sem ógnuðu stöðu Aþenu sem grísks stórveldis.

 

Perikles hugðist hefna svikanna með grimmilegum hætti en í stað þess að senda á vettvang hermenn og vopn gegn íbúunum datt honum snjallræði í hug.

Óvinir og bandamenn urðu fyrir fjárhagslegu tjóni

Efnahagsþvingunum af ýmsum toga hefur alla tíð verið beitt sem vopni í utanríkismálefnum í því skyni að þvinga einræðisherra og óvinveitt ríki.
Mótmælendur innleiddu viðskiptabann

Árið 1531 bönnuðu einstaka fylki í Sviss sem lutu stjórn mótmælenda, sölu matvæla á borð við hveiti, salt og vín til kaþólskra fylkja, með það fyrir augum að þvinga kaþólikkana til að virða friðarsáttmála frá árinu 1529 sem fól í sér að mótmælendur og kaþólikkar skyldu lifa hverjir innan um aðra, í sátt og samlyndi.

Stöðva skyldi stjórn sem aðhylltist kynþáttahatur

Árið 1986 samþykkti alþjóðasamfélagið víðtækar efnahagsþvinganir gegn Suður-Afríku til að þvinga aðskilnaðarstjórnina að samningaborðinu og flýta fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar en þess má geta að ESB bannaði allan innflutning á járni, stáli og gullmynt frá Suður-Afríku.

Vesturlönd refsa harðstjórn Pútíns

Nú fyrr á árinu 2022 innleiddu Bandaríkin og Evrópusambandið efnahagsþvinganir gegn Rússlandi með það í huga að stöðva innrás Rússa í Úkraínu. Þvinganir þessar bönnuðu m.a. evrópskum fyrirtækjum að eiga í viðskiptum við tiltekna rússneska banka, fyrirtæki og einstaklinga.

Kæfði efnahag óvinarins

Hann fékk samþykki þjóðþingsins fyrir því að innleiða tilskipun, hina svonefndu Megara-tilskipun sem bannaði kaupmönnum frá Megara að sækja markaði í Aþenu og útilokaði þá jafnframt frá öllum höfnum sem lutu stjórn Aþenu.

 

Slíkri refsingu hafði aldrei verið beitt áður en tilskipunin átti eftir að hafa nákvæmlega þau áhrif sem Perikles hafði vonast eftir: Ört vaxandi efnahagur borgríkisins var kæfður og engum duldist að sérhver önnur borg sem myndi ganga samkeppnisaðilum Aþenu á hönd hlyti sömu örlög.

 

Pelópsskagastríðið braust út ári eftir að Megara-tilskipunin var samþykkt en það stóð yfir til ársins 404 f. Kr. og gerði það að verkum að Aþena glataði stöðu sinni sem heimsveldi.

Perikles (495–429. f. Kr.) var helsti stjórnmálaskörungur Aþenu og átti stærstan þátt í að breyta Aþenu úr borgríki í heimsveldi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Apergis

© Museum of Fine Arts, Budapest/Wikimedia Commons. © African National Congress Archives. ©Shawshots/Imageselect/Shutterstock/Popperfoto. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Fidel Castro lifði af 638 morðtilraunir og skipulagðar morðaðgerðir

Lifandi Saga

Hvers vegna fær kóngafólk framfærslueyri?

Maðurinn

Geta tvíburar átt tvo ólíka feður?

Lifandi Saga

Hver var Golda Meir?

Lifandi Saga

Andy Warhol: Áhrifavaldur á undan samtímanum

Lifandi Saga

Lafði Díana – síðasti sólarhringurinn 

Jörðin

Matarvenjur þínar hafa sjöfalt meiri áhrif á umhverfið en áður var talið.

Lifandi Saga

Palestínumenn misstu allt: Hörmungarnar miklu

Tækni

Sjálfkeyrandi hlaupahjól skelfdi aðra vegfarendur fyrir meira en 100 árum.

Lifandi Saga

Hvað voru Sirius-sveitirnar á Grænlandi?

Maðurinn

Ný uppgötvun gæti fært sköllóttum hárið aftur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is