Hvernig búa Mentos töflur til goshveri?

Þegar maður setur nokkrar Mentos töflur í sódavatn myndast hár goshver. Hvernig má það vera?

BIRT: 19/09/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Mentos losar mikið magn af CO2

Þegar Mentos-töflur eru settar í sódavatn, losnar eldskjótt um mikið magn af CO2-gasi sem fær sódavatnið til að gjósa eins og tilkomumikill goshver. Mentos eykur nefnilega hraðann á því hvernig loftbólur geta myndast í vökvanum.

 

Þegar CO2 sem er uppleyst í sódavatni á að mynda loftbólur, þarf lítil CO2-loftbóla að vinna á öflugri yfirborðsspennu vatnsins. Til að það geti átt sér stað þarf loftbólan helst að myndast á litlum ójöfnum á innra yfirborði ílátsins eða á óhreinindum í vökvanum.

 

Ef það freyðir óvenjulega mikið í bjór eða sódavatni sem hellt er í glas, getur maður gert ráð fyrir að ílátið sé alveg tandurhreint.

Akasíulím dregur úr yfirborðsspennunni

Mentos-tafla inniheldur margvísleg efni sem lækka yfirborðsspennu vatns. Það er einkum akasíulím sem er unnið úr akasíutrjám sem veldur þessari lækkun.

 

Því lægri sem yfirborðsspenna vatns er, þess auðveldar myndast loftbólur í því. Við bætist að yfirborð Mentos-töflu er hrufótt og ójafnt sem gerir hana afar heppilega til að mynda loftbólur.

Þegar Mantos fer ofan í sódavatn getur myndast margra metra há gossúla

Cola light gefur besta gosið

Maður getur notað alls konar sódavatn en þar sem CO2-magn er breytilegt eftir tegundum og önnur innihaldsefni skipta einnig máli, þá er goskrafturinn misöflugur. Tilraunir sýna að krafurinn er hvað mestur þegar Mentos er sett út í Cola light.

 

Viðlíka tilraunir hafa verið gerðar í mörg ár en segja má að ein slík hafi vakið almenna athygli haustið 2005. Þá setti vísindakynnirinn Steve Spangler upp eina slíka tilraun í vinsælum sjónvarpsþætti. Þáttastjórnandinn varð holdvotur eftir myndarlegt gos og þegar myndskeið af þessu var sett á Netið, fékk það gríðarlegt áhorf.

 

Síðan þá hafa sambærileg atriði verið sýnd margsinnis í sjónvarpi og m.a.s. Wall Street Journal hefur fjallað um fyrirbærið.

 

Hér er myndskeiðið:

BIRT: 19/09/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, Wikimedia Commons

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is