Svona nær slanga ,,fótfestu“
Á jörðu niðri hlykkjast slöngur áfram á aflöngum hreisturskeljum, sem kallaðar eru búkskinnur og tryggja þeim vissa gripfestu, þegar þær skríða upp í tré. Sumar tegundir, svo sem kornsnákur, geta beinlínis lyft búkskinnunum út þannig að fleiri fellingar myndist á kviðnum og nái betri festu við sérhverja ójöfnu.
Notar harmonikkuhreyfingar
Þegar slöngur flytja sig milli greina nota þær eins konar harmonikkuhreyfingu. Fyrst nær slangan þéttu taki með því að vefja framhlutann um grein eða stofn, en síðan tekur hún föstu taki um greinina með halanum og skýtur fremri partinum áfram.
Nýjar rannsóknir sýna að slöngur fara mjög gætilega þegar þær klifra í trjám og nota mun þéttara grip en þær nauðsynlega þyrftu.
Trúlega vilja þær forðast að falla til jarðar og verða þar auðvelt bráð, en það sparar líka orku að þurfa ekki að klifra upp aftur.