Hvernig geta slöngur klifrað?

Slöngur hafa enga útlimi. Hvernig komast þær eiginlega upp í tré?

BIRT: 24/07/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Svona nær slanga ,,fótfestu“

Á jörðu niðri hlykkjast slöngur áfram á aflöngum hreisturskeljum, sem kallaðar eru búkskinnur og tryggja þeim vissa gripfestu, þegar þær skríða upp í tré. Sumar tegundir, svo sem kornsnákur, geta beinlínis lyft búkskinnunum út þannig að fleiri fellingar myndist á kviðnum og nái betri festu við sérhverja ójöfnu.

 

Notar harmonikkuhreyfingar

Þegar slöngur flytja sig milli greina nota þær eins konar harmonikkuhreyfingu. Fyrst nær slangan þéttu taki með því að vefja framhlutann um grein eða stofn, en síðan tekur hún föstu taki um greinina með halanum og skýtur fremri partinum áfram.

 

Nýjar rannsóknir sýna að slöngur fara mjög gætilega þegar þær klifra í trjám og nota mun þéttara grip en þær nauðsynlega þyrftu.

 

Trúlega vilja þær forðast að falla til jarðar og verða þar auðvelt bráð, en það sparar líka orku að þurfa ekki að klifra upp aftur.

1 Slangan hlykkjar sig saman.
2 Því næst skýtur hún frampartinum áfram.
3 Þegar framhlutinn hefur náð festu, dregur slangan afturpartinn yfir.

BIRT: 24/07/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is