Um klukkan 18.30 þann 6. maí 1937 var hið þýska Hindenburg – stærsta loftfar sögunnar – að nálgast landfestamastur í New Jersey, BNA, þegar stórslys á sér stað: Allt í einu skíðlogaði afturhluti loftfarsins og einungis hálfri mínútu síðar var það brunnið upp til agna.
Strax eftir slysið komu bandarísk og þýsk yfirvöld á laggirnar rannsóknarnefndum en þær skiluðu ekki einhlítri niðurstöðu. Því er enn umdeilt hvað það var sem orsakaði óhappið.
35 farþegar og einn verkamaður í flugfarinu létu lífið þegar kviknaði í Hindenburg.
Reipi ástæða brunans
Nú á dögum eru flestir sérfræðingar sammála um að slysið hafi stafað af leka þegar eldfimt vetni streymdi út í skipið. Á sama tíma hafði þrumuveður gengið yfir New Jersey sem hefur aukið hættuna vegna myndunar stöðurafmagns en það getur leitt af sér neista. Einn slíkur neisti kann að hafa myndast þegar áhöfnin kastaði út reipum til að festa loftfarið við mastrið.
Myndband áhugamanns sem kom fyrst í ljós árið 2012 sýnir að áhöfn Hindenburgs kastaði reipi út meðan farartækið var enn hátt á lofti. Samkvæmt sérfræðingum var áhættan á stöðurafmagni ennþá mikil og reipin kunni að hafa kveikt í vetnislekanum.
36 manns létu lífið í slysinu sem átti drjúgan þátt í því að menn hættu að nota loftför en sneru sér í ríkari mæli að flugvélum.