Hversu djúpur er dýpsti hellir jarðarinnar?

Hvar er dýpsti hellir í heimi og hefur hellafræðingum tekist að komast á botn hans?

BIRT: 04/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Dýpsti hellir sem við vitum um er hinn 2212 metra djúpi Verëvkina, staðsettur í Georgíu. Hellirinn uppgötvaðist árið 1968 þegar vísindamenn frá Sovétríkjunum fóru 115 metra niður í hann og komust að því að hann hafði ganga sem teygðu sig enn dýpra.

 

Árið 1983 kannaði rússneskur leiðangur einn af göngunum sem náði niður á 440 metra dýpi.

 

Eftir aldamótin fylgdu í kjölfarið nokkrir leiðangrar, og þá ekki aðeins í Verëvkina heldur einnig í öðrum djúpum hellum sem finnast á svæðinu.

Dýpstu hellar heims finnast í fjallgarðinum á norðvesturhorni Georgíu (gulur hringur), nálægt Svartahafi.

Reyndar eru fjórir dýpstu hellar heims í Georgíu. Næst dýpstur er Krubera-Voronja hellirinn, sem nær 2199 metra undir yfirborð jarðar.

 

Þessi hellir er hins vegar 5,5 kílómetrum lengri en Verëvkina hellirinn, sem þýðir að leiðin niður er almennt ekki eins brött. En brattir hellagangar niður á við eru erfiðir yfirferðar fyrir hellarannsakendur sem þurfa að nota sama búnað og fjallgöngumenn til að ná niður í hellinn og ekki síst upp aftur.

 

Botninum náð árið 2017

Árið 2017 komst rússneskur leiðangur undir forystu Pavels Demidovs á botn Verëvkina, þar sem hellirinn nær jafnvel enn lengra í litlum rangölum. Það er því ekki hægt að útiloka að sumir þeirra leiði til enn meira dýpis.

 

Hellarnir djúpu í Georgíu eru myndaðir af grunnvatni sem í árþúsundir hefur borað sig niður í gegnum kalkríkan jarðveg.

Árþúsunda vatnsflæði hefur sorfið djúp gljúfur í Verëvkina hellinn, og hellafræðingar þurfa að nota fjallgöngubúnað til að komast um.

Við vitum, út frá manngerðum borholum, að grunnvatn getur náð niður á tæplega sjö kílómetra dýpi og því er hugsanlegt að til séu hellar sem ná niður á það dýpi.

BIRT: 04/06/2022

HÖFUNDUR: JENS E. MATTHIESEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock. © Petr Lyubimov

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is