Illræmt sníkjudýr veldur merkilegri hegðun meðal úlfa

Vísindamenn greindu skyndilega mjög greinilega breytt atferli í tilteknum úlfahópi í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.

BIRT: 03/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Örsmátt sníkjudýr, sem talið er að lifi í eins konar dvala í líkama milljóna manna um allan heim, getur breytt hegðun úlfa svo eftir er tekið.

 

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birtist í vísindatímaritinu Nature, en vísindamennirnir hafa fylgst með úlfum í Yellowstone-þjóðgarðinu í heil 26 ár og greint blóðsýni úr dýrunum.

 

Stjórnar hýslinum

Sníkillinn er einfrumungur sem kallast Toxoplasma gondii og er einkum að finna í köttum þar sem hann fjölgar sér í þörmum.

 

Nýir sníklar berast úr kettinum með saur og geta borist í líkama allra dýra með  heitt blóð og lifað þar – þar á meðal í mönnum, svínum, rándýrum og nagdýrum sem verða þá millihýslar sníkilsins.

Sníkillinn Toxoplasma gondii skiptir sér. Hver einfrumungur verður að tveimur nýjum einstaklingum.

Ýmsar eldri rannsóknir hafa sýnt að sníkillinn breytir atferli millihýsils síns og þannig verða t.d. smituð nagdýr áhættusæknari, síður hrædd, árásargjarnari og ekki síst tekur lykt af kattaskít að laða þau að sér.

 

Óttaleysið er talið vera hluti af aðferð sníkilsins við að komast áfram í kattargörn til að fjölga sér. Nú sýnir nýja rannsóknin að sníkillinn hefur sömu áhrif á úlfa, sem þó virðist ekki liggja beint við.

Yfirráðasvæði úlfanna skarast á við púmur, sem er þekktur hýsill T. gondii. Vísindamenn telja að úlfarnir hafi geti smitast af sníklinum - annað hvort með því að éta dauðar púmur eða saur þessa stóra kattar.

Komast efst í goggunaröðina

 

Vísindamennirnir fylgdust með 29 úlfum í þjóðgarðinum og komust að raun um að fjórðungur þeirra var með mótefni gegn T. gondii í blóði og voru því með sníkilinn í sér.

 


Sýktu úlfarnir skáru sig mjög greinilega úr: Þeir voru t.d. áhættusæknari og voru 11 sinnum líklegri en aðrir til að yfirgefa hópinn og finna sér nýtt yfirráðasvæði.

 


Það kom líka á óvart að sýktir úlfar voru 46% líklegri til að verða leiðtogar fyrir úlfahópi.

 


Ástæðan fyrir þessu er óþekkt en vísindamennirnir nefna þann möguleika að sníkillinn kunni að örva testósterónframleiðslu sem eykur árásargirni úlfanna og metorðagirnd, en það hjálpar þeim að ná toppnum í goggunarröðinni.

BIRT: 03/07/2023

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Creative Commons/ Ke Hu and John M. Murray, © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is