Náttúran

Nú á að bjarga sníklunum

Þeir éta fórnarlömb sín innan frá eða láta þau fremja sjálfsmorð. Sníklar þykja viðurstyggileg kvikindi – en þeir eru bráðnauðsynlegir í fæðukeðjunni. Nú á viðamikil rannsókn að forða þeim frá aldauða.

BIRT: 15/06/2023

Á votlendissvæðum meðfram ströndinni í suðurhluta Kaliforníu synda agnarsmáar lirfur sem líkjast sáðfrumum, í leit að hýsli. Þegar killifiskur fer nærri skjótast lirfurnar að fiskinum og þröngva sér í gegnum hann á fullri ferð. Inni í fiskinum ferðast þær með blóðrásinni og taugum upp til heilans sem þær þekja með þúsundum af agnarsmáum blöðrum.

 

Þetta verður til þess að fiskurinn leitar upp að yfirborðinu og spriklar þar en þá aukast verulega líkurnar á því að hann endi í maga ránfugls – einmitt nokkuð sem sníkillinn óskar sér, því þar ætlar hann að koma eggjum sínum fyrir.

 

Þessi yfirtaka sníkilsins á fiskiheilanum er aðeins eitt dæmi um óhugnanlegar aðferðir sníklanna. Engu að síður er stórt alþjóðlegt teymi vísindamanna með bandaríska sérfræðinga í fararbroddi nú að vinna að björgunaráætlun sem er ætlað að vernda heilasníkilinn og þúsundir annarra sníkjudýra.

Viðamikil rannsókn til bjargar sníklum

Vísindamenn þekkja aðeins til um tíundahluta sníkla. Úr þessu á umfangsmikil aðgerð að bæta. Fyrir utan að bera kennsl á sníkla í útrýmingarhættu á verkefnið að fræða okkur um mikilvægi þeirra.

 

1. Gagnasöfnun
Greining á sníklum í mismunandi vistkerfum og kortlagning á DNA og atferli.

 

2. Vinnsla á válista
Raða sníklunum eftir því í hve mikilli hættu þeir eru.

 

3. Lýsing á tegundum
Vísindaleg skilgreining á helmingi allra sníkla.

 

4. Lögbundin vernd
Löggjafar komi með löggjöf sem verndar sníkla.

 

5. Kennsla
Betri menntun fyrir vísindamenn og nemendur um sníkla.

 

6. Áhættugreining
Kortlagning á hvaða tegundir eru í mestri hættu og hvað það er sem veldur því.

 

7. Fræðsla
Upplýsa almenning um hlutverk sníkla í náttúrunni.

Rétt eins og stór hluti af viðkunnanlegri dýrategundum heims eru margir sníklar nefnilega í hættu á að verða aldauða.

 

Og þrátt fyrir að það virðist hið besta mál að vera í heimi án sníkla, getur hvarf þeirra haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi heims og líffræðilegan fjölbreytileika.

 

Þetta verkefni fær samt ekki nægjanlegan fjárhagslegan stuðning. Sníklar standa í skugganum af öðrum áskorunum sem loftslagsbreytingar og minnkandi líffræðileg fjölbreytni er og björgunaráætlun fyrir þessi litlu kvikindi er mögulega það síðasta sem menn einbeita sér að.

 

En sérfræðingarnir sem standa að þessari aðgerð eru sannfærðir um að sníklar séu ómetanleg vopn í baráttunni við mörg önnur vandamál sem náttúran stendur frammi fyrir.

 

Þeir gegna nefnilega lykilhlutverki þegar það kemur að því að halda vistkerfum í sæmilegu jafnvægi. 

 

Allar lífverur eru með sníkla

Sníklar eru lífverur sem lifa ýmist inni í eða utan á annarri lífveru og þurfa á hýsli sínum að halda til að geta lifað af.

 

Sníklar eru allt frá því að vera agnarsmáir eins og t.d. frumdýr, bakteríur og veirur, til dýra eins og orma, lúsa og títa. Plöntur geta einnig verið sníklar, eins og t.d. mistilteinn sem vex á trjám og borar rótum sínum inn í þau til að sjúga í sig næringarríkan vökva.

Loftslagsbreytingar ógna sníklunum

Sníklarnir eru alls staðar í náttúrunni og stærstu hóparnir samanstanda m.a. af lúsum, ormum og títum. Loftslagsbreytingar ógna stórum hluta þeirra sem mun draga úr líffræðilegum fjölbreytileika.

Klóra sig inn í hýsilinn

Sníkjuormar einkennast af trjónu með hvössum göddum sem þeir bora í gegnum líffæri hýsilsins. Þeir þurfa jafnan minnst tvo hýsla. Um 1.400 tegundir hafa verið greindar.

Mítlar lifa á blóði, hári og hársekkjum

Margir mítlar eru sníkjudýr. Þeir lifa utan á hýslum sínum – oftast skordýrum, fuglum og spendýrum – og fá næringu úr blóði, húð, hársekkjum, fiðri og öndunarvegi. Um 4.500 tegundir hafa verið greindar.

Svipuormar éta án kjafts

Svipuormar eru langir þráðlaga ormar. Þeir hafa engan munn en soga til sín næringu úr þörmum hýsilsins. Menn smitast helst af vanelduðu kjötmeti. Meira en 6.000 tegundir hafa verið greindar.

Títur þrútna út af blóði

Skortítur sem eru skyldar köngulóm, geta þrefaldað stærð sína þegar þær sjúga blóð úr hýsli sínum. Þær geta smitað menn með ýmsum sjúkdómum. Um 900 tegundir hafa verið greindar.

Mikill stærðarmunur á hringormum

Hringormar geta verið allt frá því að vera smásæir yfir í eins metra langir. Áætlað er að þeir telji um milljón tegundir í meira en 2.250 hópum og um þriðjungur þeirra eru sníkjudýr.

Lúsin lifir á blóði og úrgangsefnum

Lús er skordýr sem lifir í hári hýsilsins, fiðri eða húð. Sumar nærast á úrgangsefnum húðar, meðan aðrar bíta gat á húðina og drekka blóð. Vitað er um 5.000 mismunandi tegundir lúsa.

Ögður fara á milli hýsla

Þessir litlu og þykku ormar lifa í iðrum hýsla sinna. Aðalhýsillinn er jafnan stærra dýr, þar sem agðan verpir eggjum sínum, meðan millihýsillinn er lítið dýr, oft snigill. Um 24.000 tegundir hafa verið greindar.

Flær bíta gat á húðina

Þessi litlu skordýr sem lifa á fuglum og spendýrum, verða varla stærri en 3 mm. Með hvössum klóm og munnlimum gera þær gat á húðina og sjúga blóð. Um 2.500 flóategundir hafa verið greindar.

Sníklar eiga það sameiginlegt að þeir nýta hýsla sína til þess ýtrasta og hafa yfir að ráða ákaflega snjöllum aðferðum til að smita þá og nærast á þeim.

 

Sumir gelda hýslana, aðrir gabba þá til að breyta atferli sínu og fjölmargir stjórna atferli hýslanna svo að þeir hagi sér eins og sníkillinn óskar.

 

Meðan tilvera sníkla ræðst af hýslinum nýtur hýsillinn engra gæða af sníklinum. Þvert á móti leiða sníklar oft af sér sýkingar og hýsillinn verður veikburða.

 

Sníklarnir hafa þó sjaldnast gagn af því að drepa hýsla sína en ef hýsillinn er smitaður með mörgum sníklum í senn eða er einungis eini milliliðurinn yfir í annan hýsil, getur samlífi þetta endað með dauða hýsilsins.

 

Þetta háttalag er sannarlega óhugnanlegt en hins vegar mjög árangursríkt. Sníklar eru líklega sá hópur dýra sem telur flestar tegundir.

 

Öll vistkerfi jarðar innihalda sníkla og öll önnur dýr jarðar smitast af þeim með einum eða öðrum hætti.

Sníklar eru snillingar í að yfirtaka stjórn á líffærastarfsemi dýra. Sem dæmi getur agða látið frosk mynda aukaútlimi, svo þeir verði ekki eins hreyfanlegir og þá auðveldari bráð fugla sem eru næsta þrep í lífsferli sníkilsins.

Vísindamenn áætla að sníkjudýr séu þannig 30 – 50% af öllum tegundum jarðar. Nákvæm yfirsýn yfir útbreiðslu þeirra er þó ekki til staðar, enda lifa þeir jú einatt inni í öðrum lífverum.

 

Líklega er búið að greina einungis um tíunda hluta sníklategunda enn sem komið er. 

 

Sníklar eru hetjur fæðukeðjunnar

Það blasir við að sníklar geta verið óþægilegir fyrir hýsilinn og að flestir vísindamenn berjist gegn þeim.

 

En þrátt fyrir að sníklar nýti sér hýsla sína og orsaki sjúkdóma í dýrum og mönnum gegna þeir afar mikilvægu hlutverki í vistkerfum hvers konar í hinu stóra samhengi.

 

Sníklar stýra með sínum hætti stofnstærð hýsla sinna og setja í gang eins konar dómínóáhrif sem virka á aðrar tegundir, t.d. náttúruleg rándýr hýsilsins eða bráð hans.

 

Þess vegna hafa þeir mikil áhrif í fæðukeðjunni. Rannsóknir hafa sýnt að 75% af öllum hlekkjum í fæðukeðju náttúrunnar varða sníkla og þrátt fyrir að margir sníklar séu agnarsmáir er samanlagður lífmassi þeirra gríðarlega mikill.

 

Rannsókn á lífmassa tegunda í vistkerfum meðfram ströndum Kaliforníu sýndi þannig að lífmassi sníklanna er meiri heldur en efstu rándýranna í fæðukeðjunni.

Vísindamenn áætla að sníkjudýr séu um 30 – 50% af öllum tegundum jarðar.

Í mörgum vistkerfum eru sníklar mikilvæg fæða fyrir aðrar tegundir. Á eyjunum í Kaliforníuflóa eru mörg rándýr, eins og fjórfætlingar, köngulær og sporðdrekar, allt að helmingi fleiri á þeim stöðum þar sem stofnar strandfugla eru sterkir.

 

Þetta stafaði af því að dýrin éta sníkla sem sitja á fuglunum, einkum lýs og flær. Sömu meginreglu er að finna í hafinu þar sem rækjur og fiskar gæða sér á sníklum sem sníkja á fjölmörgum tegundum.

 

Þegar sníklar enda á matseðlinum er það samt ekki alltaf tilviljun. Í mörgum tilvikum er það reyndar markmið þeirra að vera étnir svo að þeir geti komist inn í annan hýsil og haldið á næsta stig lífsferils síns.

 

Í þessu endamiði hafa þeir þróað ótrúlega margvíslega getu til að stýra hýsli sínum og breyta atferli hans þannig að meiri hætta sé á því að hann verði étinn af rándýri.

 

Á hafsbotni eru rækjur sem dæmi smitaðar af svipuormi sem fær þær til að hreyfa sig örar og eykur þannig hættuna á að skötur éti rækjurnar.

 

Sumir ormar neyða skordýr til að drekkja sjálfum sér, til að ormarnir geti lagt egg sín í vatnið. Og ögður sýkja froska sem fyrir vikið láta sér vaxa auka útlimi en það gerir þá mun óhæfari um að flýja frá rándýrum.

 

Heilasníkill stjórnar fiski

Sum sníkjudýr fara í gegnum flókinn lífsferil sem krefst þess að þau fari milli margra hýsla. Þetta á t.d. við um ögðuna Euhaplorchis californiensis sem líkt og snilldarstjórnandi fær strandfugla, snigla og bardagafiska til að leika saman. Þegar sníkillinn nær til heila fisksins, verður hann auðveld bráð fyrir fuglana og þannig á sníkillinn þátt í að halda stofnstærð fisksins í jafnvægi.

Fugl skítur sníkilseggjum

Sníkjudýrið þroskast í fullvaxna ögðu í þörmum fuglsins sem verpir eggjum. Eggin ganga niður af fuglinum með saur og lenda í tjörnum og votlendissvæðum nærri ströndinni.

Snigill ungar út lirfunum

Leðjusniglar éta saur fuglsins. Inni í sniglunum þroskast eggin og verða að litlum lirfum með hala. Þúsundir slíkra lirfa geta komist út úr sniglunum á degi hverjum.

Sníklar yfirtaka heila fisks

Halalirfurnar þrengja sér í gegnum roð killifisks og ná til æða og tauga og fara til heilans. Þar mynda þær blöðrur sem trufla boðefnaskipti serótóníns og dópamíns í heila fisksins.

Djarfur fiskur endar í maga fugls

Sníkillinn breytir atferli fisksins sem syndir að yfirborðinu og rykkist þar til og frá. Þetta fangar athygli fuglsins og því er 30% líklegra að smitaðir fiskar verði fuglum að bráð.

Fugl skítur sníkilseggjum

Sníkjudýrið þroskast í fullvaxna ögðu í þörmum fuglsins sem verpir eggjum. Eggin ganga niður af fuglinum með saur og lenda í tjörnum og votlendissvæðum nærri ströndinni.

Snigill ungar út lirfunum

Leðjusniglar éta saur fuglsins. Inni í sniglunum þroskast eggin og verða að litlum lirfum með hala. Þúsundir slíkra lirfa geta komist út úr sniglunum á degi hverjum.

Sníklar yfirtaka heila fisks

Halalirfurnar þrengja sér í gegnum roð killifisks og ná til æða og tauga og fara til heilans. Þar mynda þær blöðrur sem trufla boðefnaskipti serótóníns og dópamíns í heila fisksins.

Djarfur fiskur endar í maga fugls

Sníkillinn breytir atferli fisksins sem syndir að yfirborðinu og rykkist þar til og frá. Þetta fangar athygli fuglsins og því er 30% líklegra að smitaðir fiskar verði fuglum að bráð.

Sameiginlegt eiga þessir stjórnsömu sníklar að þeir stjórna stofnstærð hýslanna og þar með einnig þeim rándýrum og bráð sem hýslarnir eiga í höggi við.

 

Án slíkra sníkla til að halda aftur af stofnum annarra dýra gætu sumar tegundir vaxið hömlulaust á kostnað annarra lífvera. Killifiskurinn er t.d. útbreiddasta fiskategundin á votlendissvæðum meðfram ströndum Kaliforníu.

 

Agðan Euhaplorchis californiensis ræðst á heila fiskanna og fær þá til að leita upp að yfirborðinu og upp í gin strandfugla.

 

Þetta kemur í veg fyrir að fiskastofninn vaxi hömlulaust með skelfilegum afleiðingum fyrir gjörvallt vistkerfið. Sníkillinn kemur þannig jafnvægi á fæðukeðjuna sem gagnast bæði bráð fiskanna – litlum rækjum – og fuglunum.

 

 

Aðrir sníklar verka á stofnstærðir með öðrum og ótrúlega skilvirkum hætti. Í stað þess að stýra hýslinum og atferli hans gelda þeir hýsilinn til að nýta sér bolmagn hans og höggva þannig veruleg skörð í framtíðarkynslóðir tegundarinnar. 

 

Pöndur stela athyglinni

Meðan ítrekað er kallað eftir því að bjarga verði dýrum eins og býflugum, tígrisdýrum, fílum og pöndum frá útrýmingu er ekki mikið talað um sníklana.

 

Sumir vísindamenn óttast að þrátt fyrir að sníklar telji hvað flestar tegundir er margt sem ógnar tilveru þeirra. Þúsundir eða milljónir af sníkjudýrum finna fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og minnkandi líffræðilegum fjölbreytileika.

Líffræðingurinn Kevin Lafferty er einn þeirra sem stendur að björgunarverkefninu. Hann hefur m.a. rannsakað ögðuna Euhaplorchis californensis sem ræðst á heila killifiska og breytir atferli þeirra.

Vandinn er að sérfræðingar vita ekki mikið um líf sníklanna né þá heldur hvernig loftslagsbreytingar verka á þá.

 

Sérfræðingar á þessu sviði eru samt ósammála um hvernig sníklar muni bregðast við þessum breytingum. Sumir telja að þeir, rétt eins og stór hluti annarra tegunda hnattarins, séu í mikilli hættu þegar hýslar hverfa einn af öðrum.

 

Aðrir telja að veikburða vistkerfi muni draga úr þrótti margra hýsla og gera þá útsettari fyrir smiti af völdum sníkjudýra.

 

Til að öðlast betri innsýn í hvernig breytingar í fjölbreytileika verka á tegundafjölda sníkla útbjó hópur bandarískra fræðimanna – sem einnig taka þátt í björgunaráætluninni – umfangsmikla tilraun í tjörnum nærri San Fransisco-flóa.

 

Í helmingi tjarnanna komu sérfræðingarnir fyrir fuglahúsum og ýmsu öðru til að laða að fugla. Með þessum hætti var búið að breyta lítillega vistkerfinu og fjölga tegundum.

75 % af öllum hlekkjum í fæðukeðjunni varða sníkla.

Eftir nokkur ár greindu vísindamennirnir fjölbreytileika sníkla í þessum tjörnum. Niðurstaðan var ekki einhlít, því að meðan það fækkaði í nokkrum tegundum vegna aukins fjölbreytileika fugla, döfnuðu aðrar.

 

Vísindamennirnir ályktuðu að breytingar í fjölbreytileika lífvera, t.d. vegna loftslagsbreytinga, muni þannig verka með mismunandi hætti á sníkla – jafnvel meðal tegunda í sama vistkerfi. Þ

 

ví halda hvorar tveggju kenninganna meðal sníklasérfræðinga vatni: Sníklar geta bæði dafnað og þeim einnig hnignað í kjölfar breytinga á fjölbreytileika vistkerfa.

 

Næsta skref er því að finna út hvaða þættir skipta hér helst máli. 

 

Kortleggja á sníklana

Björgunaráætlunin samanstendur af tólf markmiðum sem deilast niður í fjóra meginflokka: Gagnasöfnun, mat á aðsteðjandi hættu, verndun og uppfræðsla og menntun.

 

Eitt mikilvægasta markmiðið er að öðlast betri þekkingu á þessum ótal tegundum. Eitt metnaðarfyllsta markmiðið felst í að vísindamenn beri kennsl á og lýsi vísindalega helmingi allra sníkla hnattarins á næstu tíu árum.

 

Myndskeið: Ormur skríður um í auganu

Fjölmargir óæskilegir sníklar herja á mannfólkið. Einn sá andstyggilegasti er afríski augnaormurinn Loa loa sem berst inn í líkamann með flugnabiti. Ormarnir geta ferðast um undir húðinni í fjölmörg ár, borist til typpis, eistna, geirvarta, nýra, hjarta og jafnvel fram í augað.

Með hliðsjón af því að til þessa hafa einungis verið borin kennsl á um 10% allra tegundanna er þetta gríðarlegt verkefni en ekki ómögulegt. Samkvæmt sérfræðingum þarf bara að forgangsraða innan rannsókna í líffræði.

 

Þegar líffræðingar rannsaka nú líffræðilega fjölbreytni svæða eru sjaldnast sníklar með í þeim reikningi og þessu vilja vísindamennirnir breyta.

 

Auk þess hyggjast þeir safna saman gríðarlegu gagnamagni í stafrænum bókasöfnum, þar sem upplýsingarnar verða aðgengilegri.

 

Þekking á þessum tegundum öllum skiptir grundvallarmáli fyrir björgunaráætlunina. Til að sérfræðingar geti metið hve mikil hætta steðjar að einstökum tegundum og sett þá í gang viðeigandi björgunaraðgerðir, er nauðsynlegt að bera kennsl á og lýsa lífsferli þeirra og hlutverki í vistkerfinu.

10% af öllum sníklum hafa verið kortlögð. Fimmfalda á fjöldann á næsta áratug.

Ein aðferð felst í svokallaðri DNA-strikamerkingu.

 

Aðferð þessi gengur út á að nota einstakt DNA-einkenni tegundar til að vakta hana á tilteknu svæði.

 

Með þessum hætti geta þeir fengið innsýn í hlutverk og lífsferil sníkla með því að greina jarð-, loft- eða vatnssýni og þurfa ekki að fanga dýrin.

 


Þekking á erfðafræði dýranna er einn mikilvægur þáttur til að öðlast skilning á þessum lífverum.

 

Allar upplýsingar verða síðan notaðar til að meta hvaða sníklar eru í mestri hættu og hvaða afleiðingar aldauði þeirra gæti haft í för með sér.

 

Vísindamenn munu einnig vera hæfari til að meta hvort sníklarnir séu í jafn mikilli hættu og hýslar þeirra.

 

Í fyrstu geta aðgerðir sem vernda hýslana þannig einnig hjálpað sníklum; t.d. hvað varðar ögðuna Protofasciola robusta sem dafnar í þörmum fíla en vísindamenn hyggjast einnig innleiða markmiðssettar aðgerðir fyrir sníklana.

 

Til að öðlast yfirsýn varðandi þá hættu sem steðjar að tegundunum verður sníklum raðað á sérstakan válista þar sem lagt er mat á viðgang tegundanna.

 

En áður en björgunarstarfið getur hafist þarf að bæta orðspor sníklanna. Það á m.a. að gerast með meiri kennslu og þjálfun bæði nemenda og vísindamanna í vistfræði og náttúruvernd. En það eru ekki bara lærðir menn sem eiga að þekkja sníklana betur.

LESTU EINNIG

Stefnt er að því að upplýsa almenning betur um hversu magnaðar lífverur sníklarnir eru með aðstoð fjölmiðla.

 

Geri menn sér almennt grein fyrir því hversu miklu máli sníklarnir skipta í fæðukeðjunni verður auðveldara að tryggja viðunandi björgunaraðgerðir. 

 

Sníklar gera menn heilbrigðari

Til að forðast mótspyrnu gegn þessum björgunaraðgerðum hafa sérfræðingar fyrirfram útilokað sníkla sem smita menn.

 

En reyndar bendir margt til þess að hvarf sumra tegunda gæti reynst mönnum dýrkeypt.

 

Rannsóknir hafa t.d. sýnt að sýkingar af völdum sníkla á unga aldri dragi úr líkum á því að viðkomandi þrói með sér sjálfsofnæmi síðar á ævinni.

LESTU EINNIG

Þetta útskýrir hvers vegna við í hinum vestræna heimi, þar sem búið er að draga verulega úr slíkum sýkingum, verðum í auknum mæli fyrir sjálfsofnæmissjúkdómum. Á síðustu tveimur áratugum hafa vísindamenn uppgötvað að sníklar draga úr einkennum eins og t.d. ofnæmi, astma og sýkingum í þörmum.

Sníkjudýr gagnast mönnum

Hvað hýsilinn varðar eru sníklar jafnan óvelkomnir gestir. Sumir sníklar ráðast á menn, þar sem þeir geta valdið margvíslegum þjáningum eins og sullur gerði hér á landi forðum daga. Ný rannsókn sýnir að sníklar geta einnig læknað sjúkdóma, t.d. sýkingar í þörmum og astma.

Svipuormar fyrirbyggja sýkingu í þörmum

Á þeim svæðum heims, þar sem þarmasníklar eru útbreiddir, eru bólgusjúkdómar eins og Crohns-sjúkdómur sjaldgæfir. Nú hafa vísindamenn fundið skýringuna. Ein orsök Crohns-sjúkdóms er skaðleg þarmaflóra. Tilraunir á músum sýna að nærvera svipuorma í þörmunum gerir góðkynja bakteríum kleift að ná undirtökum í baráttunni við þær skaðlegu. Þannig draga svipuormar óbeint úr sýkingum.

Krókormar hreinsa öndunarveginn

Sníkjudýr gætu gagnast í meðferð við astma. Sérfræðingar hafa borið kennsl á prótín sem ormarnir seyta frá sér og lofar góðu. Prótínið AIP-2 dregur bæði úr bólgum og sýkingum í öndunarfærum músa og dregur úr viðbragði ónæmiskerfisins. Það er einmitt ofvirkt ónæmiskerfi sem verður til þess að magna slímmyndun í berklum og lungnablöðrum en það dregur úr loftflæði og skaðar andnauð.

Þessir sjúkdómar eiga það m.a. sameiginlegt að ónæmiskerfi viðkomandi er ofvirkt. Sníklar hafa t.d. þróað með sér aðferðir til að draga úr virkni ónæmiskerfisins með því að seyta efnum sem róa ónæmisfrumurnar og draga úr seytingu á efnum sem geta valdið sýkingum. 

 

Til lengri tíma litið mun heilbrigði lífvera hnattarins versna ef sníklunum er útrýmt. Sníklar eru þannig ekki bara óhugnanleg kvikindi – þeir eru nauðsynlegur hluti af heilbrigðum heimi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

Shutterstock,© David Herasimtschuk,© KENNETH R. WEISS,© Shutterstock & CNRI/SPL & DAVID SCHARF/SPL

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Vinsælast

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

3

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

4

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

5

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

6

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

3

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

4

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

5

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

6

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Maðurinn

Hversu lengi getum við lifað án matar?

Lifandi Saga

,,Kjarnorkusprengjurnar voru ástæða uppgjafar Japana“

Maðurinn

Hvað verður um líkamann eftir jarðarförina?

Maðurinn

Geta siðblindir lifað eðlilegu lífi?

Tækni

Vetnisflugvél fer sína fyrstu mönnuðu ferð

Jörðin

Hvaða eldgos drap flest fólk?

Brostu! Þetta er falin myndavél

Faldir hljóðnemar og útsmognir sjónvarpshrekkir gerðu Allen Funt frægan um gervöll Bandaríkin á sjöunda áratugnum. En þegar hann lenti í raunverulegu flugráni reyndist það vera hálfgerð martröð að vera þekktur prakkari.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is