Jörðin

Jarðskjálftar geta raskað tíma og rúmi

Jarðskjálftar verða þar sem jarðskorpuflekar mætast. Oftast eru þeir hættulausir en öflugustu jarðskjálftar geta fært heilar borgir, truflað snúning jarðar og þannig breytt sólarhringnum um millisekúndur.

BIRT: 17/03/2024

Jarðskjálftinn stóð í tíu mínútur og var að lágmarki 9,5 að stærð.

 

Svo kröftugur var skjálftinn neðanjarðar að hann olli tilfærslu á massa jarðar, jók snúningshraða hnattarins og stytti þar með sólarhringinn um 1,26 millisekúndur.

 

„Það var eins og jörðin hefði breyst í reipi sem Guð almáttugur væri að hrista duglega,“ sagði einn þeirra sem upplifðu skjálftann.

 

Í kjölfar skjálftans mynduðust flóðbylgjur sem sumar náðu 10 metra hæð.

 

Þær fyrstu skullu á ströndum Chile en síðar náðu þær til fjarlægra stranda, svo sem á Hawaii, Filippseyjum og Japan

 

Myndskeið: Jarðskjálfti í Chile myndar risaflóðbylgjur

Tímalína flóðbylgjunnar sem varð í kjölfar öflugs jarðskjálfta í Chile árið 1960. Flóðbylgjan fór yfir Kyrrahafið á nokkur hundruð kílómetra hraða á klukkustund. Yfir tíu metra öldur skullu á land. Eyðileggingin var mest á Hawaii þar sem 61 manns lét lífið og og í Japan þar sem 139 manns létu lífið í flóðbylgjunni.

Hvernig myndast jarðskjálfti?

Nærri 1.700 manns týndu lífi í jarðskjálftanum í Chile 1960, meira en 3.000 slösuðust og ríflega tvær milljónir misstu heimili sín. Því miður var þetta hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem öflugur jarðskjálfti skók Chile.

 

Undan vesturströnd Suður-Ameríku mætast þrír jarðskorpuflekar.

Jarðskorpan samanstendur af sjö stórum jarðskorpuflekum ásamt minni flekum Flestir jarðskjálftar verða þar sem jarðskorpuflekar liggja saman. Skjálftinn verður þegar flekarnir rekast saman, dragast sundur eða núast hvor utan í annan.

Það er á slíkum flekamótum sem jarðskjálftar verða. Skjálftarnir ríða yfir þegar losnar um spennu sem myndast hefur á flekamótum, hvort sem flekarnir rekast saman, dragast sundur eða skríða hvor fram hjá öðrum.

 

Öflugustu skjálftarnir verða þar sem flekarnir rekast saman og hafsbotnsfleki rennur undir meginlandsfleka en slíkir flekar mynda þurrlendi hnattarins.

 

Það er einmitt þannig sem háttar til við vesturströnd Chile.

Þess vegna verða jarðskjálftar

Spenna í jarðskorpunni veldur jarðskjálftum

Flestir jarðskjálftar verða þar sem jarðskorpuflekar liggja saman. Skjálftinn verður þegar flekarnir rekast saman, dragast sundur eða núast hvor utan í annan.

 

Flekar stefna hvor frá öðrum

Fljótandi kvika stígur upp möttulinn og þrýstir flekunum hvorum í sína átt. Skjálftinn verður í jarðskorpunni einhvers staðar frá yfirborði niður á um 10 kílómetra dýpi.

Fleki þrýstist undir annan

Öflugustu skjálftarnir verða þar sem einn jarðskorpufleki þrýstist niður undir annan. Við slíkar aðstæður getur jarðskjálftinn orðið einhvers staðar frá yfirborði niður á um 700 kílómetra dýpi.

Flekar núast saman

Tveir hliðstæðir jarðskorpuflekar sem stefna hvor í sína átt núast hvor utan í annan. Þetta veldur mikilli skjálftahættu. Frægt dæmi um þessar aðstæður er San Andreas-misgengið í Kaliforníu.

Hversu oft verða jarðskjálftar?

Nokkrir af verstu jarðskjálftum síðari tíma hafa orðið á þessu árþúsundi.

 

Mannskæðasti jarðskjálftinn reið yfir Indónesíu árið 2004 og olli flóðbylgju um Indlandshaf sem endaði með því að allt að 230.000 manns létu lífið.

 

Og árið 2010 og 2011 urðu Chile og Japan fyrir einhverjum öflugustu jarðskjálftum síðari tíma sem kostuðu þúsundir mannslífa og ollu gríðarlegri eyðileggingu.

 

Þótt tilfinningin sé að verðum æ oftar fyrir jarðskjálftum, þá er tíðni jarðskjálfta um allan heim nokkuð stöðug – hún er bara mjög breytileg frá ári til árs.

 

Samkvæmt National Earthquake Information Center (NEIC), verða um 20.000 jarðskjálftar á hverju ári. Þetta samsvarar 50 jarðskjálftum á dag.

 

Tölfræðilega séð verður mjög stór jarðskjálfti, sem mælist 8 eða hærri, venjulega á milli 0 og 2 sinnum á ári.

 

Jarðskjálftar yfir 7 verða 10-20 sinnum á ári en skjálftar yfir 6 um það bil 150 sinnum á ári.

Kröftugustu jarðskjálftarnir

Valdvia – Chile, 22. maí  1960

Styrkur: 9,5

Látnir: u.þ.b. 1700

 

Prins William Sound- Alaska  27. mars 1964

Styrkur: 9,2

Látnir: 140

 

Súmatra – Indónesía 26. desember 2004

Styrkur 9,1

Látnir: u.þ.b. 227.000

 

Tohoku, Japan, 11. mars 2011

Styrkur: 9,1

Dauðsföll: ca. 18.000

 

Kamtsjatka, Rússlandi, 4. nóvember 1952

Styrkur: 9,0

Dauðsföll: ca. 2500

 

Stærsti jarðskjálfti á Íslandi

Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er líklega skjálfti á Suðurlandi 14. ágúst árið 1784. hann er talinn hafa verið 7,1 að stærð.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

Shutterstock, Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is