Lifandi Saga

Jurassic Park: Svona getur þú sýnt hvað þú ert klár út alla myndina

Vissir þú að tímalínan stemmir ekki í Jurassic Park – og að raunverulegir vísindamenn, rétt eins og í myndinni, hafa fundið risaeðlublóð í rafmola? Við höfum tekið saman nokkrar staðreyndir sem þú getur truflað sessunaut þinn með, þegar þið horfið aftur á myndina sem fyllir 30 ár nú í ár.

BIRT: 18/11/2023

Jurassic Park er proppet med videnskab, og hver eneste scene i filmen udgør en perfekt anledning til at fortælle en god videnskabelig historie, som alle omkring dig vil sætte pris på.

De vil fx formentlig elske at høre om den gåde, som filmen aldrig giver svar på – men som du kender løsningen på – om virkelighedens fund af dinosaur-dna eller om de stakkels Velociraptorers invaliderende knoglebrud.

Vi har samlet alle de gode historier her, så du kan snakke dig vej gennem hele filmen. God fornøjelse.

Velociraptor var álíka hættulegur og hundur nágrannans

  • Tími í myndinni: 00:00:00

 

Snareðla brýst út úr búri sínu og ræðst á mann með ofsafengnum hætti. Enginn getur stöðvað þessa skelfilegu ráneðlu.

 

Byrjun myndarinnar er sannarlega dramatísk. En standast vísindin í opnunarsenunni?

 

Ekki alveg. Snareðla raunveruleikans vóg milli 15-20 kg – minna ern golden retriever og álíka mikið og leikskólabarn.

 

Auk þess gat velociraptor ekki flegið bráð sína upp með klónum, eins og myndin sýnir. Snareðlan hefur líkast til verið álíka hættuleg og meðalstór hundur.

 

Vísindamenn hafa í raun fundið risaeðlublóð

  • Tími í myndinni: 00:03:28

 

Í næstu senu má sjá menn grafa upp merkilegan rafmola. Í molanum er að finna ævaforna mýflugu með risaeðlublóð í maganum. Slíkir fundir hafa ekki átt sér stað í raun og veru.

 

Það hafa vissulega fundist mýflugur með blóði í rafi en þær voru uppi löngu á eftir risaeðlunum.

 

Hins vegar hefur fundist risaeðlublóð í öðru skordýri en það var í mítli sem hafði verið innilokaður í 99 milljón ára gömlum rafmola. Í sama mola var fjöður sem kann að vera af sömu risaeðlu og mítillinn gæddi sér á.

Í rafmola var tæplega sentimetra langur mítill fylltur af risaeðlublóði.

Uppgröftur fór fram á röngu meginlandi

  • Tími í myndinni: 00:05:20

 

Skömmu síðar hittum við aðalpersónur myndarinnar sem hafa nýverið fundið steingerving af snareðlu í Montana, BNA. Vandinn er sá að snareðlur lifðu ekki í Norður-Ameríku, heldur í Asíu.

 

Þessi ruglingur hefur líklega komið til þegar vísindamenn komu fram með kenningu um að ameríska ráneðlan deinonychus væri ein tegund af snareðlum.

 

Þeirri kenningu var þó skjótt hafnað. Snareðlan í myndinni líkist einnig meira deinonychus hvað varðar lögun og stærð, heldur en snareðlu.

LESTU EINNIG

Tímalínan í Jurassic Park stemmir ekki alveg

  • Tími í myndinni: 00:18:30

 

Aðalpersónurnar koma til Jurassic Park og sjá þar risavaxinn brachiosaurus með furðu langan háls. Þetta er tilkomumikil sjón en eitthvað passar ekki hér.

 

Þessi ægilegu finngálkn uxu mögulega hraðar en nokkur önnur dýr á jörðu en það hefði samt sem áður tekið þennan brachiosaurus minnst 15 ár að verða svona stór.

 

Því hlýtur dýragarðurinn að hafa verið byrjaður á því að klóna risaeðlur frá því uppúr 1970 en á þeim tíma voru vísindamenn í raun ekki einu sinni færir um að raðgreina erfðaefni frá einni bakteríu.

Vísindamenn eru ekki alveg sammála um hversu hratt dýr eins og Brachiosaurus óx, en í besta falli hefði það tekið 15 ár að vaxa í fullri stærð.

Risaeðlubein innihalda dna

  • Tími í myndinni: 00:23:47

 

Í myndinni er nú útskýrt fyrir okkur hvernig risaeðlurnar voru skapaðar: Þær voru klónaðar úr erfðaefni í blóði sem fannst í maga ævafornrar mýflugu.

 

Í raunveruleikanum segjast nokkrir vísindamenn reyndar hafa fundið erfðaefni frá risaeðlum – ekki í rafmola heldur í beinum risaeðla.

 

Aðrir vísindamenn telja þó ekki að um raunverulegt erfðaefni risaeðla sé að ræða. Þess í stað segja þeir þetta líklega dna frá nútíma bakteríum sem lifa á steinefnum í beinunum.

Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið risaeðlufrumur með DNA (innskotsmynd) í Hypacrosaurus beinagrind. Aðrir vísindamenn eru ósammála.

Risaeðlur voru ekki snjallar

  • Tími í myndinni: 00:31:40

 

Aðalpersónurnar eru nú fræddar um það hvað snareðlur séu ákaflega snjallar og leiti í sífellu eftir flóttaleiðum úr búri sínu.

 

Snareðlur voru vissulega með stóran heila samanborið við margar aðrar risaeðlur en þær voru trúlega ekki jafn snjallar og gefið er til kynna í myndinni.

 

Samhengi milli stærðar heilans og líkamans – sem getur verið vísbending um greind – jafnast á við marga núlifandi fugla en þó ekki þá greindustu eins og til dæmis páfagauka og krákur.

LESTU EINNIG

Óreiðukenningin skýrir ekki fall dýragarðsins

  • Tími í myndinni: 00:46:51

 

Svokallaður óreiðu-sérfræðingur myndarinnar útskýrir nú meginreglur kenningar sinnar: Fiðrildi blakar vængjunum í Kína sem verður til þess að það rignir í New York. Hugmyndin er sumsé sú að smávægilegar breytingar geti sett í gang víðtæka keðjuverkun.

 

Í myndinni er síðar gefið í skyn að óreiðukenningin geti þannig útskýrt fall dýragarðsins – en það stemmir nú ekki alveg. Jafnvel þó að kenningin gegni hlutverki í myndinni er ringulreiðin ekki ástæða þess hvernig allt fer úrskeiðis.

 

Miklu fremur má kenna um græðgi eins óánægðs starfsmanns.

 

Ráðgáta í myndinni er leyst í bókinni

  • Tími í myndinni: 00:49:09

 

Þríhyrna í garðinum veikist með dularfullum hætti á sjö vikna fresti og aðalpersónur myndarinnar reyna árangurslaust að finna skýringu. Það gera hins vegar persónurnar í bókinni sem myndin byggir á.

 

Með sex vikna millibili gleypa eðlurnar steina til að bæta meltinguna en á milli steinanna eru eitruð ber sem gera dýrin veik.

 

Steingervingafundir hafa sýnt að sumar risaeðlur gleyptu steina til þess að láta þá mala magainnihaldið.

Sumar risaeðlur borðuðu steina sem hjálpuðu til við að mala mat þeirra. Þetta átti þó líklega ekki við um Triceratops sem var með nokkur hundruð tennur í munninum til að mala matinn með.

T. rex sá betur en þú

  • Tími í myndinni: 01:00:23

 

Grameðla brýst út úr gerði sínu og er næstum búin að éta aðalpersónurnar. Sem betur fer er sjón hennar svo léleg að hún getur ekki séð fólkið þegar það er grafkyrrt. Þessi brella hefði ekki dugað á T. rex í raun og veru.

 

Rannsóknir á höfuðkúpu eðlunnar sýna að jafnvægisstöðvar dýrsins gerðu því kleift að fylgja bráð sinni grannt eftir.

 

Auk þess var grameðlan líklega með stærstu augu sem fundist hafa á landdýri. Því má leiða líkum að því að Tyrannosaurus rex hafi verið með mun betri sjón en við getum státað af.

Augasteinn T. rex var um 14 sentímetrar í þvermál. Útreikningar sýna að það gæti séð bráð í allt að sex kílómetra fjarlægð.

Risaeðlan var of stór fyrir farþegasætið

  • Tími í myndinni: 01:10:43

 

Dilophosaurus eða kolleðla spýtir grænni eiturslummu framan í gráðugan tölvunörd og skríður síðan inn í bíla hans. Í raun er ekkert sem bendir til þess að kolleðlan hafi spúið eiturslummum – né heldur að hún hafi verið með útþenjanlegan kraga eins og í myndinni.

 

Raunveruleg kolleðla hefði auk þess átt í erfiðleikum með að troða sér inn í svo lítinn bíl. Hún var nefnilega næstum sjö metra löng og því langtum stærri en það kríli sem drap gráðuga nördinn.

Dilophosaurus var allt að sjö metra löng og var ein af fyrstu rándýra risaeðlunum sem urðu mjög stórar.

T. rex var ekki byggður fyrir hlaup

  • Tími í myndinni: 01:20:01

 

50 km/klst. – það er sagður hraði grameðlunnar þegar hún eltir bíl. En á slíkum hraða er líklegt að dýrið hefði fótbrotnað.

 

Bein grameðlunnar voru vissulega öflug en þau hefðu samt sem áður brotnað með þetta níu tonna dýr á hlaupum. T. rex varð því að láta sér hraðan gang nægja.

 

Með fjögurra metra skreflengd gat skepnan þó náð allt að 27 km hraða á klst.

 

Nasaop sitja á röngum stað

  • Tími í myndinni: 01:28:28

 

Finngálkn hnerrar og horslumma þeytist út úr enni dýrsins á unga stúlku. Vísindamenn ætluðu nefnilega að nasaopin væru þar, enda samsvarar það opum á höfuðkúpu skepnunnar.

 

Nýlegar rannsóknir sýna þó að nasaopin voru líkast til framan á trjónunni. Þaðan lágu innri nasagöng að opum hauskúpunnar og tengdust öndunarveginum.

 

Það að stórar risaeðlur hafi hnerrað er mjög sennilegt, enda gera ættingjar þeirra fuglarnir það. Vísindamenn hafa eins fundið merki um að risaeðlur hafi fengið kvef.

Vísindamenn töldu að nasaopin væru á enni dýrsins sem samsvarar opum á höfuðkúpu, en rannsóknir sýna að þau séu líklega framan á trjónunni.

Risaeðlur fæddust ekki sem halakörtur

  • Tími í myndinni: 01:30:09

 

Í kvikmyndinni geta risaeðlurnar skipt um kyn vegna þess að erfðaefni úr froskum hafði verið splæst í þær. Sumar froskategundir geta vissulega skipt um kyn en það gerist á körtustigi þeirra.

 

Jafnvel þó að það hefði verið gerlegt að breyta erfðaefninu þannig að risaeðlurnar hefðu fæðst sem halakörtur, þá er ákaflega ólíklegt að vísindamenn hefðu fylgt viðlíka hugmyndum eftir.

 

Til þess er munur halakarta og risaeðla einfaldlega of mikill á þróunartrénu. Hins vegar getur hitastig á klaktíma eggja sumra núlifandi skriðdýra breytt kyni afkvæma.

LESTU EINNIG

Risaeðlur líktust strútum

  • Tími í myndinni: 01:34:04

 

Flokkur hænsneðla þýtur á harða stökki yfir sléttuna. Þessar risaeðlur tilheyra ættkvísl sem líkist um margt núlifandi strútum. Rétt eins og þeir eru eðlurnar með langan háls, lítið höfuð og mjög sterkbyggða fætur.

 

Og frá því að kvikmyndin var frumsýnd hafa vísindamenn uppgötvað fleiri líkindi. Gallimimus, eins og fræðiheitið er, merkir eiginlega „sá sem hermir eftir hænsnfuglum“, enda var þessi ættkvísl með fjaðraham en ekki á fótum – rétt eins og strútarnir.

Búkur og fjaðrir Gallimimusar minntu helst á strúta. Hins vegar var risaeðlan nokkuð stærri - hún vó um það bil fjórum sinnum meira en strútur.

Ráneðlur veiddu trúlega ekki í hópum

  • Tími í myndinni: 01:44:39

 

Tvær snareðlur leggja gildru fyrir einn starfsmann dýragarðsins. Önnur þeirra nær óskiptri athygli mannsins, meðan hin laumast hljóðlaust aftan að honum.

 

Fræðimenn ætluðu áður að snareðlur og nánir ættingjar þeirra hafi veitt í flokkum en sönnunargögn fyrir því hafa ekki staðist frekari skoðun.

 

Nýrri rannsóknir sýna að fæði þeirra var afar margbrotið, hvort heldur um var að ræða ung eða fullvaxin dýr –það er til marks um að dýrin hafi ekki veitt í fjölskylduhópum.

 

Snareðla með brotna framhandleggi

  • Tími í myndinni: 01:47:24

 

Í spennuþrunginni senu í eldhúsi fáum við í fyrsta sinn að sjá snareðlur í allri sinni dýrð. Því miður er sú sýn nokkuð broguð.

 

Fyrir utan það að þær bera engan fjaðraham, þá er engu líkara en að framhandleggjum þeirra hafi verið snúið í undarlega stellingu.

 

Í kvikmyndinni snúa nefnilega lúkur þeirra niður eða aftur á óeðlilegan máta. En rétt eins og fuglar gátu snareðlur ekki snúið framlimum með slíkum hætti og lúkur þeirra ættu því að beinast hvor að annarri.

Lúkurnar á Velociraptors Jurassic Park (vinstri) snúa niður eða aftur á bak, en lúk alvöru dýrsins (hægri) vísa inn á við.

Við lifum ennþá á tímum risaeðlanna

  • Tími í myndinni: 01:58:05

 

Í lokasenu kvikmyndarinnar yfirgefa aðalpersónurnar dýragarðinn og út um glugga þyrlu þeirra sjáum við fugla fljúga hjá. Þessi sena vísar trúlega í að risaeðlurnar séu í raun ekki útdauðar.

 

Einn stór flokkur risaeðla, fuglarnir, lifði nefnilega af fjöldaútrýminguna fyrir 66 milljón árum síðan. Í dag lifa meira en 10.000 tegundir af risaeðlum á jörðinni. Til samanburðar telja spendýr aumlegar 6.400 tegundir.

 

Tímaskeið risaeðlanna er því hreint alls ekki yfirstaðið.

Risaeðlurnar eru enn einn farsælasti dýrahópur jarðar. Þú getur sennilega séð einn ef þú lítur út um gluggann.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: CHRISTIAN AMMITZBØLL JUUL

© Courtesy Enrique Peñalver, Antonio Arillo, Xavier Delclòs, David Peris, David A. Grimaldi, Scott R. Anderson, Paul C. Nascimbene & Ricardo Pérez-de la Fuente. © Landmark Media/Alamy/Imageselect. © Etemenanki3 & M. Bailleul/W. Zheng/R. Horner/K. Hall/M. Holliday/H. Schweitzer. © Pictorial Press Ltd/Alamy/Imageselect. © Shutterstock.

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.