Ástæða þess að konur fá fullnægingu hefur lengi verið ráðgáta og ýmsar kenningar hafa verið settar fram til skýringar.
Sú einfaldasta segir að fullnægingin hvetji konur til að stunda kynlíf oftar og við það aukist líkur á þungun.
Mökun framkallar egglos
Önnur skýring er sú að fullnægingin leiði til vöðvasamdráttar sem hjálpi til við að lyfta sæðinu í átt að egginu.
Gallinn við þá skýringu er sá að margar konur fá ekki fullnægingu við samfarir en geta þó sem best orðið barnshafandi.
Hjá kanínum framkallar mökun egglos og þangað kynni líka að mega rekja fullnægingu kvenna.
Nú hafa vísindamenn við háskólann í Vín í Austurríki fundið þriðju skýringuna á uppruna fullnægingar kvenna.
Konur hafa egglos einu sinni í mánuði í ákveðnum takti. Hjá sumum spendýrum, t.d. kanínum, er það mökunin sjálf sem framkallar egglosið.
Sérstakt efni heldur aftur af fullnægingunni
Vísindamennirnir vissu að efnð flúosetín sem er að finna í þunglyndislyfjum bitnar á hæfni kvenna til að fá fullnægingu.
Þeir gáfu kanínum þetta efni og athuguðu hvort það hefði áhrif á egglosunarhæfni kvendýranna.
Fullnæging kvenna
- Tíðni fullnægingar við samfarir: 20-30%.
- Tíðni fullnægingar ef snípurinn er ertur samtímis: 50-60%.
- Trú karla á að samfarirnar einar hafi valdið fullnægingunni: 40-50%.
Í ljós kom að egglosunartíðni við mökun lækkaði um þriðjung eftir tveggja vikna meðferð.
Vísindamennirnir telja nú að fullnæging kvenna sé gamall arfur frá fjarlægum formæðrum og að sömu hormón hafi verið að verki bæði við fullnægingu og egglos við mökun.
Fullnægingin hefur svo haldið velli vegna þess að hún hafði líka fleiri heppileg áhrif.