Maðurinn

Kanínur veita skýringu á fullnægingunni

Fullnæging kvenna hefur lengi vel verið ein af stærri ráðgátum líffræðinnar. En nú hafa austurrískir vísindamenn ef til vill fundið svarið í mökunarferli kanína.

BIRT: 30/04/2023

Ástæða þess að konur fá fullnægingu hefur lengi verið ráðgáta og ýmsar kenningar hafa verið settar fram til skýringar.

 

Sú einfaldasta segir að fullnægingin hvetji konur til að stunda kynlíf oftar og við það aukist líkur á þungun.

 

Mökun framkallar egglos

Önnur skýring er sú að fullnægingin leiði til vöðvasamdráttar sem hjálpi til við að lyfta sæðinu í átt að egginu.

 

Gallinn við þá skýringu er sá að margar konur fá ekki fullnægingu við samfarir en geta þó sem best orðið barnshafandi.

Hjá kanínum framkallar mökun egglos og þangað kynni líka að mega rekja fullnægingu kvenna.

Nú hafa vísindamenn við háskólann í Vín í Austurríki fundið þriðju skýringuna á uppruna fullnægingar kvenna.

 

Konur hafa egglos einu sinni í mánuði í ákveðnum takti. Hjá sumum spendýrum, t.d. kanínum, er það mökunin sjálf sem framkallar egglosið.

 

Sérstakt efni heldur aftur af fullnægingunni

Vísindamennirnir vissu að efnð flúosetín sem er að finna í þunglyndislyfjum bitnar á hæfni kvenna til að fá fullnægingu.

 

Þeir gáfu kanínum þetta efni og athuguðu hvort það hefði áhrif á egglosunarhæfni kvendýranna.

Fullnæging kvenna

  • Tíðni fullnægingar við samfarir: 20-30%.

 

  • Tíðni fullnægingar ef snípurinn er ertur samtímis: 50-60%.

 

  • Trú karla á að samfarirnar einar hafi valdið fullnægingunni: 40-50%.

Í ljós kom að egglosunartíðni við mökun lækkaði um þriðjung eftir tveggja vikna meðferð.

 

Vísindamennirnir telja nú að fullnæging kvenna sé gamall arfur frá fjarlægum formæðrum og að sömu hormón hafi verið að verki bæði við fullnægingu og egglos við mökun.

 

Fullnægingin hefur svo haldið velli vegna þess að hún hafði líka fleiri heppileg áhrif.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvenær komu fyrstu gauksklukkurnar fram?

Náttúran

Af hverju verða hlutir rafmagnaðir?

Náttúran

Topp 5 – Hvaða sprengiefni er eldfimast?

Maðurinn

Hugtökin vinstri og hægri stríða gegn eðli okkar

Náttúran

Geta dýr einnig orðið ástfangin?

Lifandi Saga

Mahatma Gandhi – Frelsishetja Indlands

Lifandi Saga

Pestin lagði Rómarríki í gröfina

Tækni

Tilviljanir skópu helstu sigra vísindamanna

Maðurinn

Af hverju klæjar mig undan ull?

Heilsa

Er ekki hægt að fá krabbamein í hjartað?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.