Uncategorized

Vísindamenn gægjast undir sængurnar

Dáleiðandi takturinn veldur því að heilinn virðist springa og okkur líður líkt og okkur hafi verið hent út úr líkamanum í sæluvímu. Vísindin geta nú skýrt öll stig samfara og í ljós kemur að samfarir eru langtum meira en nautnin ein, sé rétt farið að.

BIRT: 05/03/2024

Upphafið

Góð gen kveikja á þér

Verið velkomin í fyrsta hluta ferðarinnar sem felst í skynfærunum. Þau sjá okkur fyrir vali á rekkjunaut og sjálf áttum við okkur ekki á hvað ræður valinu. Við höfum enga hugmynd um hvers vegna við hrífumst af andliti bólfélagans, rödd hans eða lykt en á öllum þessum þáttum fyrirfinnast sem betur fer vísindalegar skýringar.

Skynfærin senda ógrynni upplýsinga í sérstaka skynstöð heilans, þar sem lesið er úr þeim og boð síðan send áfram til umbunar- og ánægjustöðva heilans.

 

Skynfærin og heilinn vinna að því í sameiningu að virkja löngun okkar en eru sem betur fer vandfýsin, þökk sé milljóna ára framþróun.

 

Í fyrsta lagi eru skynfærin samstillt við hormóna annarra sem gerir það að verkum að við löðumst að þeim sem mestar líkur eru á að við getum eignast börn með á hverjum tíma.

LESTU EINNIG

Í öðru lagi ryðja skynfærin sér leið alveg inn í erfðaefni hugsanlegs maka og þannig getum við gert hosur okkar grænar fyrir þeim sem mun geta af sér bestu erfðavísana fyrir börnin. Í þessu sambandi þarf heilinn að taka afstöðu til tveggja ólíkra óska.

 

Annars vegar virkjast erfðavísar sem eru frábrugðnir okkar og hins vegar heldur heilinn sig, öryggisins vegna, við það sem hann þekkir best.

 

1. viðkolumstaður: Eyrað

Tíðahringur ljær röddinni kynþokka

Rödd konunnar breytist eftir því hvar hún er stödd í tíðahringnum. Ekki er nóg með að eyrun nemi breytinguna, þau fá makann til að falla frekar fyrir röddinni þegar konur eru á frjósamasta hluta tíðahringsins.

 

Þetta kom í ljós í bandarískri rannsókn þar sem vísindamenn rannsökuðu viðbrögð karla og kvenna við konuröddum á upptökum frá ólíkum skeiðum tíðahringsins.

Greining á spurningalistanum leiddi í ljós að þátttakendunum fannst raddir á frjósömu tímabili meira aðlaðandi en ella.

 

Vísindamenn gátu að sama skapi mælt hjartslátt og svitakirtla þátttakendanna og þær mælingar sýndu að fólk laðaðist mest að frjósömu röddunum. Þetta gefur til kynna að menn og konur laðist helst að konum sem eru frjósamar á þeirri stundu.

Þetta er hægt að gera: Sértu karlmaður, hlustaðu þá gaumgæfilega. Sértu kona, beittu röddinni – nema þú viljir ekki eignast börn.

2. viðkomustaður Augað

Makinn líkist foreldrum þínum

Bandarískir vísindamenn sýndu nokkrum tilraunaþátttakendum tvær ólíkar myndir.

 

Önnur myndin sýndi bláókunnugt fólk annars vegar og hins vegar ókunnuga þar sem andlitum sjálfra þátttakendanna eða foreldra þeirra hafði verið skeytt inn á myndina.

 

Þátttakendurnir hrifust mest kynferðislega af samskeyttu myndunum. Þetta gjörbreyttist hins vegar ef þátttakendurnir vissu fyrirfram hvernig myndirnar höfðu verið unnar.

Sumir vísindamenn telja að það sem hefur áhrif á okkur sem börn eigi þátt í að ákvarða val okkar á bólfélögum síðar meir.

Vísindamenn telja að sú virkni sem sér til þess að við tengjumst foreldrum okkar í æsku eigi einnig þátt í vali okkar á rekkjunautum.

 

Að sama skapi skynjum við menningarstýrðan viðbjóð gagnvart tilhugsuninni um að stunda kynlíf með skyldmennum og það er þessi óbeit sem kemur í veg fyrir að við iðkum sifjaspell.

Þetta er hægt að gera: Hugsaðu þig aftur um ef makinn minnir þig á gamlar fjölskyldumyndir.

3. viðkomustaður Nefið

Ókunnugir erfðavísar ilma

Fiskar, fuglar og spendýr þefa uppi ákjósanlegasta makann og við mannfólkið erum engin undantekning hvað þetta snertir. Nefið á okkur getur þefað uppi hvaða tegund hinna svonefndu HLA-1-próteina hinn aðilinn hefur yfir að ráða á frumum sínum.

 

HLA-1-prótein er að finna um allan líkamann og þau gegna mikilvægu hlutverki í að verja frumurnar gegn veirum. Til eru afbrigðin A, B og C og lyktarskyn okkar sér til þess að við föllum fyrir einstaklingum sem útbúnir eru öðrum afbrigðum en á við um okkur sjálf.

 

Okkur finnst lykt þeirra meira aðlaðandi, kynlíf með þeim veitir meiri fullnægju og við fáum löngun til að eignast börn með þeim.

Ilmurinn dregur að hinn fullkomna maka

Engin lykt er eins kynæsandi og angan af ókunnugu HLA-1-próteini og veikleiki okkar gagnvart ilmi þessum tryggir að börnin okkar fái að vaxa úr grasi.

Frumur skilja eftir fingraför

Erfðavísarnir fyrir svonefndu HLA-1-próteinin fyrirfinnast í þremur útgáfum sem geta af sér tegund A, B og C af próteininu. Við getum borið eina eða tvær þessara tegunda í frumum okkar. Þær er að finna á yfirborði frumunnar, þar sem þær leiða í ljós tiltekin próteinbrot úr innviðum frumunnar.

Prótein berast í svitann

Litlu próteinbrotin hæfa aðeins nákvæmlega þeirri tegund HLA-1-próteins sem þau er að finna á og fyrir bragðið getur greining þeirra leitt í ljós hvaða HLA-1-próteinum við höfum yfir að ráða í frumum okkar. Brotin geta losnað úr læðingi í svitakirtlunum, þar sem þeir leysast upp í svitanum og enda m.a. í handarkrikum okkar.

Nef okkar þefa uppi brotin

Þegar svitinn gufar upp fylgja brotin með og við sitjum uppi með próteinhluta annarra í nefi okkar. Þar komast þau í snertingu við Jacobson-líffæri okkar en þau er að finna báðum megin á nasaveggnum. Frumurnar senda boð áfram til heilans sem greinir uppruna brotanna.

Þróunarfræðilegi tilgangurinn með því að velja framandi HLA-1-prótein er sá að þannig tryggjum við að börnin okkar fái blöndu af ólíkum HLA-1-afbrigðum.

 

Vænleg blanda mun sennilega sjá til þess að börnin okkar verði betur í stakk búin til að ráða niðurlögum veiru.

Þetta er hægt að gera: Beitið nefinu ef ætlunin er að stunda gott kynlíf og/eða eignast börn.

Forleikur

 
Sprenging í heilanum

Nú skulum við líta á heilann rétt áður en sjálft aðalatriðið hefst, þ.e. sjálfar samfarirnar.

Á þessu stigi myndast í líkamanum ógrynni rafboða og hormóna, auk þess sem hann losar sig við ýmiss konar líkamsvessa. Heilinn verður fyrir áhrifum frá gjörvöllum líkamanum en athyglin beinist þó einkum að kynfærunum.

 

Bæði reðurhúfa karlmannsins og snípur konunnar fela í sér þúsundir taugaenda sem gefa heilanum til kynna þegar minnsta snerting á sér stað. Þessir staðir eru að miklu leyti lykillinn að því að fá fullnægingu en sú er þó ekki ætíð raunin.

LESTU EINNIG

Örvun á endaþarmi getur einnig leitt til fullnægingar og sumir geta fengið fullnægingu við tilhugsunina eina. Sumir vísindamenn halda því fram að konur hafi yfir að ráða svonefndum G-bletti í leggöngunum sem geti leitt af sér fullnægingu. Ekki eru allir á eitt sáttir um þetta síðastnefnda atriði og telja sumir fullnægingu í leggöngum fremur eiga rætur að rekja til óbeinnar örvunar snípsins.

 

Hvernig líkaminn og heilinn eru örvuð skiptir einnig sköpum. Leyndardómurinn virðist vera fólginn í taktinum. Takturinn samstillir taugaboð frá gjörvöllum líkamanum, heilinn fer í eins konar leiðslu og lokar á umheiminn.

 

Að lokum er takmarkinu náð og heilinn líkt og springur af nautn.

Þrjú hollráð vísindamanna: Fullnæging krefst aðkomu alls líkamans

Átt þú eða makinn í basli með að fá fullnægingu? Þá er ráðlegt að beita eyrum, augum og raddböndunum – auk fingranna og munnsins vitaskuld.

 

1. Forleikur undirbýr heilann

Til þess að fá fullnægingu er nauðsynlegt að tryggja að heilinn sé móttækilegur. Þetta hefur í för með sér örvun ólíkra skynfæra. Tónlist og kertaljós auka líkurnar á fullnægingu kvenna ef marka má viðamikla rannsókn og ástarorð í eyra makans gagnast báðum kynjum.

 

2. Tilbreyting gagnast næstum alltaf

Viðamikil rannsókn leiddi í ljós að einungis helmingur kvenna fékk fullnægingu ef hefðbundnar samfarir einar voru stundaðar. Hlutfallið hækkaði upp í 73 prósent ef þær urðu einnig fyrir örvun með fingrum og upp í alls 86 prósent ef makinn beitti jafnframt munnmökum.

 

3. Heiðarleiki tryggir gott kynlíf

Heilinn er með sína eigin leið að nautn og fullnægju og þá leið þekkir enginn nema einstaklingurinn sem í hlut á. Rannsóknir hafa leitt í ljós að líkurnar á að fá fullnægingu aukast til muna ef við segjum makanum nákvæmlega hvers við væntum af samförunum, auk þess sem hrós og varfærnisleg gagnrýni gagnast vel á meðan kynlíf er stundað.

4. viðkomustaður: Heilinn

Fullnægingin færir okkur hamingju


Eins konar sprenging rafboða og hormóna veldur því að okkur finnst við kastast út úr líkamanum og sælubylgja streymir gegnum okkur.
Virknin í heilanum eykst hægt og rólega á meðan stundað er kynlíf og nær hámarki í sjálfri fullnægingunni en þetta tókst að leiða í ljós í rannsókn á fullnægingu kvenna í stafrænni segulómmyndun.

 

Þá losna jafnframt hormónar út í blóðið, m.a. oxýtósín sem hafa mikil áhrif á ástartilfinningu, svo og ópíóðar en áhrif þeirra minna á vímu sem fæst af notkun fíkniefna á borð við kókaín og heróín.

 

Afleiðingin lýsir sér sem sæluvíma sem streymir gegnum heilann og líkamann.

Heilinn eykur samkenndina

Heilasvæðið eyjarblað er að finna lengst inni í heilaberkinum og vísindamenn hafa komist að raun um að virkni í eyjarblaðinu eykst stöðugt þar til fullnægingu er náð en eftir það dregur úr virkninni. Svæði þetta skiptir sköpum fyrir sjálfsþekkingu okkar en einnig hvað snertir skilning okkar á tilfinningum annarra.

Líkaminn skynjar engan sársauka

Svokallaðir saumkjarnar í heilastofninum hafa að geyma stærsta safn heilans af serótónín-taugum sem m.a. eiga þátt í að hefta sársaukaboð frá líkamanum. Starfsemi þeirra eykst meðan á fullnægingu stendur með þeim afleiðingum að sársaukaþröskuldur líkamans hækkar yfir 100 prósent.

Sæluvíma berst gegnum taugarnar

Svonefnd undirslæða í milliheila samanstendur mestmegnis af dópamíntaugum sem teygja sig til annarra hluta heilans. Þessar taugar skipta sköpum í tengslum við umbun og fíkn. Þess má einnig geta að virknin eykst til muna þegar fullnægingu er náð. Taugarnar tryggja þar með einnig gleðitilfinningu.

Þú kastast út úr líkamanum

Starfsemin í horngáranum í hvirfilblaðinu nær hámarki þegar fullnæging verður. Stöðvar þessar skipta sköpum hvað varðar það sem kallaðar hafa verið „upplifanir utan líkamans“ en eru að sama skapi virkar þegar okkur tekst að útiloka umheiminn úr huganum.

Heilinn eykur samkenndina

Heilasvæðið eyjarblað er að finna lengst inni í heilaberkinum og vísindamenn hafa komist að raun um að virkni í eyjarblaðinu eykst stöðugt þar til fullnægingu er náð en eftir það dregur úr virkninni. Svæði þetta skiptir sköpum fyrir sjálfsþekkingu okkar en einnig hvað snertir skilning okkar á tilfinningum annarra.

Líkaminn skynjar engan sársauka

Svokallaðir saumkjarnar í heilastofninum hafa að geyma stærsta safn heilans af serótónín-taugum sem m.a. eiga þátt í að hefta sársaukaboð frá líkamanum. Starfsemi þeirra eykst meðan á fullnægingu stendur með þeim afleiðingum að sársaukaþröskuldur líkamans hækkar yfir 100 prósent.

Sæluvíma berst gegnum taugarnar

Svonefnd undirslæða í milliheila samanstendur mestmegnis af dópamíntaugum sem teygja sig til annarra hluta heilans. Þessar taugar skipta sköpum í tengslum við umbun og fíkn. Þess má einnig geta að virknin eykst til muna þegar fullnægingu er náð. Taugarnar tryggja þar með einnig gleðitilfinningu.

Þú kastast út úr líkamanum

Starfsemin í horngáranum í hvirfilblaðinu nær hámarki þegar fullnæging verður. Stöðvar þessar skipta sköpum hvað varðar það sem kallaðar hafa verið „upplifanir utan líkamans“ en eru að sama skapi virkar þegar okkur tekst að útiloka umheiminn úr huganum.

Vísindamenn hafa enn sem komið er ekki getað útskýrt hvernig fullnæging verður en taktur virðist skipta þar sköpum.

 

Taktföst áhrif allra skynfæra kunna að hafa í för með sér eins konar leiðslu sem að lokum endar í fullnægingu.

 

Sumir vísindamenn eru jafnframt þeirrar skoðunar að geta okkar til að stunda taktfastar hreyfingar hafi þróast í milljónir ára með kynvali en með því er átt við að við höfum valið að eignast börn með einstaklingum sem bjuggu yfir hæfilegum takti.

 

Þetta val okkar kann að stafa af því að getan til að stunda taktfastar hreyfingar gefi til kynna almennt heilbrigði og góða samhæfingargetu.

Þetta er hægt að gera: Vinna upp góðan takt.

Eftir á

 

Kynlíf bjargar lífinu

Fullnægingin er afstaðin og við erum komin að síðasta áfangastað ferðarinnar. Hér er ætlunin að ganga úr skugga um viðvarandi áhrif kynlífsins á líkamann, löngu eftir samfarirnar sjálfar.

Á fyrstu mínútunum erum við undir áhrifum hormónanna sem losnuðu úr læðingi meðan á samförunum stóð.

 

Framleiðsla oxýtósíns er í hámarki sem gerir það að verkum að við skynjum hlýjar tilfinningar í garð þess sem við liggjum við hliðina á. Ópíóðarnir í blóðinu hægja á starfsemi líkamans og við finnum fyrir þreytu.

LESTU EINNIG

Þetta skeið hentar afar vel til að kúra áfram í rúminu en notaleg stund eftir samfarir stuðlar að betra kynlífi í sambandinu almennt.

 

Magnið af oxýtósíni og ópíóðum lækkar stuttu seinna en samfarirnar hafa engu að síður meiri viðvarandi áhrif. Hjá konum sem stunda oft kynlíf eykst framleiðsla estrógens en um er að ræða hormón sem m.a. hefur áhrif á ónæmiskerfið.

 

Rannsóknir hafa enn fremur leitt í ljós að kynlíf getur haft fyrirbyggjandi áhrif á ýmsa sjúkdóma, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, svo og krabbamein.

 

5. viðkomustaður Ónæmiskerfið

Ónæmisfrumur undirbúa þungun

Tengslin á milli kynlífs og þungunar snúast um annað og meira en bara sæðis- og eggfrumur.

 

Kynlíf undirbýr ónæmiskerfið undir þungun löngu áður en sjálfur getnaðurinn á sér stað.

 

Kynlíf breytir ónæmiskerfi kvenna. Hvernig það gerist nákvæmlega er þó enn ekki ljóst. Leiddar hafa verið líkur að því að hormónið estrógen leiki stórt hlutverk en einnig er hugsanlegt að gerlar frá makanum, líkamleg áhrif sjálfra samfaranna, svo og boðefni í heila, kunni að hafa áhrif á breytingarnar.

 

Gerð var bandarísk tilraun sem leiddi í ljós að tíðar samfarir leiða af sér tilfærslu í magni tveggja ólíkra mótefna í líkamanum.

 

Mótefni þessi eru prótein sem ónæmisfrumur losa í baráttunni við gerla og veirur.

 

Þau bera kennsl á og bindast yfirborði aðskotaefnanna og gagnast ónæmiskerfinu við að útrýma hættunni. Kynlíf hafði einkum áhrif á magn mótefnanna meðan á egglosi stóð og vísindamenn telja fyrir vikið að tilfærslan auki líkurnar á þungun.

 

Það tryggir m.a. að sæðisfrumurnar hafi greiðan aðgang að eggjaleiðaranum og að ungt fóstur sé betur varið gegn sýkingum.

Kynlíf breytir ónæmiskerfi kvenna

Tengsl kynlífs og meðgöngu snýst um meira en bara sæði og eggfrumur. Kynlíf undirbýr ónæmiskerfið fyrir meðgöngu löngu fyrir frjóvgunina sjálfa.

Kynlíf stjórnar ónæmisfrumum

Kynlíf stuðlar að myndun fleiri svonefndra IgG-mótefna og færri IgA-mótefna. Þetta kann m.a. að stafa af því að kynlíf eykur magnið af estrógeni sem getur bundist viðtökum á yfirborði ónæmisfrumnanna og breytt starfsemi þeirra.

Ónæmiskerfið hlífir sæðisfrumum

IgA-mótefni (rauð y) eru m.a. losuð í leghálsinum þar sem þau sjá til þess að uppræta aðskotahluti. Þegar IgA-mótefnunum fækkar geta sæðisfrumur synt fram hjá fyrirstöðulaust.

Mótefni ræðst á aðskotaefnin

Tíðar samfarir hafa í för með sér mikið magn IgG-mótefna (blá y) í blóði í kringum egglos. IgG-mótefni bindast m.a. bakteríum (grænar) og tryggja að ónæmisfrumurnar uppræti ógnina. Mikið magn af IgG er talið eiga þátt í að vernda hugsanleg fóstur.

Þetta er hægt að gera: Gættu þess að stunda oft kynlíf ef þú vilt undirbúa ónæmiskerfi legsins undir þungun.

6. viðkomustaður Blöðruhálskirtill

Sáðlát verndar gegn krabbameini

Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbameinstegundin í körlum yfir fimmtugu og vísindamenn hafa nú fundið einfalda aðferð til að fyrirbyggja sjúkdóminn.

 

Viðamikil bandarísk rannsókn leiddi í ljós að karlar sem höfðu sáðlát oftar en 21 sinni í mánuði voru í 20 prósent minni hættu á að fá krabbamein í blöðruhálskirtli en menn sem höfðu aðeins sáðlát fjórum til sjö sinnum í mánuði.

Blöðruhálskirtillinn er rétt fyrir neðan þvagblöðru karlmannsins. Einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli eru m.a. blóð í þvagi og sæði, blöðrubólga og ristruflanir.

Sæðisvökvinn myndast í blöðruhálskirtlinum og vísindamenn telja að krabbameinsvaldandi efni kunni að safnast fyrir í kirtlinum ef sæðisvökvinn endurnýjast ekki reglulega.

Þetta er hægt að gera: Hafa sáðlát minnst fimm sinnum í viku.

7. viðkomustaður Hjartað

Gott kynlíf er fyrirbyggjandi fyrir hjartasjúkdóma

Kynlíf hefur vænleg áhrif á hjörtu kvenna. Þetta tókst að sanna í viðamikilli bandarískri rannsókn þar sem litið var á venslin milli kynlífs og hættunnar á hjarta- og æðasjúkdómum í eldra fólki.

 

Konum sem stunduðu sérlega gott kynlíf í samböndum sínum, var síður hætta búin á að þróa ofangreinda sjúkdóma en öðrum konum.

Jákvæðu áhrifin kunna að hafa verið að gott kynlíf minnkar hlutfall streituhormóna í blóði og leiðir af sér betri andlega líðan.

 

Rannsóknin leiddi aftur á móti einnig í ljós að eldri körlum hentaði betur að draga eilítið úr kynferðislegri virkni.

Þetta er hægt að gera: Ráðlegt er að stunda gott kynlíf umfram tíðar samfarir.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: LEA MILLING KORSHOLM

Shutterstock,© Claus Lunau & Shutterstock,

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

4

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is