Svarthol eru þyngstu efnisfyrirbrigði geimsins og svo kröftug að ekki einu sinni ljós kemst þaðan burt.
Það gildir þó ekki um svonefnda Hawkingsgeislun sem heitir eftir enska eðlisfræðingnum Stephen Hawking sem áleit að svartholin sendu frá sér takmarkað en stöðugt ljós.
Nú hafa ísraelskir vísindamenn sannreynt kenninguna með því að nota líkan í rannsóknastofu.
Svarthol eru þyngstu fyrirbrigði í alheiminum. Þyngdarkraftur þeirra er svo mikill að jafnvel ljós kemst ekki burtu.
Ský frumeinda
Þetta gervisvarthol var auðvitað ekki ekta, heldur líktu vísindamennirnir eftir aðstæðum við svarthol með því að þétta 8.000 frumeindir frumefnisins rubidíum.
Í stað ljóss notuðu þeir hljóðbylgjur. Rubidíum-frumeindir hreyfast hraðar en hljóðið og því sleppa hljóðbylgjur ekki frá því.
Þannig gátu þeir líkt eftir atburðahringnum kringum svarthol en sá hringur afmarkar það svæði sem ekkert kemst frá, ekki einu sinni ljós.
Vísindamenn kalla þetta atburðahring vegna þess að ógerlegt er að greina þá atburði sem verða innan hans.
8.000 frumeindir rubidíums gerðu kleift að líkja eftir aðstæðum umhverfis svarthol.
Stöðug geislun staðfest
Hawkingsgeislun frá ekta svartholi er í formi ljóseinda – í pörum. Önnur ljóseindin fellur inn í svartholið en hin sleppur.
Ísraelsku vísindamennirnir sáu hið saman gerast varðandi hljóðbylgjurnar. Þeir leituðu uppi pör af hljóðbylgjum og rannsökuðu atferli þeirra 97.000 sinnum á 124 dögum.
Niðurstaðan varð sú að hljóðbylgjurnar yfirgáfu gervisvartholið alveg jafnt og stöðugt – rétt eins og Stephen Hawking hafði sagt fyrir um.