Náttúran

Klósettvandar kýr þyrma náttúrunni

Til að draga úr mengun af saur nautgripa hafa menn þróað aðferð til að kenna kúm að fara á klósett.

BIRT: 07/07/2022

Í landbúnaði ganga kýr gjarnan frjálsar um hagann eða í fjósinu og gera þarfir sínar þar sem þær eru staddar. 

 

Saur og þvag í bithaga getur mengað jarðveg og grunnvatn og ammoníak í kúadellu brotnar niður í gastegundina dinitrogenoxíð, líka þekkt sem hláturgas sem er mikilvirk gróðurhúsalofttegund.

 

Til að ráða bót á þessum vanda hefur fjölþjóðlegur hópur vísindamanna gert tilraunir til að venja kálfa á „klósett“ með góðum árangri.

Í tilrauninni voru kálfarnir verðlaunaðir fyrir að nota sérstaka kúa klósettið.

Í tilraunafjósi var innréttað sérstakt kálfaklósett þar sem unnt var að taka mykju og þvag til frágangs á vistvænan hátt. 

 

Nautgripir eiga reyndar ekki auðvelt með að halda í sér og það var því hluti af náminu að veita kálfunum verðlaun fyrir að gera þarfir sínar á klósettinu. En migu þeir utan við klósettbásinn fengu þeir kalda vatnsbunu yfir sig.

 

Aðferðin virkaði eins og til var ætlast. Af 16 kálfum í fjósinu tókst að kenna 11 að nota klósettið á aðeins tveimur vikum. Það er betri árangur en næst þegar börn læra að nota kopp.

MYNDBAND: Horfðu á kálf nota klósettið.

Í nútímafjósum fara kýrnar sjálfar í mjaltabásinn þegar þær þurfa að losna við mjólkina. 

 

Vísindamennirnir vona að klósettbásin geti á saman hátt orðið fastur liður í fjósinnréttingum til gagns fyrir náttúru, bændur og kýrnar sjálfar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EBBE RASCH

© FBN. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.