Náttúran

Látinn laus eftir 35 ár saklaus í fangelsi – þökk sé MythBusters

Fyrir tilviljun var maður einn, sem dæmdur hafði verið í lífstíðarfangelsi, að horfa á endursýningu á sjónvarpsþættinum Mýtubanarnir. Það var leið hans til frelsis.

BIRT: 19/10/2022

Árið 2007 er Bandaríkjamaðurinn John Galvan að horfa á sjónvarpið í fangaklefa sínum þar sem hann afplánar lífstíðardóm. Það er verið að endursýna  eldri þátt seríunnar MythBusters í sjónvarpinu.

 

Í þættinum „Hollywood on Trial“ frá árinu 2005 reyna gestgjafarnir tveir Jamie Hyneman og Adam Savage að endurskapa röð frægra atriða úr Hollywood kvikmyndum.

 

Þeir prófa meðal annars hvort mögulegt sé að kveikja í bensínpolli með sígarettu. Eftir ótal tilraunir gefast þeir upp. Í einni tilrauninni bleyttu þeir t.a.m. í logandi sígarettu með bensíni en ekkert gekk.

 

Þetta mun verða leið Galvan út úr fangelsinu að mati samtakanna Innocence Project sem aðstoða Bandaríkjamenn sem sitja inni saklausir.

Adam Savage (til vinstri) og Jamie Hyneman stjórnuðu hinni frægu „MythBusters“ þáttaröð á Discovery sjónvarpsstöðinni á árunum 2003 til 2016.

Rangar sakagiftir

Í september 1986 létust tveir bræður í eldsvoða í fjölbýlishúsi í suðvesturhluta Chicago í Bandaríkjunum.

 

Systkini þeirra, Blanca og Jorge, björguðust á undraverðan hátt og létu lögreglunni vita að nágrannakona þeirra,  hafi hótað að kveikja í byggingunni í hefndarskyni fyrir dauða bróður síns.

 

Konan taldi bróður sinn hafa verið myrtur af Latin Kings-klíkunni en Jorge var einmitt meðlimur þeirrar klíku. Í yfirheyrslum lögreglunnar neitaði konan að hafa vitað um íkveikjuna en benti þess í stað á John Galvan.

 

Aðrir nágrannar á svæðinu staðfestu frásögn hennar og Galvan var handtekinn ásamt tveimur öðrum. Meira að segja þrátt fyrir að Galvan hafi gist hjá ömmu sinni nóttina sem kveikt var í.

 

Hinn 18 ára gamli Galvan og félagar hans tveir voru færðir á lögreglustöðina til yfirheyrslu þar sem þeir voru, að eigin sögn, beittir líkamlegu ofbeldi og þvingaðir til að játa.

 

Á endanum skrifuðu allir þrír undir yfirlýsingu þar sem þeir játuðu verknaðinn. Þeir voru svo dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði.

 

Í yfirlýsingunni viðurkenndu Galvan og hinir tveir að hafa kastað bensínsprengju inn um glugga blokkarinnar.

 

Galvan sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi kveikt í molotov-kokteilnum með sígarettu.

 

Þetta smáatriði mun síðar skipta sköpum.

 

Ekki eins og í hasarmynd

 

Þegar John Galvan sér MythBuster þáttinn 21 ári síðar hafði hann samband við lögfræðing sinn sem fór í að rannsaka málið.

 

Lögfræðingurinn komst að því að árið 2007 rannsakaði hópur vísindamanna bandarísku löggæslustofnuninni ATF (  America’s Bureau of Alcohol, Tobacco, Firearms and Explosives) einmitt þetta..

 

Vísindamennirnir reyndu í yfir 2000 skipti að kveikja í bensíni með sígarettu við mismunandi aðstæður – þar á meðal í lofttæmi, sem hækkaði hitastig sígarettunnar.

 

Jafnvel eftir að hafa hellt bensíni beint á sígarettuna urðu þeir að gefast upp og álykta að ekki væri hægt að kveikja í bensíni með sígarettu.

 

Rannsakendur töldu ástæðuna vera að bensínið hefur aðeins takmarkaða snertingu við heitasta hluta öskunnar í sígarettunni. Þeir könnuðu þetta m.a. með röntgenhitamyndavél sem getur staðbundið hita.

 

Lögmaður Galvan kallaði því til fjölda íkveikjusérfræðinga til að sannreyna enn frekar að ómögulegt væri að kveikja í bensíni með sígarettum.

 

Auk þess gátu nokkur vitni staðfest að lögreglumaðurinn sem yfirheyrði Galvan og hina tvo kvöldið sem þeir voru handteknir hafði áður þvingað fram játningar með ofbeldi.

 

Dómur Galvan og hinna tveggja var hnekkt og allir þrír eru í dag frjálsir ferða sinna.

Hinn saklausi John Galvan (til hægri) ásamt lögfræðingnum Tara Thompson frá Innocence Project, sem aðstoðaði við að rannsaka hvort mögulegt væri að kveikja í bensíni með sígarettu. Þetta leiddi til þess að Galvan var sleppt.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

Wikimedia, © Public Domain/Wikimedia, © Ray Abercrombie/Innocence Project

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is